Hver verður í markinu í kvöld? Sérfræðingar svara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2019 15:15 Hver þeirra verður í markinu í kvöld? vísir/vilhelm Ein stærsta spurningin þegar kemur að byrjunarliði Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni EM 2021 er hver stendur á milli stanganna. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins undanfarin ár, er barnshafandi og því ekki í hópnum. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson valdi þrjá markverði í hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta eru þær Sandra Sigurðardóttir (Val), Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki) og Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki). Sandra og Sonný hafa verið í landsliðinu undanfarin ár en hin 16 ára Cecilía er nýliði. Sandra hefur leikið 23 landsleiki og Sonný sjö. Vísir leitaði álits tveggja sérfræðinga á því hver verður í markinu í leiknum í kvöld. Sandra hefur átt sitt besta ár í Valstreyjunni„Það er stórt að missa Guggu út sem hefur spilað lengi með stelpunum og þekkir þetta út og inn. En ég held að við gætum ekki fengið Söndru inn á betri tíma og ég held að hún verði í markinu í kvöld. Að mínu mati hefur hún átt sitt besta ár í Valstreyjunni,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Heimavallarins sem fjallar um kvennafótbolta. Hún segir að skipti máli að Sandra hafi spilað með varnarmönnum íslenska liðsins og þekki þá. „Síðustu tveir landsleikir voru vináttuleikir við Finnland. Þar skiptu Gugga og Sandra þeim á milli sín. Annars hafa Sonný og Sandra skipt þessu á milli sín síðan Jón Þór tók við. Ég ætla að tippa á Söndru í kvöld. Ef varnarlínan verður skipuð Hallberu, Glódísi, Sif og Ingibjörgu er Sandra mörgum hnútum kunnug þar. Er orðin þrælvön að spila með Hallberu og ól Glódísi upp í Stjörnunni svo það er ekkert vandamál þar,“ segir Hulda. Eðlilegast að Sandra verði í markinu á þessum tímaGunnar Rafn Borgþórsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliða Vals og Selfoss og sérfræðingur í Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport, telur einnig líklegast að Sandra verði í rammanum í kvöld. „Ég reikna með því að Sandra verði í markinu. Mér fyndist það eðlilegast á þessum tíma,“ segir Gunnar. En af hverju? „Mikilvægi leiksins. Það hefur ekki reynt svakalega mikið á hana í sumar en hún er búin að vera lengi í landsliðinu og er góð. Hún yrði fyrsti fyrsti kostur hjá mér.“ Gunnar kveðst ánægður að sjá Cecilíu í landsliðshópnum og gerir ráð fyrir að hún fái tækifæri fyrr en síðar, jafnvel á Algarve-mótinu á næsta ári. „Það er frábært að fá hana inn í þetta umhverfi því hún er klárlega kandítat til að taka við markvarðastöðunni. Mér þætti eðlilegt að hún fengi leiki á Algarve,“ sagði Gunnar. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19 Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00 Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00 Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Ein stærsta spurningin þegar kemur að byrjunarliði Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni EM 2021 er hver stendur á milli stanganna. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins undanfarin ár, er barnshafandi og því ekki í hópnum. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson valdi þrjá markverði í hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta eru þær Sandra Sigurðardóttir (Val), Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki) og Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki). Sandra og Sonný hafa verið í landsliðinu undanfarin ár en hin 16 ára Cecilía er nýliði. Sandra hefur leikið 23 landsleiki og Sonný sjö. Vísir leitaði álits tveggja sérfræðinga á því hver verður í markinu í leiknum í kvöld. Sandra hefur átt sitt besta ár í Valstreyjunni„Það er stórt að missa Guggu út sem hefur spilað lengi með stelpunum og þekkir þetta út og inn. En ég held að við gætum ekki fengið Söndru inn á betri tíma og ég held að hún verði í markinu í kvöld. Að mínu mati hefur hún átt sitt besta ár í Valstreyjunni,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Heimavallarins sem fjallar um kvennafótbolta. Hún segir að skipti máli að Sandra hafi spilað með varnarmönnum íslenska liðsins og þekki þá. „Síðustu tveir landsleikir voru vináttuleikir við Finnland. Þar skiptu Gugga og Sandra þeim á milli sín. Annars hafa Sonný og Sandra skipt þessu á milli sín síðan Jón Þór tók við. Ég ætla að tippa á Söndru í kvöld. Ef varnarlínan verður skipuð Hallberu, Glódísi, Sif og Ingibjörgu er Sandra mörgum hnútum kunnug þar. Er orðin þrælvön að spila með Hallberu og ól Glódísi upp í Stjörnunni svo það er ekkert vandamál þar,“ segir Hulda. Eðlilegast að Sandra verði í markinu á þessum tímaGunnar Rafn Borgþórsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliða Vals og Selfoss og sérfræðingur í Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport, telur einnig líklegast að Sandra verði í rammanum í kvöld. „Ég reikna með því að Sandra verði í markinu. Mér fyndist það eðlilegast á þessum tíma,“ segir Gunnar. En af hverju? „Mikilvægi leiksins. Það hefur ekki reynt svakalega mikið á hana í sumar en hún er búin að vera lengi í landsliðinu og er góð. Hún yrði fyrsti fyrsti kostur hjá mér.“ Gunnar kveðst ánægður að sjá Cecilíu í landsliðshópnum og gerir ráð fyrir að hún fái tækifæri fyrr en síðar, jafnvel á Algarve-mótinu á næsta ári. „Það er frábært að fá hana inn í þetta umhverfi því hún er klárlega kandítat til að taka við markvarðastöðunni. Mér þætti eðlilegt að hún fengi leiki á Algarve,“ sagði Gunnar. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19 Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00 Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00 Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19
Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00
Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00
Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00