Saunders var stöðvaður á bíl sínum þann 10. maí síðastliðinn og neitaði að blása er lögreglan vildi athuga hvort hann væri ölvaður. Saunders sagðist hafa fengið sér tvo bjóra á veðreiðum.
Lögreglumennirnir sem handtóku Saunders voru þó á öðru máli og sögðu að það hefðu verið fleiri bjórar sem hefðu farið niður hjá Saunders. Öryggismyndavélar tóku í sama streng.
Former Liverpool striker Dean Saunders has been freed from jail one day into a 10-week sentence for failing to provide a breath specimen when stopped by police while driving.https://t.co/QQSyTsVFQ5
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 29, 2019
Í dag áfrýjuðu lögmenn Saunders hins vegar fangelsivistinni og mun hann því leika lausum hala þangað til 4. október næstkomandi er dómurinn kemur saman á nýjan leik.
Saunders sem er fyrrum leikmaður Liverpool er frá Wales en hann lék með þeim rauðklæddu frá Bítlaborginni tímabilið 1991/1992. Hann kom víða við en lék 75 landsleiki fyrir Wales.