Þaulsætni kanslarinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2019 09:00 Angela Merkel hefur verið kanslari í fjórtán ár. Vísir/EPA Íslendingar undirbúa nú enn eina stórheimsókn ársins. Eftir að hafa tekið á móti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands og sjálfum Ed Sheeran, sem reyndar er tónlistarmaður, er röðin nú komin að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Já og reyndar leiðtogum hinna Norðurlandanna. Merkel kemur hingað sem sérstakur heiðursgestur á sumarfundi norrænu forsætisráðherranna og mun að auki funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra einni. Fyrirséð er að hún virði fyrir sér Þingvelli og Viðey. Fáir núverandi þjóðarleiðtogar hafa setið jafnlengi og Merkel. Hvað þá á Vesturlöndum. Hún tók við sem kanslari árið 2005 og mun, að öllu óbreyttu, sitja til ársins 2021. Þegar hún lætur af embætti eftir tvö ár verður hún komin upp í annað sæti á listanum yfir þaulsætnustu kanslarana. Með sextán ár líkt og Kohl og þannig einungis á eftir Otto von Bismarck, sem sat í 23 ár mínus einn dag. Að því er kom fram í úttekt Deutsche Welle á valdatíð kanslarans hefur Merkel-tíminn einkennst af stækkandi þýsku hagkerfi og minnkandi atvinnuleysi. Það sem hefur vakið mesta athygli er þó hvernig Merkel hefur tekist á við afar erfið pólitísk mál á borð við grísku kreppuna, sem ógnaði evrusvæðinu öllu, hina ólöglegu innlimun Rússa á Krímskaga, mikið flæði flóttafólks til Evrópu og uppgang þjóðernisöfgamanna í Þýskalandi. Merkel hefur getið sér góðan orðstír fyrir að koma á viðræðum á milli karpandi fylkinga og lýsir hinn fyrrnefndi þýski miðill henni sem afar færri í krísustjórnun. Hún hefur dregið Kristilega demókrata, alla jafna stærsta hægriflokk Þýskalands nútímans, inn á miðjuna. Til að mynda með því að opna dyrnar fyrir flóttafólki. Það bauð hins vegar upp á tækifæri fyrir öfgaflokkinn AfD og þótt útlit sé fyrir að Kristilegir demókratar verði stærstir í næstu kosningum, samkvæmt skoðanakönnunum, er fylgið langt frá þeim hæðum sem það náði þegar Merkel sótti 41,5 prósent atkvæða árið 2013. Áður en flóttamannakrísan náði hæðum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Íslendingar undirbúa nú enn eina stórheimsókn ársins. Eftir að hafa tekið á móti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands og sjálfum Ed Sheeran, sem reyndar er tónlistarmaður, er röðin nú komin að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Já og reyndar leiðtogum hinna Norðurlandanna. Merkel kemur hingað sem sérstakur heiðursgestur á sumarfundi norrænu forsætisráðherranna og mun að auki funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra einni. Fyrirséð er að hún virði fyrir sér Þingvelli og Viðey. Fáir núverandi þjóðarleiðtogar hafa setið jafnlengi og Merkel. Hvað þá á Vesturlöndum. Hún tók við sem kanslari árið 2005 og mun, að öllu óbreyttu, sitja til ársins 2021. Þegar hún lætur af embætti eftir tvö ár verður hún komin upp í annað sæti á listanum yfir þaulsætnustu kanslarana. Með sextán ár líkt og Kohl og þannig einungis á eftir Otto von Bismarck, sem sat í 23 ár mínus einn dag. Að því er kom fram í úttekt Deutsche Welle á valdatíð kanslarans hefur Merkel-tíminn einkennst af stækkandi þýsku hagkerfi og minnkandi atvinnuleysi. Það sem hefur vakið mesta athygli er þó hvernig Merkel hefur tekist á við afar erfið pólitísk mál á borð við grísku kreppuna, sem ógnaði evrusvæðinu öllu, hina ólöglegu innlimun Rússa á Krímskaga, mikið flæði flóttafólks til Evrópu og uppgang þjóðernisöfgamanna í Þýskalandi. Merkel hefur getið sér góðan orðstír fyrir að koma á viðræðum á milli karpandi fylkinga og lýsir hinn fyrrnefndi þýski miðill henni sem afar færri í krísustjórnun. Hún hefur dregið Kristilega demókrata, alla jafna stærsta hægriflokk Þýskalands nútímans, inn á miðjuna. Til að mynda með því að opna dyrnar fyrir flóttafólki. Það bauð hins vegar upp á tækifæri fyrir öfgaflokkinn AfD og þótt útlit sé fyrir að Kristilegir demókratar verði stærstir í næstu kosningum, samkvæmt skoðanakönnunum, er fylgið langt frá þeim hæðum sem það náði þegar Merkel sótti 41,5 prósent atkvæða árið 2013. Áður en flóttamannakrísan náði hæðum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09