Hlaupaleið Reykjavíkurmaraþonsins breytt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 20:48 Hlaupið fer fram 24. ágúst næstkomandi. RMÍ Hlaupaleið maraþonsins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið breytt umtalsvert frá hlaupi síðasta árs. Hlaupsstjóri maraþonsins segir breytingarnar hafa verið gerðar í því skyni að auka stemningu við hlaupið. Hin nýja leið er fjölbreyttari en sú gamla og verður hlaupinn hringur í stað þess að hlaupara þurfi að hlaupa sömu leiðina tvisvar í sömu átt. Breytingin felur einnig í sér að leiðin liggur nú í meira mæli í gegn um íbúagötur heldur en fyrri ár. Áfram verður hlaupið í gegn um hverfi í vesturbænum og á Seltjarnarnesi, en nú hafa hverfi á borð við Túnin, Teiga, Vogana og Laugardalinn bæst við leiðina. Þá verða síðustu kílómetrar hinnar rúmlega 42 kílómetra leiðar hlaupnir meðfram meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu, en áður hafði verið hlaupið meðfram ströndinni við Seltjarnarnes.Kort af nýju hlaupaleiðinni.Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupsstjóri Reykjavíkurmaraþonsins, sagði í samtali við Vísi í kvöld að ástæða breytinganna væri ábendingar hlaupara um galla gömlu leiðarinnar. Hlauparar hafi kvartað yfir því að hafa verið einir hluta leiðarinnar. „Við ákváðum að færa brautina meira inn í íbúagötur,“ segir Jóna og bætir við að litið hafi verið til tíu kílómetra hlaupsins sem hlaupið er í gegn um fjölda íbúagatna. „Við höfum reynslu af því að þar er gríðarleg stemning. Jóna segir undirbúning við hlaup ársins hafa hafist um leið og búið hafi verið að ganga frá eftir hlaup síðasta árs. Vinnuhópur hafi verið settur saman, og samanstóð hann meðal annars af reyndum hlaupurum. Tillögum um breytingu á leiðinni hafi verið tekið vel. Með breytingunum segist Jóna vonast eftir aukinni stemningu í maraþoninu og að íbúar hinna nýju gatna fylgi eftir sið sem skapast hefur í kringum hlaupið, þar sem íbúar húsa sem hlaupið er fram hjá koma út og hvetja hlaupara til dáða. Að lokum segist Jóna gera ráð fyrir því að götulokanir í tengslum við hlaupið verði vel auglýstar, en loka þarf einhverjum götum vegna hlaupsins, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Hlaupaleið maraþonsins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið breytt umtalsvert frá hlaupi síðasta árs. Hlaupsstjóri maraþonsins segir breytingarnar hafa verið gerðar í því skyni að auka stemningu við hlaupið. Hin nýja leið er fjölbreyttari en sú gamla og verður hlaupinn hringur í stað þess að hlaupara þurfi að hlaupa sömu leiðina tvisvar í sömu átt. Breytingin felur einnig í sér að leiðin liggur nú í meira mæli í gegn um íbúagötur heldur en fyrri ár. Áfram verður hlaupið í gegn um hverfi í vesturbænum og á Seltjarnarnesi, en nú hafa hverfi á borð við Túnin, Teiga, Vogana og Laugardalinn bæst við leiðina. Þá verða síðustu kílómetrar hinnar rúmlega 42 kílómetra leiðar hlaupnir meðfram meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu, en áður hafði verið hlaupið meðfram ströndinni við Seltjarnarnes.Kort af nýju hlaupaleiðinni.Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupsstjóri Reykjavíkurmaraþonsins, sagði í samtali við Vísi í kvöld að ástæða breytinganna væri ábendingar hlaupara um galla gömlu leiðarinnar. Hlauparar hafi kvartað yfir því að hafa verið einir hluta leiðarinnar. „Við ákváðum að færa brautina meira inn í íbúagötur,“ segir Jóna og bætir við að litið hafi verið til tíu kílómetra hlaupsins sem hlaupið er í gegn um fjölda íbúagatna. „Við höfum reynslu af því að þar er gríðarleg stemning. Jóna segir undirbúning við hlaup ársins hafa hafist um leið og búið hafi verið að ganga frá eftir hlaup síðasta árs. Vinnuhópur hafi verið settur saman, og samanstóð hann meðal annars af reyndum hlaupurum. Tillögum um breytingu á leiðinni hafi verið tekið vel. Með breytingunum segist Jóna vonast eftir aukinni stemningu í maraþoninu og að íbúar hinna nýju gatna fylgi eftir sið sem skapast hefur í kringum hlaupið, þar sem íbúar húsa sem hlaupið er fram hjá koma út og hvetja hlaupara til dáða. Að lokum segist Jóna gera ráð fyrir því að götulokanir í tengslum við hlaupið verði vel auglýstar, en loka þarf einhverjum götum vegna hlaupsins, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst næstkomandi.
Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira