Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 12:15 Það gætu leynst E.coli-bakteríur í þessum borgurum og því nauðsynlegt að steikja þá í gegn. Getty/Tetra Images Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki „í gegn“ til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. Nauðsynlegt er að kjarnhitastig hakkaðra vara sé að minnsta kosti 75 gráður til að drepa bakteríuna og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur. Eiturmyndandi E.coli, hinar svokölluðu STEC-bakteríur, hafa verið fyrirferðamiklar í fréttaflutning sumarsins. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn. Matvælastofnun telur faraldurinn í Efstadal gefa tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla, sem stofnunin gerir á heimasíðu sinni. Þá sé einnig mikilvægt að huga að steikingu kjötvara, enda sýndu rannsóknir á síðasta ári að STEC-bakteríur finnast í um 30% sýna af lambakjöti og um 11,5% af nautakjöti á íslenskum smásölumarkaði.Steikin má vera rauð, ekki borgarinn Þrátt fyrir það segir Matvælastofnun að ekki þurfi að óttast þó nautasteikur eða lambakjöt sé ekki gegnumsteikt. Á hráum kjötstykkjum eru bakteríur á ysta lagi kjötsins en ekki inni í vöðvanum. Þær drepast því þegar kjötið er steikt eða grillað við háan hita. Annað gildi þó um hamborgara og aðra rétti úr hökkuðu kjöti. „Þegar kjöt er hakkað dreifast örverur um kjötið. Létt steiking drepur því ekki bakteríur sem eru til staðar í kjötinu. Til þess að drepa STEC og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur verður að steikja hamborgarana og aðra rétti úr hakki í gegn eða þannig að kjarnahitastig sé a.m.k. 75°C,“ útskýrir Matvælastofnun sem ráðleggur fólki að hafa þrennt í huga áður en hamborgarar eru bornir fram:Að borgarinn sé gegnumheitur (Ath. setjið ostinn ekki of snemma á kjötið)Ef borgarinn er skorinn í miðju á ekki að sjást í bleikt kjötAð safi sem rennur úr kjötin sé tær E.coli á Efstadal II Matur Tengdar fréttir Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki „í gegn“ til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. Nauðsynlegt er að kjarnhitastig hakkaðra vara sé að minnsta kosti 75 gráður til að drepa bakteríuna og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur. Eiturmyndandi E.coli, hinar svokölluðu STEC-bakteríur, hafa verið fyrirferðamiklar í fréttaflutning sumarsins. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn. Matvælastofnun telur faraldurinn í Efstadal gefa tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla, sem stofnunin gerir á heimasíðu sinni. Þá sé einnig mikilvægt að huga að steikingu kjötvara, enda sýndu rannsóknir á síðasta ári að STEC-bakteríur finnast í um 30% sýna af lambakjöti og um 11,5% af nautakjöti á íslenskum smásölumarkaði.Steikin má vera rauð, ekki borgarinn Þrátt fyrir það segir Matvælastofnun að ekki þurfi að óttast þó nautasteikur eða lambakjöt sé ekki gegnumsteikt. Á hráum kjötstykkjum eru bakteríur á ysta lagi kjötsins en ekki inni í vöðvanum. Þær drepast því þegar kjötið er steikt eða grillað við háan hita. Annað gildi þó um hamborgara og aðra rétti úr hökkuðu kjöti. „Þegar kjöt er hakkað dreifast örverur um kjötið. Létt steiking drepur því ekki bakteríur sem eru til staðar í kjötinu. Til þess að drepa STEC og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur verður að steikja hamborgarana og aðra rétti úr hakki í gegn eða þannig að kjarnahitastig sé a.m.k. 75°C,“ útskýrir Matvælastofnun sem ráðleggur fólki að hafa þrennt í huga áður en hamborgarar eru bornir fram:Að borgarinn sé gegnumheitur (Ath. setjið ostinn ekki of snemma á kjötið)Ef borgarinn er skorinn í miðju á ekki að sjást í bleikt kjötAð safi sem rennur úr kjötin sé tær
E.coli á Efstadal II Matur Tengdar fréttir Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11