Borðaði bara banana í mánuð Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 11. júlí 2019 09:00 Tómas hefur að eigin sögn verið að gretta sig á myndum frá því hann var fimm ára gamall. Fréttablaðið/Valli Í verkunum á þessari sýningu er ég svolítið að vinna með samspil innri og ytri heima. Ég er mjög heltekinn af því að teikna persónur í listinni minni. Svo reyni ég líka að koma að striganum án fyrirfram mótaðra hugmynda um hvað ég ætla að gera,“ segir listamaðurinn Tómas Freyr Þorgeirsson, sem er með myndlistarsýningu sem stendur nú yfir í Galleríi Porti. Hann segir mikla sjálfsskoðun vera fólgna í ferlinu á bak við gerð verkanna, bæði út og inn á við. „Fígúrurnar á myndunum enda því oft sem ákveðið form af sjálfsmynd og striginn verður að nokkurs konar spegilmynd þess sem er að gerast í hausnum á mér hverju sinni.“ Þó segir Tómas þessa aðferð ekki vera mikið útpælda, heldur fyrst og fremst fólgna í forvitninni að sjá útkomuna og að nota listina sem verkfæri til sjálfsskoðunar. „Ég stundaði mikið hugleiðslu þegar ég vann í gerð þessara verka sem eru á sýningunni og hugsaði mikið um heilsuna, líkamlega sem og andlega. Ég prufaði mig áfram með ýmislegt mataræði. Eitt sinn borðaði ég til dæmis bara banana í heilan mánuð, “ segir Tómas.Tómas segir fígúrunar á myndunum enda oft sem ákveðið form af sjálfsmynd.Fréttablaðið/ValliHann hefur líka gaman af að skoða hvernig innri persóna fólks birtist á ljósmyndum, því heldur hann sig fyrst og fremst við vægast sagt gleðilegt fas þegar teknar eru af honum ljósmyndir. „Mér finnst það einhvern veginn áhugavert hvernig fólk breytir alveg um svip. Flestir eru með fyrir fram ákveðinn svip eða bros sem birtist alltaf um leið og upp er tekin myndavél.“ Tómasi finnst áhugavert hve margir eru meðvitaðir um hvor hliðin á andlitinu myndist betur og hvaða líkamsstelling komi best út á filmu. ,,Ég hef ekki stúderað þetta nógu vel á sjálfum mér, að þekkja kosti míns eigin andlits á mynd. Þannig að ég held mig bara við þennan svip og stefni á að gera það í ókominni framtíð,“ segir Tómas að lokum um meðfylgjandi mynd af honum. Sýning Tómasar er opin yfir helgina og er í Galleríi Porti við Laugaveg 23b.Í verkunum vann Tómas með samspil ytri og innri heima.Fréttablaðið/Valli Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í verkunum á þessari sýningu er ég svolítið að vinna með samspil innri og ytri heima. Ég er mjög heltekinn af því að teikna persónur í listinni minni. Svo reyni ég líka að koma að striganum án fyrirfram mótaðra hugmynda um hvað ég ætla að gera,“ segir listamaðurinn Tómas Freyr Þorgeirsson, sem er með myndlistarsýningu sem stendur nú yfir í Galleríi Porti. Hann segir mikla sjálfsskoðun vera fólgna í ferlinu á bak við gerð verkanna, bæði út og inn á við. „Fígúrurnar á myndunum enda því oft sem ákveðið form af sjálfsmynd og striginn verður að nokkurs konar spegilmynd þess sem er að gerast í hausnum á mér hverju sinni.“ Þó segir Tómas þessa aðferð ekki vera mikið útpælda, heldur fyrst og fremst fólgna í forvitninni að sjá útkomuna og að nota listina sem verkfæri til sjálfsskoðunar. „Ég stundaði mikið hugleiðslu þegar ég vann í gerð þessara verka sem eru á sýningunni og hugsaði mikið um heilsuna, líkamlega sem og andlega. Ég prufaði mig áfram með ýmislegt mataræði. Eitt sinn borðaði ég til dæmis bara banana í heilan mánuð, “ segir Tómas.Tómas segir fígúrunar á myndunum enda oft sem ákveðið form af sjálfsmynd.Fréttablaðið/ValliHann hefur líka gaman af að skoða hvernig innri persóna fólks birtist á ljósmyndum, því heldur hann sig fyrst og fremst við vægast sagt gleðilegt fas þegar teknar eru af honum ljósmyndir. „Mér finnst það einhvern veginn áhugavert hvernig fólk breytir alveg um svip. Flestir eru með fyrir fram ákveðinn svip eða bros sem birtist alltaf um leið og upp er tekin myndavél.“ Tómasi finnst áhugavert hve margir eru meðvitaðir um hvor hliðin á andlitinu myndist betur og hvaða líkamsstelling komi best út á filmu. ,,Ég hef ekki stúderað þetta nógu vel á sjálfum mér, að þekkja kosti míns eigin andlits á mynd. Þannig að ég held mig bara við þennan svip og stefni á að gera það í ókominni framtíð,“ segir Tómas að lokum um meðfylgjandi mynd af honum. Sýning Tómasar er opin yfir helgina og er í Galleríi Porti við Laugaveg 23b.Í verkunum vann Tómas með samspil ytri og innri heima.Fréttablaðið/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira