Sex tonn af hindrunum í Laugardal Gung-Ho kynnir 16. ágúst 2019 17:15 Walking On The Moon er stærsta hindrunin, engin smásmíði. Í gær hófst uppsetning á uppblásnum hindrunum sem dreift verður víðsvegar um Laugardalinn vegna Gung-Ho skemmtihlaupsins sem fram fer á morgun. Alls eru hindranirnar sex tonn að þyngd og kom búnaðurinn til landsins í síðustu viku frá Danmörku. Gung-Ho er fimm kílómetra langt skemmtihlaup þar sem þátttakendur fara í gegnum 10 risastórar hindranir sem öllum á að vera fært að takast á við enda meira til gamans gert heldur en að reyna á líkamlega getu þátttakenda.Klippa: 33 milljón fótbolta hindrun Þrautirnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. Stærsta þrautin ber heitið Walking On The Moon og stærsta uppblásna hindrun í heiminum enda tæpir 400 fermetrar og 2.000 rúmmetrar að stærð. Það þarf jafnmikið loft til að blása upp Walking on the moon eins og það tekur að blása lofti í 33 milljónir fótbolta. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá skemmtilega loftmynd af því þegar starfsmenn Gung-Ho blésu miðjuhluta hindrunarinnar upp. Búast má við allt að 5.000 þátttakendum í Gung-Ho í ár en rúmlega 4.000 manns hafa nú þegar skráð sig til leiks á viðburðinn og orðið uppselt í 10 af 17 ráshólfum í Gung-Ho.Hlaupaleiðin í Laugardalnum Start og endamark Gung-Ho! verður á grassvæðinu fyrir neðan Áskirkju við Laugarásveg og ofan við gömlu þvottalaugarnar. Byrjað verður á þrautinni Start me up í upphafi hlaups og þaðan farið norður í átt að tjaldsvæðunum í Laugardal, út á gangstéttina við Sundlaugaveg og aftur inn í Laugardalinn við austurenda Laugardalslaugar þaðan sem hlaupið er með fram World Class og komið að þrautinni Day Tripper. Svo er hlaupið út fyrir Laugardalsvöllinn og komið að þrautinni Can I kick it áður en hlaupið er í átt að Laugardalshöllinni, farið yfir Engjaveginn og svo til vesturs í átt að Reykjavegi þar sem komið er að þrautinni Born slippy. Að henni lokinni er hlaupið á göngustígnum fyrir neðan Suðurlandsbrautina í átt að Glæsibæ. Fyrir ofan Laugardalshöllina fara þátttakendur í gegnum þrautina Surfin’ og halda svo áfram áleiðis í átt að grassvæðinu til móts við Glæsibæ þar sem þeirra bíður þrautin Maniac. Að henni lokinni er hlaupið utan með Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í átt að þrautinni Under pressure við rætur Holtavegar. Þaðan er hlaupið inn í Grasagarðinn þar sem finna má þrautirnar The Wall og Walking on the moon sem er tæpir 400 fermetrar að stærð, áður en hlaupið er aftur inn í endamarkið þar sem lokaþrautin The Final Countdown endar fjörið með þátttakendum. Þeim sem koma akandi á viðburðinn er bent á bílastæði í nágrenninu en næg bílastæði má t.d. finna við Holtaveg, Langholtsskóla, KFUM/K, Glæsibæ og Suðurlandsbraut. Að gefnu tilefni er bent á að ekki er ætlast til að bílum sé lagt við Laugarásveginn. Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira
Í gær hófst uppsetning á uppblásnum hindrunum sem dreift verður víðsvegar um Laugardalinn vegna Gung-Ho skemmtihlaupsins sem fram fer á morgun. Alls eru hindranirnar sex tonn að þyngd og kom búnaðurinn til landsins í síðustu viku frá Danmörku. Gung-Ho er fimm kílómetra langt skemmtihlaup þar sem þátttakendur fara í gegnum 10 risastórar hindranir sem öllum á að vera fært að takast á við enda meira til gamans gert heldur en að reyna á líkamlega getu þátttakenda.Klippa: 33 milljón fótbolta hindrun Þrautirnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. Stærsta þrautin ber heitið Walking On The Moon og stærsta uppblásna hindrun í heiminum enda tæpir 400 fermetrar og 2.000 rúmmetrar að stærð. Það þarf jafnmikið loft til að blása upp Walking on the moon eins og það tekur að blása lofti í 33 milljónir fótbolta. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá skemmtilega loftmynd af því þegar starfsmenn Gung-Ho blésu miðjuhluta hindrunarinnar upp. Búast má við allt að 5.000 þátttakendum í Gung-Ho í ár en rúmlega 4.000 manns hafa nú þegar skráð sig til leiks á viðburðinn og orðið uppselt í 10 af 17 ráshólfum í Gung-Ho.Hlaupaleiðin í Laugardalnum Start og endamark Gung-Ho! verður á grassvæðinu fyrir neðan Áskirkju við Laugarásveg og ofan við gömlu þvottalaugarnar. Byrjað verður á þrautinni Start me up í upphafi hlaups og þaðan farið norður í átt að tjaldsvæðunum í Laugardal, út á gangstéttina við Sundlaugaveg og aftur inn í Laugardalinn við austurenda Laugardalslaugar þaðan sem hlaupið er með fram World Class og komið að þrautinni Day Tripper. Svo er hlaupið út fyrir Laugardalsvöllinn og komið að þrautinni Can I kick it áður en hlaupið er í átt að Laugardalshöllinni, farið yfir Engjaveginn og svo til vesturs í átt að Reykjavegi þar sem komið er að þrautinni Born slippy. Að henni lokinni er hlaupið á göngustígnum fyrir neðan Suðurlandsbrautina í átt að Glæsibæ. Fyrir ofan Laugardalshöllina fara þátttakendur í gegnum þrautina Surfin’ og halda svo áfram áleiðis í átt að grassvæðinu til móts við Glæsibæ þar sem þeirra bíður þrautin Maniac. Að henni lokinni er hlaupið utan með Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í átt að þrautinni Under pressure við rætur Holtavegar. Þaðan er hlaupið inn í Grasagarðinn þar sem finna má þrautirnar The Wall og Walking on the moon sem er tæpir 400 fermetrar að stærð, áður en hlaupið er aftur inn í endamarkið þar sem lokaþrautin The Final Countdown endar fjörið með þátttakendum. Þeim sem koma akandi á viðburðinn er bent á bílastæði í nágrenninu en næg bílastæði má t.d. finna við Holtaveg, Langholtsskóla, KFUM/K, Glæsibæ og Suðurlandsbraut. Að gefnu tilefni er bent á að ekki er ætlast til að bílum sé lagt við Laugarásveginn.
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira