Fortnite-kappar bítast um hundruð milljóna Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 07:13 Búið er að koma upp heljarinnar sviði í Arthur Ashe-höllinni þar sem tölvuleikjaspilarar munu leika listir sínar fyrir framan tugþúsundir áhorfenda. Getty/Steven Ryan Heimsmeistaramótið í fjölspilunartölvuleiknum Fortnite hefst í New York í dag. Mótið stendur yfir alla helgina og munu 100 keppendur ekki aðeins berjast um hinn eftirsótta heimsmeistaratitil heldur jafnframt rúmlega 360 milljónir króna í verðlaunafé. Um er að ræða mesta verðlaunafé sem nokkurn tímann hefur verið útdeilt á rafíþróttamóti en heildarfjárhæð vinninga á Fortnite-mótinu nemur alls rúmlega 3,6 milljörðum króna. Allir 100 keppendurnir, sem fæstir hafa náð 16 ára aldri, fá að minnsta kosti 6 milljónir króna í sinn hlut fyrir það eitt að öðlast þátttökurétt á mótinu. Verðlaunaféð hækkar þó hratt eftir því sem betur gengur. Þannig munu keppendur sem hafna í öðru, þriðja og fjórða sæti allir fá meira en hundrað milljónir króna í vasann. Flestir keppendurnir á heimsmeistaramótinu eru frá Bandaríkjunum en alls eiga 30 þjóðir sinn fulltrúa. Þá munu jafnframt tugþúsundir áhorfenda fylgjast með mótinu, sem fram fer í Arthur Ashe-tennishöllinni í New York, og áætlað er að milljónir til viðbótar fylgist með beinu streymi í gegnum netið. Áhorfendafjöldinn er í samræmi við vinsældir Fortnite en talið er að um 250 milljón manns spili leikinn reglulega. Um er að ræða skotleik sem snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Vísir mun sýna beint frá mótinu, sem hefst klukkan 16:15 í dag, en nánar má fræðast um heimsmeistaramótið í Fortnite með því að smella hér. Leikjavísir Rafíþróttir Tengdar fréttir Féþúfan Fortnite? Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. 17. október 2018 08:00 Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum Tillögu Sjálfstæðisflokksins um deildir fyrir rafíþróttir innan íþróttafélaga vel tekið í borgarstjórn. Borgarfulltrúi segir breytingar geta rofið félagslega einangrun barna og ungmenna. Formenn helstu íþróttafélaga styðja tillöguna. 3. apríl 2019 06:00 Endaði númer 206 af 20 milljónum: Tómas spilar Fortnite upp í sex klukkustundir á dag Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Heimsmeistaramótið í fjölspilunartölvuleiknum Fortnite hefst í New York í dag. Mótið stendur yfir alla helgina og munu 100 keppendur ekki aðeins berjast um hinn eftirsótta heimsmeistaratitil heldur jafnframt rúmlega 360 milljónir króna í verðlaunafé. Um er að ræða mesta verðlaunafé sem nokkurn tímann hefur verið útdeilt á rafíþróttamóti en heildarfjárhæð vinninga á Fortnite-mótinu nemur alls rúmlega 3,6 milljörðum króna. Allir 100 keppendurnir, sem fæstir hafa náð 16 ára aldri, fá að minnsta kosti 6 milljónir króna í sinn hlut fyrir það eitt að öðlast þátttökurétt á mótinu. Verðlaunaféð hækkar þó hratt eftir því sem betur gengur. Þannig munu keppendur sem hafna í öðru, þriðja og fjórða sæti allir fá meira en hundrað milljónir króna í vasann. Flestir keppendurnir á heimsmeistaramótinu eru frá Bandaríkjunum en alls eiga 30 þjóðir sinn fulltrúa. Þá munu jafnframt tugþúsundir áhorfenda fylgjast með mótinu, sem fram fer í Arthur Ashe-tennishöllinni í New York, og áætlað er að milljónir til viðbótar fylgist með beinu streymi í gegnum netið. Áhorfendafjöldinn er í samræmi við vinsældir Fortnite en talið er að um 250 milljón manns spili leikinn reglulega. Um er að ræða skotleik sem snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Vísir mun sýna beint frá mótinu, sem hefst klukkan 16:15 í dag, en nánar má fræðast um heimsmeistaramótið í Fortnite með því að smella hér.
Leikjavísir Rafíþróttir Tengdar fréttir Féþúfan Fortnite? Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. 17. október 2018 08:00 Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum Tillögu Sjálfstæðisflokksins um deildir fyrir rafíþróttir innan íþróttafélaga vel tekið í borgarstjórn. Borgarfulltrúi segir breytingar geta rofið félagslega einangrun barna og ungmenna. Formenn helstu íþróttafélaga styðja tillöguna. 3. apríl 2019 06:00 Endaði númer 206 af 20 milljónum: Tómas spilar Fortnite upp í sex klukkustundir á dag Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Féþúfan Fortnite? Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. 17. október 2018 08:00
Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum Tillögu Sjálfstæðisflokksins um deildir fyrir rafíþróttir innan íþróttafélaga vel tekið í borgarstjórn. Borgarfulltrúi segir breytingar geta rofið félagslega einangrun barna og ungmenna. Formenn helstu íþróttafélaga styðja tillöguna. 3. apríl 2019 06:00
Endaði númer 206 af 20 milljónum: Tómas spilar Fortnite upp í sex klukkustundir á dag Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. 15. febrúar 2019 11:30