Bone-orðin 10: Heiða vill rómantíska nautnaseggi Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. ágúst 2019 22:15 Heiða Skúladóttir viðskiptafræðinemi deilir því með Makamálum hvað henni finnst aðlaðandi og óaðlaðandi í fari karlmanna. Heiða Skúladóttir er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og er þessa dagana að leggja lokahönd á BS ritgerðina sína. Á sumrin vinnur hún einnig sem flugfreyja og er góður matur, rauðvín, tíska og 90s teiknimyndir eru eitt af hennar mörgu áhugamálum. Makamál fengu að forvitnast aðeins meira og heyra hver tíu Bone-orðin hennar Heiðu eru.ON: 1. Sjálfsöryggi. Það er fátt meira aðlaðandi en karlmaður sem að líður vel í eigin skinni, enda endurspeglast það í því hvernig hann kemur fram við fólkið í kringum sig. 2. Metnaður. Það er sjóðandi heitt að brenna fyrir einhverju hvort sem það er vinna eða áhugamál. 3. Rómantískur nautnaseggur. Ég er sjálf mikið fyrir góðan mat og gott vín og viðkomandi þyrfti að vera það líka, enda legg ég mikla áherslu á að vera gott teymi í eldhúsinu. Stundum þarf kona líka að fá blóm og gullhamra. 4. Húmor. Það verður að vera stutt í grínið og hægt að taka tilverunni af léttúð. Svo er líka bara svo gott að hlæja. 5. Framkoma og tískuvit. Kurteisi og einlægni endurspeglar hvaða mann fólk hefur að geyma. Svo skemmir ekki fyrir að vera huggulegur til fara.OFF: 1. Afbrýðisemi og vantraust. Afbrýðisemi er systir minnimáttarkenndar og er rauðasti fáninn í mínum bókum. 2. Óáreiðanleiki. Að segjast ætla að gera eitthvað en gera það svo ekki er sennilega einn af verstu eiginleikum sem einstaklingur getur búið yfir. 3. Að gangast ekki við mistökum. „Fyrirgefðu, ég hafði rangt fyrir mér“ er máttug setning sem fólk ætti að vera duglegra að nota. Undirrituð er sjálf að vinna í þessu. 4. Leti og aðgerðarleysi. Að undanskildum einstaka letidögum. Stefnumót sem krefjast lágmarks efforts verða mjög þreytandi til lengdar, bókstaflega. Stundum þarf að labba uppá fjall eða plana eitthvað óvænt. 5. Dónaskapur og stælar. Þetta á sérstaklega við um djamm, maður sem drekkur illa eða er leiðinlegur í glasi er algjört no-go.Leti og afbrýðisemi eru eiginleikar sem Heiðu finnast afar óheillandi. Hún segir að stefnumót sem krefjast lágmarks undirbúnings verða mjög þreytandi til lengdar.Makamál þakka Heiðu kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Bone-orðin 10 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Heiða Skúladóttir er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og er þessa dagana að leggja lokahönd á BS ritgerðina sína. Á sumrin vinnur hún einnig sem flugfreyja og er góður matur, rauðvín, tíska og 90s teiknimyndir eru eitt af hennar mörgu áhugamálum. Makamál fengu að forvitnast aðeins meira og heyra hver tíu Bone-orðin hennar Heiðu eru.ON: 1. Sjálfsöryggi. Það er fátt meira aðlaðandi en karlmaður sem að líður vel í eigin skinni, enda endurspeglast það í því hvernig hann kemur fram við fólkið í kringum sig. 2. Metnaður. Það er sjóðandi heitt að brenna fyrir einhverju hvort sem það er vinna eða áhugamál. 3. Rómantískur nautnaseggur. Ég er sjálf mikið fyrir góðan mat og gott vín og viðkomandi þyrfti að vera það líka, enda legg ég mikla áherslu á að vera gott teymi í eldhúsinu. Stundum þarf kona líka að fá blóm og gullhamra. 4. Húmor. Það verður að vera stutt í grínið og hægt að taka tilverunni af léttúð. Svo er líka bara svo gott að hlæja. 5. Framkoma og tískuvit. Kurteisi og einlægni endurspeglar hvaða mann fólk hefur að geyma. Svo skemmir ekki fyrir að vera huggulegur til fara.OFF: 1. Afbrýðisemi og vantraust. Afbrýðisemi er systir minnimáttarkenndar og er rauðasti fáninn í mínum bókum. 2. Óáreiðanleiki. Að segjast ætla að gera eitthvað en gera það svo ekki er sennilega einn af verstu eiginleikum sem einstaklingur getur búið yfir. 3. Að gangast ekki við mistökum. „Fyrirgefðu, ég hafði rangt fyrir mér“ er máttug setning sem fólk ætti að vera duglegra að nota. Undirrituð er sjálf að vinna í þessu. 4. Leti og aðgerðarleysi. Að undanskildum einstaka letidögum. Stefnumót sem krefjast lágmarks efforts verða mjög þreytandi til lengdar, bókstaflega. Stundum þarf að labba uppá fjall eða plana eitthvað óvænt. 5. Dónaskapur og stælar. Þetta á sérstaklega við um djamm, maður sem drekkur illa eða er leiðinlegur í glasi er algjört no-go.Leti og afbrýðisemi eru eiginleikar sem Heiðu finnast afar óheillandi. Hún segir að stefnumót sem krefjast lágmarks undirbúnings verða mjög þreytandi til lengdar.Makamál þakka Heiðu kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Bone-orðin 10 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira