Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 19:00 Miklar væntingar voru gerðar til Guðrúnar Ósk hjá Stjörnunni en hún náði aðeins tveimur leikjum með liðinu. vísir/ernir Handboltamarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir hvetur leikmenn til skoða vel þá samninga sem þeir skrifa undir eftir að Stjarnan rifti einhliða samningi hennar við félagið. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð með Fram gekk Guðrún Ósk í raðir Stjörnunnar vorið 2018. Síðasta tímabil var hins vegar endasleppt hjá henni. Í leik gegn Selfossi í 2. umferð fékk Guðrún Ósk skot í höfuðið og hefur ekkert spilað síðan þá. Höfuðmeiðslin hafa einnig haft mikil áhrif á daglegt líf Guðrúnar Óskar. Í maí rifti Stjarnan svo samningi sínum við hana. „Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem gildir frá 1.-10. maí. Mig minnir að 8. eða 9. maí hafi ég fengið símtal frá formanninum um að samningnum yrði rift og ég þyrfti að skrifa undir skjal sem ég skoðaði betur með manninum mínum,“ sagði Guðrún Ósk í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum. „Hann lét vini sína í lögfræðinni skoða það líka og við ákváðum að við vildum fá aðeins meira rými til að skoða þetta áður en við skrifuðum undir. Ég fór með þau svör til Stjörnunnar. Stuttu seinna sögðust þau hafa rætt við sína lögfræðinga og það væri ekki nauðsynlegt fyrir mig að skrifa undir þetta skjal. Þau gætu rift samningnum einhliða.“ Guðrún Ósk vill hvetja aðra leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hún var ekki tryggð þar sem hún varð fyrir meiðslum í keppnisleik og hvorki heimilistryggingar hennar né samningur Stjörnunnar ná yfir meiðsli í keppnisleikjum. „Það hefði breytt ótrúlega miklu fyrir mig hefði ég verið með slíka tryggingu, að geta tekið mér þann tíma sem ég þurfti í batann áhyggjulaust,“ sagði Guðrún Ósk. „Það skiptir máli hvað stendur í samningnum. Þú getur ekki bara skrifað undir hvað sem er og gert ráð fyrir að allt verði gott og blessað.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Hvetur leikmenn til að kynna sér samninga sem þeir skrifa undir Garðabær Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir hvetur leikmenn til skoða vel þá samninga sem þeir skrifa undir eftir að Stjarnan rifti einhliða samningi hennar við félagið. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð með Fram gekk Guðrún Ósk í raðir Stjörnunnar vorið 2018. Síðasta tímabil var hins vegar endasleppt hjá henni. Í leik gegn Selfossi í 2. umferð fékk Guðrún Ósk skot í höfuðið og hefur ekkert spilað síðan þá. Höfuðmeiðslin hafa einnig haft mikil áhrif á daglegt líf Guðrúnar Óskar. Í maí rifti Stjarnan svo samningi sínum við hana. „Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem gildir frá 1.-10. maí. Mig minnir að 8. eða 9. maí hafi ég fengið símtal frá formanninum um að samningnum yrði rift og ég þyrfti að skrifa undir skjal sem ég skoðaði betur með manninum mínum,“ sagði Guðrún Ósk í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum. „Hann lét vini sína í lögfræðinni skoða það líka og við ákváðum að við vildum fá aðeins meira rými til að skoða þetta áður en við skrifuðum undir. Ég fór með þau svör til Stjörnunnar. Stuttu seinna sögðust þau hafa rætt við sína lögfræðinga og það væri ekki nauðsynlegt fyrir mig að skrifa undir þetta skjal. Þau gætu rift samningnum einhliða.“ Guðrún Ósk vill hvetja aðra leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hún var ekki tryggð þar sem hún varð fyrir meiðslum í keppnisleik og hvorki heimilistryggingar hennar né samningur Stjörnunnar ná yfir meiðsli í keppnisleikjum. „Það hefði breytt ótrúlega miklu fyrir mig hefði ég verið með slíka tryggingu, að geta tekið mér þann tíma sem ég þurfti í batann áhyggjulaust,“ sagði Guðrún Ósk. „Það skiptir máli hvað stendur í samningnum. Þú getur ekki bara skrifað undir hvað sem er og gert ráð fyrir að allt verði gott og blessað.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Hvetur leikmenn til að kynna sér samninga sem þeir skrifa undir
Garðabær Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti