Guðmundur Þórarinsson og samherjar hans í IFK Norrköping fara með tveggja marka forskot til Lettlands eftir 2-0 sigur á FK Liepaja í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Fyrri leikur liðanna fór fram í Svíþjóð í kvöld og Selfyssingurinn Guðmundur var að sjálfsögðu á miðjunni hjá Norrköping. Hann lék allan leikinn þar.
Það leið innan við mínúta áður en fyrsta markið kom en vængmaðurinin Simon Thern skoraði þá. Það var svo fyrrum leikmaður West Ham, Sead Haksabanovic, sem skoraði annað markið tíu mínútum fyrir leikslok.
Svíarnir fara því með tveggja marka forskot til Lettlands en liðin mætast þar að viku liðinni. Leikurinn er liður í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en fara þarf í gegnum fjórar umferðir til að komast í riðlakeppnina.
Tveggja marka forskot Guðmundar og félaga
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn