Of ungir til að horfa á myndina sína sem er í efsta sæti í Bandaríkjunum Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2019 11:28 Jacob Tremblay , Brady Noon og Keith L. Williams leika aðalhlutverkin í Good Boys. Gamanmyndin Good Boys gerði sér lítið fyrir og náði í efsta sæti lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir vestanhafs um liðna helgi. Myndin segir frá þremur ellefu ára gömlum vinum sem ákveða að skrópa í skóla og lenda í kjölfarið í miklum ævintýrum. Söguþráður myndarinnar er afar keimlíkur þeim sem birtist í myndinni Superbad, sem skartaði þeim Jonah Hill og Michael Cera í aðalhlutverkum, sem kom út fyrir um tólf árum. Framleiðendur Good Boys eru þeir Seth Rogen og Evan Goldberg sem skrifuðu handrit Good Boys. Margir vestanhafs fagna því að þessi mynd fékk svo góðar viðtökur en þetta er fyrsta sinn í fimm mánuði sem kvikmynd nær á topp aðsóknarlistans sem ekki er framhaldsmynd eða endurgerð. Síðasta myndin til að gera það var hrollvekjan Us sem kom út í mars. Það þótti einnig tíðindum sæta að Disney átti ekki eina af tveimur vinsælustu myndunum um liðna helgi. Good Boys kostaði ekki nema 20 milljónir dollara í framleiðslu en þénaði 21 milljón dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Fjölmiðlar vestanhafs benda þó á að þó svo að þarna hafi loksins gamanmynd, sem ekki er endurgerð eða framhaldsmynd, náð á toppinn þá er hún sú aðsóknarminnsta til að ná á toppinn síðastliðna sex mánuði. Myndin fjallar sem fyrr segir um þrjá unga drengi og er sérstök að því leytinu til að efnistök hennar eru afar dónaleg, svo dónaleg að leikarnir ungu mega ekki einu sinni horfa á hana án þess að vera í fylgd með forráðamönnum sínum því hún er bönnuð innan sextán ára. Hollywood Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Gamanmyndin Good Boys gerði sér lítið fyrir og náði í efsta sæti lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir vestanhafs um liðna helgi. Myndin segir frá þremur ellefu ára gömlum vinum sem ákveða að skrópa í skóla og lenda í kjölfarið í miklum ævintýrum. Söguþráður myndarinnar er afar keimlíkur þeim sem birtist í myndinni Superbad, sem skartaði þeim Jonah Hill og Michael Cera í aðalhlutverkum, sem kom út fyrir um tólf árum. Framleiðendur Good Boys eru þeir Seth Rogen og Evan Goldberg sem skrifuðu handrit Good Boys. Margir vestanhafs fagna því að þessi mynd fékk svo góðar viðtökur en þetta er fyrsta sinn í fimm mánuði sem kvikmynd nær á topp aðsóknarlistans sem ekki er framhaldsmynd eða endurgerð. Síðasta myndin til að gera það var hrollvekjan Us sem kom út í mars. Það þótti einnig tíðindum sæta að Disney átti ekki eina af tveimur vinsælustu myndunum um liðna helgi. Good Boys kostaði ekki nema 20 milljónir dollara í framleiðslu en þénaði 21 milljón dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Fjölmiðlar vestanhafs benda þó á að þó svo að þarna hafi loksins gamanmynd, sem ekki er endurgerð eða framhaldsmynd, náð á toppinn þá er hún sú aðsóknarminnsta til að ná á toppinn síðastliðna sex mánuði. Myndin fjallar sem fyrr segir um þrjá unga drengi og er sérstök að því leytinu til að efnistök hennar eru afar dónaleg, svo dónaleg að leikarnir ungu mega ekki einu sinni horfa á hana án þess að vera í fylgd með forráðamönnum sínum því hún er bönnuð innan sextán ára.
Hollywood Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein