Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 11:11 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Daníel Örn Wiium hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð búið í Dyflinni á Írlandi þar sem bróðir hans Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt í febrúar síðastliðnum. Mbl.is greindi fyrst frá. Daníel Örn segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið vinnu í Dyflinni og á meðan geti hann haldið lögreglu í borginni á tánum varðandi rannsóknina á hvarfi bróður hans. „Fyrst og fremst er ég aðallega hér fyrir mig sjálfan en það er bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna. Ég flutti ekki út vegna leitarinnar en það var hluti af því sem ég þarf að gera og get gert á meðan ég er hérna,“ segir Daníel Örn. Hann segir betra að vera í Dyflinni heldur en heima ef nýjar vendingar verða á málinu. Eins og staðan er í dag hafa engar nýjar upplýsingar komið fram en Daníel segir að reglulega sé fylgst með hvort einhverjar hreyfingar eru á bankayfirliti Jóns Þrastar eða samfélagsmiðlum hans. „Það er ekkert annað, ég held að það sé búið að fara í gegnum alla anga sem gætu mögulega leitt til einhvers. Ég held að lögreglan sé annars bara að bíð eftir nýjum upplýsingum.“ Spurður hvað hann ætli að búa lengi í Dyflinni segist hann það algjörlega óráðið. „Ég tek bara einn dag í einu.“ Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Daníel Örn Wiium hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð búið í Dyflinni á Írlandi þar sem bróðir hans Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt í febrúar síðastliðnum. Mbl.is greindi fyrst frá. Daníel Örn segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið vinnu í Dyflinni og á meðan geti hann haldið lögreglu í borginni á tánum varðandi rannsóknina á hvarfi bróður hans. „Fyrst og fremst er ég aðallega hér fyrir mig sjálfan en það er bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna. Ég flutti ekki út vegna leitarinnar en það var hluti af því sem ég þarf að gera og get gert á meðan ég er hérna,“ segir Daníel Örn. Hann segir betra að vera í Dyflinni heldur en heima ef nýjar vendingar verða á málinu. Eins og staðan er í dag hafa engar nýjar upplýsingar komið fram en Daníel segir að reglulega sé fylgst með hvort einhverjar hreyfingar eru á bankayfirliti Jóns Þrastar eða samfélagsmiðlum hans. „Það er ekkert annað, ég held að það sé búið að fara í gegnum alla anga sem gætu mögulega leitt til einhvers. Ég held að lögreglan sé annars bara að bíð eftir nýjum upplýsingum.“ Spurður hvað hann ætli að búa lengi í Dyflinni segist hann það algjörlega óráðið. „Ég tek bara einn dag í einu.“ Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir.
Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira