„Yfirvöld koma fram við börnin eins og þau séu farangur en ekki manneskjur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 14:00 Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.Við sögðum í fréttum í gær frá máli georgískrar fjölskyldu sem ætlar að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun á grundvelli þess að sonur þeirra hafi átt óslitna búsetu hér á landi frá fæðingu en í lögum um útlendinga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur hér eða hafi átt frá fæðingu óslitið heima hér. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá samtökunum No Borders segir að tvær aðrar fjölskyldur séu í nákvæmlega sömu stöðu. Hjón frá Senegal eigi tvö börn sem hafi fæðst hér á landi á árunum 2014 og hitt 2017 og svo fjölskylda frá Albaníu sem eigi dóttur sem hafi fæðst hér árið 2017.„Þess má helst geta að í þessum málum að yfirvöld og Útlendingastofnun koma fram við börn eins og þau séu farangur frekar en manneskjur. Það kemur t.d. berlega í ljós í tilfelli barnsins sem er fætt 2014 og er orðið fimm ára en samt á að vísa því úr landi,“ segir Elínborg. Elínborg segir að hjónin frá Senegal sé að kæra úrskurð Útlendingastofnunar til dómstóla og mál albönsku stúlkunnar fari fyrir Landsrétt en það sé gegn þjóðskrá sem hafi skráð börnin með svokallaða utangarðskennitölu. „Sem gerir þjóðskrá kleift að skrá þau ekki með búsetu hér sem Útlendingastofnun kleift að rökstyðja það að börnin hafi ekki átt óslitna búsetu hér þó þau hafi ekki farið neitt annað,“ segir Elínborg: Hún segir að þau málaferli byggi einnig á á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að það megi ekki mismuna börnum. „Mál þeirrar stúlku er á leið til Landsréttar en mögulega verður stúlkan farin úr landi þegar það verður tekið fyrir þar sem kærunefnd Útlendingamála sendi stúlkunni bréf fyrir nokkrum vikum að hún hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún ólögleg hér,“ segir Elínborg að lokum. Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.Við sögðum í fréttum í gær frá máli georgískrar fjölskyldu sem ætlar að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun á grundvelli þess að sonur þeirra hafi átt óslitna búsetu hér á landi frá fæðingu en í lögum um útlendinga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur hér eða hafi átt frá fæðingu óslitið heima hér. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá samtökunum No Borders segir að tvær aðrar fjölskyldur séu í nákvæmlega sömu stöðu. Hjón frá Senegal eigi tvö börn sem hafi fæðst hér á landi á árunum 2014 og hitt 2017 og svo fjölskylda frá Albaníu sem eigi dóttur sem hafi fæðst hér árið 2017.„Þess má helst geta að í þessum málum að yfirvöld og Útlendingastofnun koma fram við börn eins og þau séu farangur frekar en manneskjur. Það kemur t.d. berlega í ljós í tilfelli barnsins sem er fætt 2014 og er orðið fimm ára en samt á að vísa því úr landi,“ segir Elínborg. Elínborg segir að hjónin frá Senegal sé að kæra úrskurð Útlendingastofnunar til dómstóla og mál albönsku stúlkunnar fari fyrir Landsrétt en það sé gegn þjóðskrá sem hafi skráð börnin með svokallaða utangarðskennitölu. „Sem gerir þjóðskrá kleift að skrá þau ekki með búsetu hér sem Útlendingastofnun kleift að rökstyðja það að börnin hafi ekki átt óslitna búsetu hér þó þau hafi ekki farið neitt annað,“ segir Elínborg: Hún segir að þau málaferli byggi einnig á á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að það megi ekki mismuna börnum. „Mál þeirrar stúlku er á leið til Landsréttar en mögulega verður stúlkan farin úr landi þegar það verður tekið fyrir þar sem kærunefnd Útlendingamála sendi stúlkunni bréf fyrir nokkrum vikum að hún hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún ólögleg hér,“ segir Elínborg að lokum.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30