Segir NS hafa ákveðið að vera „gjallarhorn fyrir tóma vitleysu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:12 Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur að samtökunum hafi gengið gott eitt til þegar þau höfðu í frammi gagnrýni á flugfélagið Icelandair en ráðleggur þeim að elta ekki frekjukröfur. Fréttablaðið/sigtryggur Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur málflutning samtakanna um leiguflugvélar flugfélagsins Icelandair vera á villigötum. Gagnrýnin hafi verið ómakleg og segist hann raunar taka hatt sinn ofan fyrir stjórnendum Icelandair sem hafi gengið rösklega til verks til að standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum sínum sem treysti á flugfélagið til að koma sér á leiðarenda. Ólafur kom umvöndunum sínum á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook. Neytendasamtökin fóru á dögunum fram á að Icelandair deili mögulegum bótum frá flugvélaframleiðandanum Boeing - vegna MAX flugvélanna – með þeim farþegum sem hafi neyðst til að fljúga með leiguflugvélum Icelandair. Ótal kvartanir hafa borist samtökunum frá fólki sem keypti flug með Icelandair sem segjast ekki hafa fengið þá þjónustu sem greitt var fyrir.Sjá nánar: Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegumÆttu síður að elta „frekjukröfur“ Ólafi finnst Icelandair hafa staðið sig með sóma við erfiðar og fordæmalausar aðstæður. Hann segir að mun auðveldara og ódýrara hefði verið fyrir félagið að aflýsa flugferðum vegna málsins en það hefði komið illa við viðskiptavini og skilið þá eftir á köldum klaka. Í stað þess að grípa til þess ráðs að aflýsa ferðum hafi félagið tryggt öllum sínum viðskiptavinum örugga ferð á áfangastað með miklum kostnaði sem muni bitna á afkomu félagsins í ár. „Þó neytendur kvarti við Neytendasamtökin yfir því að fá ekki sömu afþreyingu eða sætabil og búist var við verða samtökin að skilja hismið frá kjarnanum og ekki elta frekjukröfur frá farþegum sem fengu flutning á sinn áfangastað en voru ekki skildir eftir á köldum klaka til að útvega sér nýtt flug með nánast engum fyrirvara.“ Samtökin verði að sýna skynsemi en ekki vera „gjallarhorn fyrir hvaða vitleysu sem er“.Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, segir stjórnendur Icelandair hafa mátt gera margt betur.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki segir NS ekki búa mál til Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, brást við fullyrðingum Ólafs og sagði að ekki allir gerðu sér grein fyrir því að Neytendasamtökin hefðu ekki frumkvæði að málum. „Þegar fjöldi félagsmanna hefur samband og kvartar yfir sama málinu verður að segja frá. Vissulega hafa allir skilning á stöðunni sem Icelandair er í, en það er meðal hlutverka Neytendasamtakanna að brýna fyrirtæki til betri verka.“ Þannig hefði félagið geta látið viðskiptavini sína vita með góðum fyrirvara ef gerðar hafa verið breytingar. „Og stilla þannig væntingar og gefa fólki tóm til að gera aðrar ráðstafanir standi vilji þeirra til þess,“ segir Breki. Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Fiskveiðistjórnun, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur málflutning samtakanna um leiguflugvélar flugfélagsins Icelandair vera á villigötum. Gagnrýnin hafi verið ómakleg og segist hann raunar taka hatt sinn ofan fyrir stjórnendum Icelandair sem hafi gengið rösklega til verks til að standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum sínum sem treysti á flugfélagið til að koma sér á leiðarenda. Ólafur kom umvöndunum sínum á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook. Neytendasamtökin fóru á dögunum fram á að Icelandair deili mögulegum bótum frá flugvélaframleiðandanum Boeing - vegna MAX flugvélanna – með þeim farþegum sem hafi neyðst til að fljúga með leiguflugvélum Icelandair. Ótal kvartanir hafa borist samtökunum frá fólki sem keypti flug með Icelandair sem segjast ekki hafa fengið þá þjónustu sem greitt var fyrir.Sjá nánar: Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegumÆttu síður að elta „frekjukröfur“ Ólafi finnst Icelandair hafa staðið sig með sóma við erfiðar og fordæmalausar aðstæður. Hann segir að mun auðveldara og ódýrara hefði verið fyrir félagið að aflýsa flugferðum vegna málsins en það hefði komið illa við viðskiptavini og skilið þá eftir á köldum klaka. Í stað þess að grípa til þess ráðs að aflýsa ferðum hafi félagið tryggt öllum sínum viðskiptavinum örugga ferð á áfangastað með miklum kostnaði sem muni bitna á afkomu félagsins í ár. „Þó neytendur kvarti við Neytendasamtökin yfir því að fá ekki sömu afþreyingu eða sætabil og búist var við verða samtökin að skilja hismið frá kjarnanum og ekki elta frekjukröfur frá farþegum sem fengu flutning á sinn áfangastað en voru ekki skildir eftir á köldum klaka til að útvega sér nýtt flug með nánast engum fyrirvara.“ Samtökin verði að sýna skynsemi en ekki vera „gjallarhorn fyrir hvaða vitleysu sem er“.Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, segir stjórnendur Icelandair hafa mátt gera margt betur.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki segir NS ekki búa mál til Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, brást við fullyrðingum Ólafs og sagði að ekki allir gerðu sér grein fyrir því að Neytendasamtökin hefðu ekki frumkvæði að málum. „Þegar fjöldi félagsmanna hefur samband og kvartar yfir sama málinu verður að segja frá. Vissulega hafa allir skilning á stöðunni sem Icelandair er í, en það er meðal hlutverka Neytendasamtakanna að brýna fyrirtæki til betri verka.“ Þannig hefði félagið geta látið viðskiptavini sína vita með góðum fyrirvara ef gerðar hafa verið breytingar. „Og stilla þannig væntingar og gefa fólki tóm til að gera aðrar ráðstafanir standi vilji þeirra til þess,“ segir Breki.
Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Fiskveiðistjórnun, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41