Miklu meiri hetjudáð að sigrast á fíknivanda en að hjóla þvert yfir landið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 13:45 Rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi ætlar að hjóla og hlaupa fyrir samtök sem hann segir hafa bjargað lífi dóttur sinnar. Aðsent Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, ætlar að hjóla þvert yfir landið á reiðhjólinu sínu og ljúka túrnum á tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst. Hann stefnir á brottför næsta laugardag. Þetta gerir hann til að styrkja félagasamtökin Samhjálp sem reka meðal annars meðferðarheimili og styðja við þá einstaklinga sem eiga um sárt að binda. Björguðu lífi dóttur hans „Þetta er bara eitt af þeim félagasamtökum sem bjarga lífum ungs fólks á íslandi. Ég þekki það bara af eigin reynslu vegna þess að dóttir mín var hætt komin af neyslu fíkniefna. Hún komst að hjá þeim í meðferð þannig að ég hef bara sagt, hún var það illa farin, að þau hafa bara bjargað lífi hennar,“ segir Óskar Þór í samtali við fréttastofu. Það var einmitt dóttir hans sem skoraði á hann að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið í fyrra. Í dag hefur dóttir hans verið edrú í þrjú ár og þrjá mánuði og vegnar vel í lífinu. Hún starfar á hjúkrunarheimili og er í sjúkraliðaskólanum. „Sumir hafa verið að vorkenna mér að vera að leggja það á mig að hjóla yfir Ísland. Ég hef nú bara sagt að það er engin hetjudáð fólgin í því að setjast upp á hjól og hjóla um hálendið. Það er hetjudáð fólgin í því að komast út úr svona fíknivanda,“ segir Óskar Þór. Kerfið verði að geta gripið fólk þegar það er tilbúið Fólk í fíknivanda þurfi að sýna þrautseigju og mikla ákveðni. „Þú þarft að vera rosalega ákveðinn því það er engin tilfinning, virðist vera, sterkari en ákallið eftir næsta skammti. Maður hefur svo oft séð það að fólk sem á við þennan vanda að stríða að það er alveg sama hvað þú segir við það eða gerir fyrir það; það er bara næsti skammtur sem skiptir máli. Fyrir utan það að þegar menn stíga svo skrefið að þá er vanlíðanin í ákveðinn tíma á eftir nær óbærileg,“ útskýrir Óskar Þór. Þess vegna sé mikilvægt að fólk komist strax í meðferð um leið og það finnur að það sé tilbúið að snúa við blaðinu og verða edrú. „Við erum bara, sem þjóð, alls ekki að gera nógu vel í þessum málaflokki. Við erum svolítið bundin af því að reyna að stoppa sölu á einhverjum lyfseðilsskyldum lyfjum eða við erum að reyna að ná í fíklana áður en þeir fara að setja ofan í sig dópið en þegar fólkið er tilbúið að fá aðstoð þá þarf hún að vera til.“ Óskar Þór segir að biðtíminn sé allt of langur. „Ef þú vilt komast í meðferð og er í fíknivanda þá geturðu hringt og beðið um aðstoð og þú þarft að bíða svona kannski frá þremur vikum og upp í þrjá mánuði til að komast inn og á hvaða stað ertu þá?“ Óskar Þór ætlar að hjóla þvert yfir landið en eiginkona hans ætlar að keyra á undan honum með jeppa.Óskar Þór Það eiga ekki allir gott bakland Óskar Þór segist sem betur fer getað komið dóttur sinni að í meðferð hjá Samhjálp tiltölulega fljótlega eftir að hún lýsti því yfir að hún vildi verða edrú. Hún hafi einungis þurft að bíða í um tíu daga. „Ég gat hugsað um hana þangað til þannig að í því tilfelli slapp það til því hún á gott bakland en það eiga það ekki allir.“ Óskar Þór segir að til þess að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum fíkniefna þurfi fyrst og fremst að bæta aðgengi að meðferðarúrræðum. Það sé verkefni ríkisins og okkar allra. „Ég hef þá skoðun að þegar fólk er búið að sýna ákveðinn árangur í bataferli þá væri voða gott ef þú gætir losnað við eitthvað af bagganum sem fylgir,“ segir Óskar Þór. Margir hafi dóma á bakinu fyrir afbrot sem fylgi fíkniefnalíferninu. „Það fylgir þér bara fram yfir gröf og dauða. Ég myndi vilja sjá svona, að ef þú hefur verið edrú í einhvern tíma þá sé þetta bara þurrkað út.“ Óskar Þór segist vera einstaklega vel giftur en eiginkona hans ætlar að „skrölta“ á undan honum á jeppa í hjólaferðalaginu. „Hún ætlar að sjá til þess að mér verði ekki kalt á kvöldin og svona. Þetta er bara lúxusferðalag.“ Hér er hægt að heita á Óskar Þór. Hjólreiðar Hlaup Reykjavíkurmaraþon Meðferðarheimili Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, ætlar að hjóla þvert yfir landið á reiðhjólinu sínu og ljúka túrnum á tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst. Hann stefnir á brottför næsta laugardag. Þetta gerir hann til að styrkja félagasamtökin Samhjálp sem reka meðal annars meðferðarheimili og styðja við þá einstaklinga sem eiga um sárt að binda. Björguðu lífi dóttur hans „Þetta er bara eitt af þeim félagasamtökum sem bjarga lífum ungs fólks á íslandi. Ég þekki það bara af eigin reynslu vegna þess að dóttir mín var hætt komin af neyslu fíkniefna. Hún komst að hjá þeim í meðferð þannig að ég hef bara sagt, hún var það illa farin, að þau hafa bara bjargað lífi hennar,“ segir Óskar Þór í samtali við fréttastofu. Það var einmitt dóttir hans sem skoraði á hann að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið í fyrra. Í dag hefur dóttir hans verið edrú í þrjú ár og þrjá mánuði og vegnar vel í lífinu. Hún starfar á hjúkrunarheimili og er í sjúkraliðaskólanum. „Sumir hafa verið að vorkenna mér að vera að leggja það á mig að hjóla yfir Ísland. Ég hef nú bara sagt að það er engin hetjudáð fólgin í því að setjast upp á hjól og hjóla um hálendið. Það er hetjudáð fólgin í því að komast út úr svona fíknivanda,“ segir Óskar Þór. Kerfið verði að geta gripið fólk þegar það er tilbúið Fólk í fíknivanda þurfi að sýna þrautseigju og mikla ákveðni. „Þú þarft að vera rosalega ákveðinn því það er engin tilfinning, virðist vera, sterkari en ákallið eftir næsta skammti. Maður hefur svo oft séð það að fólk sem á við þennan vanda að stríða að það er alveg sama hvað þú segir við það eða gerir fyrir það; það er bara næsti skammtur sem skiptir máli. Fyrir utan það að þegar menn stíga svo skrefið að þá er vanlíðanin í ákveðinn tíma á eftir nær óbærileg,“ útskýrir Óskar Þór. Þess vegna sé mikilvægt að fólk komist strax í meðferð um leið og það finnur að það sé tilbúið að snúa við blaðinu og verða edrú. „Við erum bara, sem þjóð, alls ekki að gera nógu vel í þessum málaflokki. Við erum svolítið bundin af því að reyna að stoppa sölu á einhverjum lyfseðilsskyldum lyfjum eða við erum að reyna að ná í fíklana áður en þeir fara að setja ofan í sig dópið en þegar fólkið er tilbúið að fá aðstoð þá þarf hún að vera til.“ Óskar Þór segir að biðtíminn sé allt of langur. „Ef þú vilt komast í meðferð og er í fíknivanda þá geturðu hringt og beðið um aðstoð og þú þarft að bíða svona kannski frá þremur vikum og upp í þrjá mánuði til að komast inn og á hvaða stað ertu þá?“ Óskar Þór ætlar að hjóla þvert yfir landið en eiginkona hans ætlar að keyra á undan honum með jeppa.Óskar Þór Það eiga ekki allir gott bakland Óskar Þór segist sem betur fer getað komið dóttur sinni að í meðferð hjá Samhjálp tiltölulega fljótlega eftir að hún lýsti því yfir að hún vildi verða edrú. Hún hafi einungis þurft að bíða í um tíu daga. „Ég gat hugsað um hana þangað til þannig að í því tilfelli slapp það til því hún á gott bakland en það eiga það ekki allir.“ Óskar Þór segir að til þess að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum fíkniefna þurfi fyrst og fremst að bæta aðgengi að meðferðarúrræðum. Það sé verkefni ríkisins og okkar allra. „Ég hef þá skoðun að þegar fólk er búið að sýna ákveðinn árangur í bataferli þá væri voða gott ef þú gætir losnað við eitthvað af bagganum sem fylgir,“ segir Óskar Þór. Margir hafi dóma á bakinu fyrir afbrot sem fylgi fíkniefnalíferninu. „Það fylgir þér bara fram yfir gröf og dauða. Ég myndi vilja sjá svona, að ef þú hefur verið edrú í einhvern tíma þá sé þetta bara þurrkað út.“ Óskar Þór segist vera einstaklega vel giftur en eiginkona hans ætlar að „skrölta“ á undan honum á jeppa í hjólaferðalaginu. „Hún ætlar að sjá til þess að mér verði ekki kalt á kvöldin og svona. Þetta er bara lúxusferðalag.“ Hér er hægt að heita á Óskar Þór.
Hjólreiðar Hlaup Reykjavíkurmaraþon Meðferðarheimili Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira