End of Sentence sýnd á RIFF Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:00 Plakat fyrir myndina. Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, mun opna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í ár. Frumsýning verður 26. september. Kvikmyndin skartar virtum og reynslumiklum Hollywood-leikurum, þeim John Hawkes, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum þrátt fyrir ungan aldur. Leikstjóri og aðalleikari munu verða viðstaddir frumsýningu myndarinnar og ræða um gerð hennar að sýningu lokinni. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. End of Sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Íslendingar koma að gerð myndarinnar og þar má nefna Ólaf Darra Ólafsson, Kristján Loðmfjörð og Evu Maríu Daníels. Myndin er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, David Collins og Elfari Aðalsteins. End of Sentence er fyrsta leikstjórnarverkefni Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011 auk þess að vinna Edduverðlaunin, sem stuttmynd ársins 2012, ásamt því að komast í lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna það árið. End of Sentence mun feta í fótspor kvikmynda sem hafa í kjölfar þess að opna RIFF ferðast víða um heim og notið velgengni. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, mun opna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í ár. Frumsýning verður 26. september. Kvikmyndin skartar virtum og reynslumiklum Hollywood-leikurum, þeim John Hawkes, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum þrátt fyrir ungan aldur. Leikstjóri og aðalleikari munu verða viðstaddir frumsýningu myndarinnar og ræða um gerð hennar að sýningu lokinni. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. End of Sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Íslendingar koma að gerð myndarinnar og þar má nefna Ólaf Darra Ólafsson, Kristján Loðmfjörð og Evu Maríu Daníels. Myndin er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, David Collins og Elfari Aðalsteins. End of Sentence er fyrsta leikstjórnarverkefni Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011 auk þess að vinna Edduverðlaunin, sem stuttmynd ársins 2012, ásamt því að komast í lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna það árið. End of Sentence mun feta í fótspor kvikmynda sem hafa í kjölfar þess að opna RIFF ferðast víða um heim og notið velgengni.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp