Avengers: Endgame náði þessum áfanga um liðna helgi þegar ljóst var að myndin hafði þénað 2,79 milljarða dollara á heimsvísu en Avatar þénaði 2,78 milljarða á heimsvísu fyrir um áratug.
Fyrr á árinu hafði Cameron óskað Marvel til hamingju með að Endgame hafði komist yfir kvikmynd hans Titanic í tekjum. Avengers: Endgame hefur slegið fjölda meta, þar á meðal fyrir stærstu opnunarhelgi allra tíma en myndin þénaði 1,2 milljarða dollara á heimsvísu fyrstu helgina sína.
James Cameron er hvergi nærri hættur að framleiða myndir en hann er með í bígerð fjórar Avatar myndir en sú fyrsta verður frumsýnd í desember árið 2021.
