Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Birgir Olgeirsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 8. ágúst 2019 13:36 Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara. Vísir/Sigurjón Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags Eldri borgara, segir það koma vel til greina að hluti stjórnar félagsins segi af sér vegna mistaka sem gerð voru við áætlun byggingar íbúða fyrir félagsmenn að Árskógum í Reykjavík. Í samtali við Vísi segist Sigríður skilja vel gremju þeirra kaupenda sem eru nú krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Byggingarnefndin gerði ekki ráð fyrir fjármagnskostnaði og vöxtum á því langa tímabili sem tók að reisa þessar íbúðir en upphaflega átti framkvæmdin að kosta 3,8 milljarða en fór fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Var því ákveðið að ganga á kaupendur þessara 68 íbúða og þeir beðnir um að fallast á að greiða milljónir til viðbótar ellegar yrði fallið frá kaupunum. Hefur Félag eldri borgara í Reykjavík fundað með hverjum kaupanda einslega en þegar þetta er ritað hefur verið rætt við um 30 kaupendur og hafa 20 til 25 þeirra fallist á skilmálanna að sögn Sigríðar. Aðrir hafa boðað að þeir ætli að höfða mál á hendur félagsins vegna þessa.Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína.Vísir/FriðrikSigríður segir kaupendum í sjálfsvald sett hvað þeir gera, hvort þeir fallist á skilmálanna, skili íbúðinni og fái endurgreitt eða höfði mál. Hún bendir þó á að þrátt fyrir þessa hækkun séu þeir sem kaupa íbúðirnar enn að fá þær á afar hagstæðu verði. Hún segir félagið ekki burðugt til að standa undir þessu fjártjóni eitt og sér, ef höfðað verði mál sé ekki mikið að sækja hjá félaginu sem er rekur sig á félagsgjöldum og á hluta í húsi þar sem það er með skrifstofur. Hefur því verið haldið fram að félagið fari í þrot verði höfðað mál gegn því. Sigríður segir stjórn félagsins hafa skipað byggingarnefnd og stjórnin sé auðvitað ábyrg fyrir því sem byggingarnefnd gerir. „Við erum ekkert að reyna að skorast undan þessari ábyrgð og erum mjög leið yfir þessu. Við skiljum kaupendur mjög vel.“Kemur til greina að hluti stjórnar segi af sér? „Mér finnst það alveg vera í myndinni, algjörlega,“ svarar Sigríður. Hún segir félagið afar leitt yfir þessari stöðu. „Þetta er bara ofboðslega leiðinlegt að þetta skyldi hafa gerst og því miður er þetta bara svona og við getum ekkert gert nema að krafsa okkur úr málinu.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags Eldri borgara, segir það koma vel til greina að hluti stjórnar félagsins segi af sér vegna mistaka sem gerð voru við áætlun byggingar íbúða fyrir félagsmenn að Árskógum í Reykjavík. Í samtali við Vísi segist Sigríður skilja vel gremju þeirra kaupenda sem eru nú krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Byggingarnefndin gerði ekki ráð fyrir fjármagnskostnaði og vöxtum á því langa tímabili sem tók að reisa þessar íbúðir en upphaflega átti framkvæmdin að kosta 3,8 milljarða en fór fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Var því ákveðið að ganga á kaupendur þessara 68 íbúða og þeir beðnir um að fallast á að greiða milljónir til viðbótar ellegar yrði fallið frá kaupunum. Hefur Félag eldri borgara í Reykjavík fundað með hverjum kaupanda einslega en þegar þetta er ritað hefur verið rætt við um 30 kaupendur og hafa 20 til 25 þeirra fallist á skilmálanna að sögn Sigríðar. Aðrir hafa boðað að þeir ætli að höfða mál á hendur félagsins vegna þessa.Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína.Vísir/FriðrikSigríður segir kaupendum í sjálfsvald sett hvað þeir gera, hvort þeir fallist á skilmálanna, skili íbúðinni og fái endurgreitt eða höfði mál. Hún bendir þó á að þrátt fyrir þessa hækkun séu þeir sem kaupa íbúðirnar enn að fá þær á afar hagstæðu verði. Hún segir félagið ekki burðugt til að standa undir þessu fjártjóni eitt og sér, ef höfðað verði mál sé ekki mikið að sækja hjá félaginu sem er rekur sig á félagsgjöldum og á hluta í húsi þar sem það er með skrifstofur. Hefur því verið haldið fram að félagið fari í þrot verði höfðað mál gegn því. Sigríður segir stjórn félagsins hafa skipað byggingarnefnd og stjórnin sé auðvitað ábyrg fyrir því sem byggingarnefnd gerir. „Við erum ekkert að reyna að skorast undan þessari ábyrgð og erum mjög leið yfir þessu. Við skiljum kaupendur mjög vel.“Kemur til greina að hluti stjórnar segi af sér? „Mér finnst það alveg vera í myndinni, algjörlega,“ svarar Sigríður. Hún segir félagið afar leitt yfir þessari stöðu. „Þetta er bara ofboðslega leiðinlegt að þetta skyldi hafa gerst og því miður er þetta bara svona og við getum ekkert gert nema að krafsa okkur úr málinu.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01
Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55