Það er einhver rómantík við það að skemmta sér á íslensku sumarkvöldi með vinum og kunningjum og oft er mikil spenna og eftirvænting að hitta jafnvel hinn eina sanna eða þá einu réttu undir berum himni.
Sumir lenda í stuttum helgarævintýrum meðan aðrir finna jafnvel ástina sína í pollagalla, horfandi á flugeldasýningu og syngjandi íslensk gítarlög af miklum eldmóð.
Makamál beina spurningu vikunnar að þessu sinni til einhleypra einstaklinga og spyrja:
Lentir þú í ástarævintýri um versló?