Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 12:30 Dæmi er um að einstaklingur hafi greitt hátt á þriðju milljón króna í ofgreiðslu á vöxtum og kostnaði til smálánafyrirtækis. Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Neytendastofa birti í gær ákvörðun sína í máli gegn eCommerce sem rekur fimm smálanafyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum. Fyrirtækið hafi brotið gegn lögum með innheimtu kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í eyðublaði og lánssamningum.Breki Karlsson segir að það komi í ljós á næstu dögum hvort farið verði í hópmálssókn gegn smálánafyrirtækjum. Á annað hundrað manns hefur leitað til Neytendasamtakanna vegna ofgreiðslu vaxta hjá smálánafyrirtækjum og segir Breki Karlsson formaður þeirra að yfirgnæfandi meirihluti eigi við einhvern vanda að stríða.Viðkvæmasti hópur samfélagsins tekur frekar smálán „Það má kannski segja að um þriðjungur sé að glíma við einhvers konar fíknisjúkdóma, þriðjungur stríði við andlega sjúkdóma og þriðjungur sé hreinlega fátækt fólk. Tíu prósent er fólk sem er að fikta og hættir svo,“ segir Breki. Hann segir að reynsla Neytendasamtakanna sé að þessir einstaklingar séu ekki tilbúnir að fara í einkaréttarmál gegn smálánafyrirtækjunum. „Þetta er yfirleitt fólk sem ekki getur eða hefur burði til að bera hönd yfir höfuð sér og á sér fáa málssvara. Þess vegna erum við einmitt að skoða einmitt núna að fara í hópmálsókn og erum að safna gögnum til kanna hvort það sé skynsamleg leið og það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Breki.Fólk á skýlausan rétt til endurgreiðslu Breki segir að með ákvörðun Neytendastofa sé komin grundvöllur fyrir slíkri málsókn. „Við teljum að fólk eigi skýlausan rétt til að fá ofgreiddar kröfur endurgreiddar.“ Í gær sögum við frá einstaklingi sem hafði greitt ríflega 460 þúsund krónur í vexti og kostnað af 105 smálánum uppá samtals 1,9 milljón króna sem veitt voru á tíu mánaða tímabili. Breki segir algengt að fólk hafi greitt hundruði þúsunda í okurvexti af þessum lánum. „Því miður þá hefur þessi hópur greitt alltof mikið miðað við íslensk lög og verstu dæmin eru um fólk sem hefur greitt hátt á þriðju milljón í ofgreiðslu fyrir þessi lán,“ segir Breki. Neytendur Smálán Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Neytendastofa birti í gær ákvörðun sína í máli gegn eCommerce sem rekur fimm smálanafyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum. Fyrirtækið hafi brotið gegn lögum með innheimtu kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í eyðublaði og lánssamningum.Breki Karlsson segir að það komi í ljós á næstu dögum hvort farið verði í hópmálssókn gegn smálánafyrirtækjum. Á annað hundrað manns hefur leitað til Neytendasamtakanna vegna ofgreiðslu vaxta hjá smálánafyrirtækjum og segir Breki Karlsson formaður þeirra að yfirgnæfandi meirihluti eigi við einhvern vanda að stríða.Viðkvæmasti hópur samfélagsins tekur frekar smálán „Það má kannski segja að um þriðjungur sé að glíma við einhvers konar fíknisjúkdóma, þriðjungur stríði við andlega sjúkdóma og þriðjungur sé hreinlega fátækt fólk. Tíu prósent er fólk sem er að fikta og hættir svo,“ segir Breki. Hann segir að reynsla Neytendasamtakanna sé að þessir einstaklingar séu ekki tilbúnir að fara í einkaréttarmál gegn smálánafyrirtækjunum. „Þetta er yfirleitt fólk sem ekki getur eða hefur burði til að bera hönd yfir höfuð sér og á sér fáa málssvara. Þess vegna erum við einmitt að skoða einmitt núna að fara í hópmálsókn og erum að safna gögnum til kanna hvort það sé skynsamleg leið og það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Breki.Fólk á skýlausan rétt til endurgreiðslu Breki segir að með ákvörðun Neytendastofa sé komin grundvöllur fyrir slíkri málsókn. „Við teljum að fólk eigi skýlausan rétt til að fá ofgreiddar kröfur endurgreiddar.“ Í gær sögum við frá einstaklingi sem hafði greitt ríflega 460 þúsund krónur í vexti og kostnað af 105 smálánum uppá samtals 1,9 milljón króna sem veitt voru á tíu mánaða tímabili. Breki segir algengt að fólk hafi greitt hundruði þúsunda í okurvexti af þessum lánum. „Því miður þá hefur þessi hópur greitt alltof mikið miðað við íslensk lög og verstu dæmin eru um fólk sem hefur greitt hátt á þriðju milljón í ofgreiðslu fyrir þessi lán,“ segir Breki.
Neytendur Smálán Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira