Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 11:03 Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun. FLIGHTRADAR24.COM Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. Það sé upplifun lögreglunnar að mál mannsins hafi ekki verið alvarlegt, hann hafi vissulega reynt að komast inn í flugstjórnarklefann en var stöðvaður án nokkurra vandkvæða. Haft var eftir talsmanni lögreglunnar á flugvellinum í Stafangri á vef TV2 að borist hafi tilkynning um tilraun til flugráns í vél Wizz Air, sem var á leið frá Búdapest í Ungverjalandi til Keflavíkur. Því var ákveðið að nauðlenda vélinni í Noregi þar sem lögreglumenn gengu um borð og handtóku meintan flugræningja, sem sagður er vera Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn ber við minnisleysi, segist hafa verið að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Hann veitti enga mótspyrnu. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregi segir hins vegar að tilvikið sé ekki flokkað sem flugrán. Tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlega um borð í vélinni - en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Sjá einnig: Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Maðurinn var handtekinn sem fyrr segir og bíður nú ákæru. Í frétt á vef Stavanger Aftenblad segir að framganga hans hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Maðurinn er ekki talinn hafa stefnt farþegum eða áhöfn vélarinnar í hættu með hegðun sinni. Töluverður viðbúnaður var þó á Sola-vellinum þar sem vélin lenti og voru lögreglu- og slökkviliðsmenn kallaðir til. Framkvæmdastjóri flugvallarins segir að ákveðið hafi verið að hefja rýmingu vallarins eftir að tilkynningin barst. Fljótlega hafi þó komið í ljós að málið væri minniháttar og því ekki talin þörf á að rýma flugstöðvarbygginguna. Nauðlending vélar Wizz Air hafi að sama skapi ekki haft nein teljandi áhrif á aðrar flugferðir um völlinn. Farþegum var gert að yfirgefa vélina á meðan lögreglan athafnaði sig en fengu fljótt að stíga um borð aftur. Vélin flug svo frá Sola skömmu fyrir klukkan 11 að staðartíma og er væntanleg til Íslands í hádeginu. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. Það sé upplifun lögreglunnar að mál mannsins hafi ekki verið alvarlegt, hann hafi vissulega reynt að komast inn í flugstjórnarklefann en var stöðvaður án nokkurra vandkvæða. Haft var eftir talsmanni lögreglunnar á flugvellinum í Stafangri á vef TV2 að borist hafi tilkynning um tilraun til flugráns í vél Wizz Air, sem var á leið frá Búdapest í Ungverjalandi til Keflavíkur. Því var ákveðið að nauðlenda vélinni í Noregi þar sem lögreglumenn gengu um borð og handtóku meintan flugræningja, sem sagður er vera Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn ber við minnisleysi, segist hafa verið að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Hann veitti enga mótspyrnu. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregi segir hins vegar að tilvikið sé ekki flokkað sem flugrán. Tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlega um borð í vélinni - en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Sjá einnig: Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Maðurinn var handtekinn sem fyrr segir og bíður nú ákæru. Í frétt á vef Stavanger Aftenblad segir að framganga hans hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Maðurinn er ekki talinn hafa stefnt farþegum eða áhöfn vélarinnar í hættu með hegðun sinni. Töluverður viðbúnaður var þó á Sola-vellinum þar sem vélin lenti og voru lögreglu- og slökkviliðsmenn kallaðir til. Framkvæmdastjóri flugvallarins segir að ákveðið hafi verið að hefja rýmingu vallarins eftir að tilkynningin barst. Fljótlega hafi þó komið í ljós að málið væri minniháttar og því ekki talin þörf á að rýma flugstöðvarbygginguna. Nauðlending vélar Wizz Air hafi að sama skapi ekki haft nein teljandi áhrif á aðrar flugferðir um völlinn. Farþegum var gert að yfirgefa vélina á meðan lögreglan athafnaði sig en fengu fljótt að stíga um borð aftur. Vélin flug svo frá Sola skömmu fyrir klukkan 11 að staðartíma og er væntanleg til Íslands í hádeginu.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49