Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna.
Ýmsar spurningar hafa vaknað í kjölfar andláts Epsteins, einkum í ljósi þess að hann var vaktaður allan sólarhringinn í fangelsinu sökum sjálfsvígshættu. Í síðasta mánuði fannst Epstein hálfmeðvitundarlaus í klefa sínum með áverka á hálsi og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
JUST IN: FBI investigating Jeffrey Epstein death. @CBSNews pic.twitter.com/FPR9KCfd7I
— Paula Reid (@PaulaReidCBS) August 10, 2019
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.