Íslenskur óperusöngvari slær i gegn í Austurríki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2019 19:45 Ungur Mosfellingur er að gera það gott í óperuheiminum því hann var valinn besti ungi listamaðurinn þegar tilnefnd var til Austurrísku Tónleikhúsverðlaunanna fyrir hlutverk, sem hann söng á síðasta ári. Maðurinn sem heitir Unnsteinn Árnason og er ekki nema tuttugu og átta ára og starfar, sem óperusöngvari við Tiroler Landestheater í Innsbruck í Austurríki. Unnsteinn og Verónika Ómarsdóttir hafa búið síðust sex ár í Austurríki, hann að læra óperusöng og starfar nú sem óperusöngvari og hún hefur verið að læra innanhússarkitekt. Veronika er Selfyssingur og því eru þau mikið þar þegar þau skjótast í sumarfrí til Íslands. Unnsteinn hefur getið sér gott orð sem óperusöngvari. Hann byrjaði sem hljómsveitastrákur í Mosfellsbæ sem söngvari en færði sig svo í klassískan söng í Söngskóla Reykjavíkur og sér ekki eftir því. „Ég er bassi, ég er að syngja bassa og það er nú bara þannig í þessum bransa að bassi syngur oftast gamla manninn eða pabbann, þannig að ég er enn þá nokkuð ungur miðað við að vera að syngja bassa“, segir Unnsteinn og glottir við tönn. Verðlaunagripurinn sem Unnsteinn fékk þegar hann var valinn besti ungi listamaðurinn þegar Austurrísku tónleikahúsaverðlaunin voru afhent í lok júní.AðsentUnnsteinn var mjög hissa en er jafnframt mjög stoltur af því að hafa verið í síðasta mánuði valin besti ungi listamaðurinn þegar Austurrísku tónleikahúsaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn. „Það er bara mikill heiður og ég er mjög ánægður með þetta, ég bjóst ekki við þessu. Þetta kom mér heldur bvetur á óvar því að ég var nú bara búin að vera starfandi eitt ár í Austurríki, þannig að ég get varla óskað mér betri byrjun þarna“. Unnsteinn og Veronika sem hafa verið í sumarfríi á Íslandi síðustu vikur en þau fara aftur til Austurríkis 6. ágúst.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Unnsteinn segir að verðlaunin séu mjög góð á ferilskrá hans og veki athygli á honum sem óperusöngvara og gæti gefið honum fleiri og stærri hlutverk í óperuheiminum. Austurríki Árborg Menning Mosfellsbær Tónlist Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Ungur Mosfellingur er að gera það gott í óperuheiminum því hann var valinn besti ungi listamaðurinn þegar tilnefnd var til Austurrísku Tónleikhúsverðlaunanna fyrir hlutverk, sem hann söng á síðasta ári. Maðurinn sem heitir Unnsteinn Árnason og er ekki nema tuttugu og átta ára og starfar, sem óperusöngvari við Tiroler Landestheater í Innsbruck í Austurríki. Unnsteinn og Verónika Ómarsdóttir hafa búið síðust sex ár í Austurríki, hann að læra óperusöng og starfar nú sem óperusöngvari og hún hefur verið að læra innanhússarkitekt. Veronika er Selfyssingur og því eru þau mikið þar þegar þau skjótast í sumarfrí til Íslands. Unnsteinn hefur getið sér gott orð sem óperusöngvari. Hann byrjaði sem hljómsveitastrákur í Mosfellsbæ sem söngvari en færði sig svo í klassískan söng í Söngskóla Reykjavíkur og sér ekki eftir því. „Ég er bassi, ég er að syngja bassa og það er nú bara þannig í þessum bransa að bassi syngur oftast gamla manninn eða pabbann, þannig að ég er enn þá nokkuð ungur miðað við að vera að syngja bassa“, segir Unnsteinn og glottir við tönn. Verðlaunagripurinn sem Unnsteinn fékk þegar hann var valinn besti ungi listamaðurinn þegar Austurrísku tónleikahúsaverðlaunin voru afhent í lok júní.AðsentUnnsteinn var mjög hissa en er jafnframt mjög stoltur af því að hafa verið í síðasta mánuði valin besti ungi listamaðurinn þegar Austurrísku tónleikahúsaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn. „Það er bara mikill heiður og ég er mjög ánægður með þetta, ég bjóst ekki við þessu. Þetta kom mér heldur bvetur á óvar því að ég var nú bara búin að vera starfandi eitt ár í Austurríki, þannig að ég get varla óskað mér betri byrjun þarna“. Unnsteinn og Veronika sem hafa verið í sumarfríi á Íslandi síðustu vikur en þau fara aftur til Austurríkis 6. ágúst.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Unnsteinn segir að verðlaunin séu mjög góð á ferilskrá hans og veki athygli á honum sem óperusöngvara og gæti gefið honum fleiri og stærri hlutverk í óperuheiminum.
Austurríki Árborg Menning Mosfellsbær Tónlist Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira