Jóhann Skúlason á Finnboga frá Minni-Reykjum vann sigur í fjórgangi og tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fer fram í Berlín.
Jóhann og Finnbogi hafa unnið þrjú gull á HM en þeir urðu einnig hlutskarpastir í samanlögðum fjórgangsgreinum.
Jóhann og Finnbogi unnu öruggan sigur í tölti. Þeir fengu 9,28 í einkunn. Þetta er í sjöunda sinn sem Jóhann verður heimsmeistari í tölti.
Í fjórgangi fengu Jóhann og Finnbogi 7,97 í einkunn.
Nánar má lesa um HM íslenska hestsins á vefsíðu Eiðfaxa.

