Tama City verður „heimavöllur“ Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 16:30 Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans.Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan er með þeim á myndinni. Mynd/ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu við Tama City Tokýó og Kokushikan háskólann sem snýr að æfingaaðstöðu fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Ólympíuleikarnir í Tokýó hefjast eftir 333 daga og ekkert er ennþá vitað hversu marga þátttakendur Íslands verður með á leikunum. ÍSÍ ætlar hins vegar að bjóða þeim íslensku íþróttamönnum sem komast á leikana upp á góða æfinga- og gistiaðstöðu í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020. Þrír aðilar á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ferðust til Japan til að kynna sér aðstæður og ganga frá þessum málum. Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans en auk þeirra voru meðal annars viðstödd þau Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan og Halldór Elís Ólafsson frá íslenska sendiráðinu, Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson, verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Þetta kom fram á heimasíðu ÍSÍ. Viljayfirlýsingin felur í sér að Tama City Tokyo og Kokushikan háskólinn munu bjóða æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020 og verða þannig aðsetur íslenska hópsins. Þá munu allir aðilar stefna að því að auka samvinnu og samskipti sín á milli bæði í aðdraganda leika, á meðan þeir standa yfir og að þeim loknum. Ágætis íþróttaaðstaða er í borginni og á háskólasvæðinu og nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna gefur íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun. Hafa ber í huga að níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans og íslenskir þátttakendur eiga langt ferðalag fyrir höndum. Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins, en um 150 þúsund manns búa þar og er sveitarfélagið 21 ferkílómetrar að stærð. Nokkrir stórir háskólar eru staðsettir innan sveitarfélagsins og er Kokushikan háskólinn einn af þeim stærri. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við þetta tilefni: „Tæpt ár er í að Ólympíuleikarnir fari fram Í Tókýó og þótt að margt sé óljóst með stærð íslenska hópsins þá er nauðsynlegt að tryggja aðstöðu fyrir okkar keppendur þannig að þeir geti staðið sig vel á leikunum. ÍSÍ er afar þakklátt fyrir stuðning Tama City og Kokushikan háskólans gagnvart undirbúningi íslenska hópsins, en hann skiptir verulega miklu máli í aðdraganda leikanna.“ Undirritunin átti sér stað í íslenska sendiráðinu í Tókýó, en íslenska sendiráðið hefur verið ÍSÍ innan handar varðandi fjölmargt í undirbúningi Ólympíuleikanna. „Þetta er ákaflega ánægjulegur áfangi“ sagði Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan. „Tama borg hefur einnig sýnt áhuga á víðara samstarfi við sendiráðið um íslenska landkynningu í Japan. Tama borg og Kokushikan háskóli eiga án efa eftir að taka ákaflega vel á móti íslenska hópnum.“ Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu við Tama City Tokýó og Kokushikan háskólann sem snýr að æfingaaðstöðu fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Ólympíuleikarnir í Tokýó hefjast eftir 333 daga og ekkert er ennþá vitað hversu marga þátttakendur Íslands verður með á leikunum. ÍSÍ ætlar hins vegar að bjóða þeim íslensku íþróttamönnum sem komast á leikana upp á góða æfinga- og gistiaðstöðu í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020. Þrír aðilar á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ferðust til Japan til að kynna sér aðstæður og ganga frá þessum málum. Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans en auk þeirra voru meðal annars viðstödd þau Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan og Halldór Elís Ólafsson frá íslenska sendiráðinu, Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson, verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Þetta kom fram á heimasíðu ÍSÍ. Viljayfirlýsingin felur í sér að Tama City Tokyo og Kokushikan háskólinn munu bjóða æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020 og verða þannig aðsetur íslenska hópsins. Þá munu allir aðilar stefna að því að auka samvinnu og samskipti sín á milli bæði í aðdraganda leika, á meðan þeir standa yfir og að þeim loknum. Ágætis íþróttaaðstaða er í borginni og á háskólasvæðinu og nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna gefur íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun. Hafa ber í huga að níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans og íslenskir þátttakendur eiga langt ferðalag fyrir höndum. Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins, en um 150 þúsund manns búa þar og er sveitarfélagið 21 ferkílómetrar að stærð. Nokkrir stórir háskólar eru staðsettir innan sveitarfélagsins og er Kokushikan háskólinn einn af þeim stærri. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við þetta tilefni: „Tæpt ár er í að Ólympíuleikarnir fari fram Í Tókýó og þótt að margt sé óljóst með stærð íslenska hópsins þá er nauðsynlegt að tryggja aðstöðu fyrir okkar keppendur þannig að þeir geti staðið sig vel á leikunum. ÍSÍ er afar þakklátt fyrir stuðning Tama City og Kokushikan háskólans gagnvart undirbúningi íslenska hópsins, en hann skiptir verulega miklu máli í aðdraganda leikanna.“ Undirritunin átti sér stað í íslenska sendiráðinu í Tókýó, en íslenska sendiráðið hefur verið ÍSÍ innan handar varðandi fjölmargt í undirbúningi Ólympíuleikanna. „Þetta er ákaflega ánægjulegur áfangi“ sagði Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan. „Tama borg hefur einnig sýnt áhuga á víðara samstarfi við sendiráðið um íslenska landkynningu í Japan. Tama borg og Kokushikan háskóli eiga án efa eftir að taka ákaflega vel á móti íslenska hópnum.“
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira