„Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. júlí 2019 19:00 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði segir að nýjast skýrsla Fitch Rating spái stöðnun í efnahagslífinu á árinu en ekki samdrætti. Síðustu mánuði hafa greiningar-og fjármálastofnanir spáð nokkurri niðursveiflu í hagvexti hér á landi og þar er mest spáð um tæplega tveggja prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings kemur er hins vegar spáð stöðnun en ekki samdrætti. Þar kemur enn fremur fram að íslenskt efnahagslíf sterkt, hér séu sterkir innviðir, há laun, mikill mannauður og lánshæfi ríkissjóðs er metið í A-flokki. Veikleikar kerfisins felist hins vegar í litlu efnahagskerfi og einhæfum útflutningi og sveiflur þar geti haft meiri áhrif á efnahagslífið en í stærri og fjölbreyttari hagkerfum eins og fall WOW air, loðnubresturinn á árinu og kyrrsetning Boeing-véla Icelandair hafi sýnt. Fall WOW air hafi hins vegar ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir og strax á næsta ári er spáð hagvexti á ný. Þórólfur G. Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir skýrsluna frekar jákvæða. „Þetta er ekki svartnættisskýrsla heldur þvert á móti það er verið að halda svona vel í horfinu í efnahagslífinu,“ segir Þórólfur. Þá virðist fall WOW air frekar hafa komið niður á erlendum fyrirtækjum. „Skuldir vegna falls WOW air virðast hafa komið niður á öðrum aðilum en innlendum að greiða. Við höfum kannski verið svolítið flink í að koma slæmum áföllum yfir á útlendinga,“ segir Þórólfur. Álit útlendinga á innviðum sé stundum annað en hjá heimamönnum. Til að mynda sé sérstaklega nefnt í skýrslunni að hér séu sterkir innviðir. „Þetta lítur svolítið öðruvísi út þegar það er horft er á það utanfrá en þegar við lítum á það sjálf og sjáum ekkert nema svartnætti í hverju horni,“ segir Þórólfur. Þórólfur nefnir hins vegar að ekki komi fram í skýrslunni spá um hver áhrif lokunnar kerskála í Álverinu í Straumsvík hafi mögulega á tekjutap hjá Landsvirkjun og þá hagvöxtinn. „Það getur haft áhrif á spánna ef það dregst að opna kerskálann,“ segir Þórólfur. Efnahagsmál WOW Air Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Síðustu mánuði hafa greiningar-og fjármálastofnanir spáð nokkurri niðursveiflu í hagvexti hér á landi og þar er mest spáð um tæplega tveggja prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings kemur er hins vegar spáð stöðnun en ekki samdrætti. Þar kemur enn fremur fram að íslenskt efnahagslíf sterkt, hér séu sterkir innviðir, há laun, mikill mannauður og lánshæfi ríkissjóðs er metið í A-flokki. Veikleikar kerfisins felist hins vegar í litlu efnahagskerfi og einhæfum útflutningi og sveiflur þar geti haft meiri áhrif á efnahagslífið en í stærri og fjölbreyttari hagkerfum eins og fall WOW air, loðnubresturinn á árinu og kyrrsetning Boeing-véla Icelandair hafi sýnt. Fall WOW air hafi hins vegar ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir og strax á næsta ári er spáð hagvexti á ný. Þórólfur G. Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir skýrsluna frekar jákvæða. „Þetta er ekki svartnættisskýrsla heldur þvert á móti það er verið að halda svona vel í horfinu í efnahagslífinu,“ segir Þórólfur. Þá virðist fall WOW air frekar hafa komið niður á erlendum fyrirtækjum. „Skuldir vegna falls WOW air virðast hafa komið niður á öðrum aðilum en innlendum að greiða. Við höfum kannski verið svolítið flink í að koma slæmum áföllum yfir á útlendinga,“ segir Þórólfur. Álit útlendinga á innviðum sé stundum annað en hjá heimamönnum. Til að mynda sé sérstaklega nefnt í skýrslunni að hér séu sterkir innviðir. „Þetta lítur svolítið öðruvísi út þegar það er horft er á það utanfrá en þegar við lítum á það sjálf og sjáum ekkert nema svartnætti í hverju horni,“ segir Þórólfur. Þórólfur nefnir hins vegar að ekki komi fram í skýrslunni spá um hver áhrif lokunnar kerskála í Álverinu í Straumsvík hafi mögulega á tekjutap hjá Landsvirkjun og þá hagvöxtinn. „Það getur haft áhrif á spánna ef það dregst að opna kerskálann,“ segir Þórólfur.
Efnahagsmál WOW Air Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira