Lestarslys Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 09:00 Blessuð siðanefndin. Án hennar væri Orkupakkinn einn til umræðu og allar sólarstundir sumarsins dygðu ekki til að yfirvinna leiðann af því argaþrasi. Það áhugaverðasta við siðanefndarumræðuna er kannski að það var svo fyrirsjáanlegt að þetta fyrirkomulag gengi ekki upp. Þetta er eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu, maður sér hvernig teinarnir liggja, endalokin óumflýjanleg. Það er ekki annað hægt en að brosa að því þegar þingmenn koma nú fram og eru steinhissa á því að þetta siðanefndarferli virki ekki. Ýmsum þeirra (Þórhildi Sunnu og Pírötum) kom mjög á óvart að siðareglurnar tækju til þeirra, siðareglurnar áttu að góma hina. En um flesta virðist gilda að þeir héldu í alvörunni að þetta væri fínt kerfi, siðanefnd hlyti að vera málið. En hver var tilgangurinn. Jú, það átti að auka traust kjósenda á Alþingi og hvað væri betra til þess en siðanefnd? Vandinn er sá að með stofnun siðanefndar Alþingis voru þingmenn að senda almenningi þau skilaboð að ekki væri hægt að treysta siðferðiskennd kjósenda, þeir þyrftu sérfræðinganefnd til að útskýra hvort þingmenn væru siðlegir eða ekki. Það væri greinilega ekki hægt að treysta kjósendum til að refsa þeim þingmönnum sem brytu siðareglur í kosningum. Ef þingmenn vilja ávinna sér traust kjósenda, þá verða þeir sjálfir að treysta kjósendum. Það hjálpar síðan ekki upp á traustið þegar aulaskapurinn í kringum þessa siðanefnd blasir við. Manni verður nefnilega hugsað til allra þeirra flóknu mála sem þessi þingmannahópur þarf að fást við og það er ekki til þess fallið að vekja traust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun
Blessuð siðanefndin. Án hennar væri Orkupakkinn einn til umræðu og allar sólarstundir sumarsins dygðu ekki til að yfirvinna leiðann af því argaþrasi. Það áhugaverðasta við siðanefndarumræðuna er kannski að það var svo fyrirsjáanlegt að þetta fyrirkomulag gengi ekki upp. Þetta er eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu, maður sér hvernig teinarnir liggja, endalokin óumflýjanleg. Það er ekki annað hægt en að brosa að því þegar þingmenn koma nú fram og eru steinhissa á því að þetta siðanefndarferli virki ekki. Ýmsum þeirra (Þórhildi Sunnu og Pírötum) kom mjög á óvart að siðareglurnar tækju til þeirra, siðareglurnar áttu að góma hina. En um flesta virðist gilda að þeir héldu í alvörunni að þetta væri fínt kerfi, siðanefnd hlyti að vera málið. En hver var tilgangurinn. Jú, það átti að auka traust kjósenda á Alþingi og hvað væri betra til þess en siðanefnd? Vandinn er sá að með stofnun siðanefndar Alþingis voru þingmenn að senda almenningi þau skilaboð að ekki væri hægt að treysta siðferðiskennd kjósenda, þeir þyrftu sérfræðinganefnd til að útskýra hvort þingmenn væru siðlegir eða ekki. Það væri greinilega ekki hægt að treysta kjósendum til að refsa þeim þingmönnum sem brytu siðareglur í kosningum. Ef þingmenn vilja ávinna sér traust kjósenda, þá verða þeir sjálfir að treysta kjósendum. Það hjálpar síðan ekki upp á traustið þegar aulaskapurinn í kringum þessa siðanefnd blasir við. Manni verður nefnilega hugsað til allra þeirra flóknu mála sem þessi þingmannahópur þarf að fást við og það er ekki til þess fallið að vekja traust.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun