Morð á lögreglumanni vekur óhug í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 20:56 Andrew Harper og eiginkona hans til fjögurra vikna, Lissie, í brúðkaupi þeirra í júlí síðastliðnum. Mynd/Mark Lord Umfangsmikilli lögreglurannsókn hefur verið hrint af stað eftir að breskur lögreglumaður var myrtur í Berkskíri á Englandi í gær. Þrettán ára piltur er á meðal tíu karlmanna sem handteknir hafa verið vegna málsins. Andrew Harper, sem starfaði hjá lögreglunni í Thames Valley, var að sinna útkalli vegna ráns þegar bíl var ekið á hann. Harper, sem var 28 ára, er sagður hafa dregist með bílnum eftir götunni. Málið er rannsakað sem morð. Þá hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að Harper hafi gengið í hjónaband fyrir mánuði. Honum hefur verið lýst sem vinsælum og viðmótsþýðum manni, sem starfað hafði hjá lögreglunni síðan árið 2010. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi, einkum í ljósi árása á lögreglumenn þar í landi síðustu misseri. Maður vopnaður sveðju réðst á lögreglumann í London í síðustu viku og annar lögreglumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að grunaður bílaþjófur ók á hann í Birmingham. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er á meðal þeirra sem vottað hafa aðstandendum Harpers samúð sína. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu mála.It is the most powerful reminder that police officers up and down the country put themselves at risk every single day to keep us safe.They have my absolute support. (2/2)— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 16, 2019 Tíu karlmenn á aldrinum 13 til 30 ára voru handteknir vegna gruns um morð innan við klukkutíma eftir að ekið var á Harper. Lík Harpers var krufið í dag og rannsókn málsins heldur áfram. Bretland England Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Umfangsmikilli lögreglurannsókn hefur verið hrint af stað eftir að breskur lögreglumaður var myrtur í Berkskíri á Englandi í gær. Þrettán ára piltur er á meðal tíu karlmanna sem handteknir hafa verið vegna málsins. Andrew Harper, sem starfaði hjá lögreglunni í Thames Valley, var að sinna útkalli vegna ráns þegar bíl var ekið á hann. Harper, sem var 28 ára, er sagður hafa dregist með bílnum eftir götunni. Málið er rannsakað sem morð. Þá hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að Harper hafi gengið í hjónaband fyrir mánuði. Honum hefur verið lýst sem vinsælum og viðmótsþýðum manni, sem starfað hafði hjá lögreglunni síðan árið 2010. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi, einkum í ljósi árása á lögreglumenn þar í landi síðustu misseri. Maður vopnaður sveðju réðst á lögreglumann í London í síðustu viku og annar lögreglumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að grunaður bílaþjófur ók á hann í Birmingham. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er á meðal þeirra sem vottað hafa aðstandendum Harpers samúð sína. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu mála.It is the most powerful reminder that police officers up and down the country put themselves at risk every single day to keep us safe.They have my absolute support. (2/2)— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 16, 2019 Tíu karlmenn á aldrinum 13 til 30 ára voru handteknir vegna gruns um morð innan við klukkutíma eftir að ekið var á Harper. Lík Harpers var krufið í dag og rannsókn málsins heldur áfram.
Bretland England Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira