Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 15:00 Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir samráðsleysi sem rekstraraðilar í Miðborginni hafa þurft að mæta frá borgaryfirvalda gagnrýnivert. Hildur var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun en þau ræddu um skipulagsmálin í borginni. Hún segir umræðu síðastliðinna vikna um framkvæmdir í borginni vera mikilvæga og að af henni mætti draga lærdóm. „Ég held að það hafi allir skilning á því að það þurfi að fara í framkvæmdir víða í borginni en útfærslan skipir máli og ég held að borgaryfirvöldum hafi færst of mikið í fang. Þau ætla sér að gera of mikið og of hratt. Við sjáum það bara vel á hvernig framkvæmdirnar eru útfærðar; þær eru illa útfærðar, það er ekkert samráð virðist vera við rekstraraðila, þeir fá tilkynningu jafnvel á föstudegi og framkvæmdir hefjast á mánudegi og það er engin leið að bregðast við. Við sjáum líka þegar maður sér í erlendum borgum að þegar eru framkvæmdir á verslunarsvæðum að þá er það miklu betur útfært. Það er auðveldara að ganga þar um og það eru betri leiðbeiningar um hvernig á að komast leiðar sinnar.“ Hildur segir að besta dæmið um þetta sé að framkvæmdarsvæðin standi ómönnuð svo dögum skipti. Það sé greinilegt að ekki sé hægt að manna öll svæðin. „Við þurfum kannski að fara okkur aðeins hægar. Það er mjög mikilvægt að eiga í betra samtali við þessa rekstraraðila sem eru flestir bara lítil fyrirtæki sem eiga jafnvel lífsviðurværi sitt undir því að þessi fyrirtæki gangi.“ Hún tekur mið af verslunum á borð við Ostabúðina sem hafi þurft að loka í sumar þegar hún segir að það sé eitthvað í stjórnkerfinu sem þurfi að laga. „Það er eitthvað að. Stjórnsýslan er of þung. Við erum með fasteignaskatta sem eru síhækkandi ekki prósentan heldur krónutalan vegna þess að fasteignamat hækkar úr öllu valdi þannig að það er eitthvað að. Það er eitthvað sem þarf að laga. Mér finnst vanta einhvern veginn auðmýktina í samtalið milli borgarinnar og rekstraraðila. Það hefur verið svolítið mikið skilningsleysi, rekstraraðilar hafa mætt hroka frá borgaryfirvöldum. Þetta er eitthvað sem þarf að laga, við náum engum árangri með svona pólaríseraðri hrokafullri orðræðu.“ Hildur segist þurfta að hrósa borgaryfirvöldum fyrir jákvæðar breytingar á Hverfisgötunni. Gatan hafi byggst skemmtilega og fallega upp á síðustu árum. Hún telur þó mikilvægt að yfirvöld standi betur að framkvæmd þeirra og með auknu samráði. „Ég flutti sjálf á stúdentagarða á Lindargötu fyrir svona 13 árum síðan og bjó þar í nokkur ár. Þá var bara mjög skuggalegt að ganga um hverfisgötu á þeim tíma og sem ung kona var maður bara oft hreinlega hræddur. Það hafa orðið mjög jákvæðar breytingar þar á en rekstraraðilar sem eru til dæmis ofarlega á Hverfisgötu og hafa síðustu ár lent í ákveðnum hremmingum vegna framkvæmda á Hverfisgötu hugðu að allt myndi einhvern veginn lagast og batna þegar sá hluti myndi verða tilbúinn en þá færa þau sig alltaf neðar og þetta gerist svo hratt og hefur þessi keðjuverkandi áhrif og mjög neikvæð.“ Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. „Ég var til dæmis í London um daginn og var í Soho sem er bara vinsælt hverfi og heilmikil verslun og þar taldi ég bara á örfáum mínútum 15 auð verslunarrými á besta stað. Þetta er bara þróunin, þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri, þetta er að gerast víða og það er þá mjög sérkennilegt að á meðan við erum að sjá þessa þróun þá sé borgin að fjölga verslunarrýmum.“Neðri hluti Hverfisgötu hefur verið lokaður fyrir bílaumferð. Fréttabladið/Sigtryggur AriHildur segir að tóm verslunarrými skapi leiðinlegt yfirbragð. Þau séu skilaboð um að rekstur og verslun í Miðborginni gangi illa. Það sýni að borgaryfirvöld séu ekki að kynna sér nægilega vel þróunina í öðrum löndum. Borgir þurfi að vera vakandi fyrir breytingum á tímum örra tæknibreytinga. „Ég er miklu hrifnari af þessari þróun inni í hverfum að við fjölgum verslunarrýmum þar og aukum við hverfisverslun og þessa sjálfbærni hverfanna svo þú þurfir ekki alltaf að leita svona langt yfir skammt en ég tel að þetta hafi verið mistök í Miðborginni.“ Annað sem Hildur telur að yrði til bóta í borginni sé að öll stjórnsýsla í kringum rekstur verði gerð fullkomlega rafræn og pappírslaus. „Þar vil ég að verði hægt að nálgast tæmandi tékklista yfir öll þau skilyrði sem þú þarft að uppfylla til þess að hefja rekstur, hvort sem það er veitingarekstur eða verslunarrekstur eða hvað það er því þetta er algjört völundarhús í dag. Það eru engar leiðbeiningar eða engin leið til að átta sig á hvað það er sem þú þarft að uppfylla.“ Hildur segist alltaf vilja standa með borginni og hafa lagt það í vana sinn að tala hana upp frekar en hitt. Borgaryfirvöld verði þó að mæta rekstraraðilum með meiri auðmýkt. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Skipulag Tengdar fréttir Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 62 prósent rekstraraðila í miðbænum enn ósáttur Um helmingur borgarbúa er hlynntur göngugötum í miðborg Reykjavíkur. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu. 14. júní 2019 15:10 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir samráðsleysi sem rekstraraðilar í Miðborginni hafa þurft að mæta frá borgaryfirvalda gagnrýnivert. Hildur var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun en þau ræddu um skipulagsmálin í borginni. Hún segir umræðu síðastliðinna vikna um framkvæmdir í borginni vera mikilvæga og að af henni mætti draga lærdóm. „Ég held að það hafi allir skilning á því að það þurfi að fara í framkvæmdir víða í borginni en útfærslan skipir máli og ég held að borgaryfirvöldum hafi færst of mikið í fang. Þau ætla sér að gera of mikið og of hratt. Við sjáum það bara vel á hvernig framkvæmdirnar eru útfærðar; þær eru illa útfærðar, það er ekkert samráð virðist vera við rekstraraðila, þeir fá tilkynningu jafnvel á föstudegi og framkvæmdir hefjast á mánudegi og það er engin leið að bregðast við. Við sjáum líka þegar maður sér í erlendum borgum að þegar eru framkvæmdir á verslunarsvæðum að þá er það miklu betur útfært. Það er auðveldara að ganga þar um og það eru betri leiðbeiningar um hvernig á að komast leiðar sinnar.“ Hildur segir að besta dæmið um þetta sé að framkvæmdarsvæðin standi ómönnuð svo dögum skipti. Það sé greinilegt að ekki sé hægt að manna öll svæðin. „Við þurfum kannski að fara okkur aðeins hægar. Það er mjög mikilvægt að eiga í betra samtali við þessa rekstraraðila sem eru flestir bara lítil fyrirtæki sem eiga jafnvel lífsviðurværi sitt undir því að þessi fyrirtæki gangi.“ Hún tekur mið af verslunum á borð við Ostabúðina sem hafi þurft að loka í sumar þegar hún segir að það sé eitthvað í stjórnkerfinu sem þurfi að laga. „Það er eitthvað að. Stjórnsýslan er of þung. Við erum með fasteignaskatta sem eru síhækkandi ekki prósentan heldur krónutalan vegna þess að fasteignamat hækkar úr öllu valdi þannig að það er eitthvað að. Það er eitthvað sem þarf að laga. Mér finnst vanta einhvern veginn auðmýktina í samtalið milli borgarinnar og rekstraraðila. Það hefur verið svolítið mikið skilningsleysi, rekstraraðilar hafa mætt hroka frá borgaryfirvöldum. Þetta er eitthvað sem þarf að laga, við náum engum árangri með svona pólaríseraðri hrokafullri orðræðu.“ Hildur segist þurfta að hrósa borgaryfirvöldum fyrir jákvæðar breytingar á Hverfisgötunni. Gatan hafi byggst skemmtilega og fallega upp á síðustu árum. Hún telur þó mikilvægt að yfirvöld standi betur að framkvæmd þeirra og með auknu samráði. „Ég flutti sjálf á stúdentagarða á Lindargötu fyrir svona 13 árum síðan og bjó þar í nokkur ár. Þá var bara mjög skuggalegt að ganga um hverfisgötu á þeim tíma og sem ung kona var maður bara oft hreinlega hræddur. Það hafa orðið mjög jákvæðar breytingar þar á en rekstraraðilar sem eru til dæmis ofarlega á Hverfisgötu og hafa síðustu ár lent í ákveðnum hremmingum vegna framkvæmda á Hverfisgötu hugðu að allt myndi einhvern veginn lagast og batna þegar sá hluti myndi verða tilbúinn en þá færa þau sig alltaf neðar og þetta gerist svo hratt og hefur þessi keðjuverkandi áhrif og mjög neikvæð.“ Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. „Ég var til dæmis í London um daginn og var í Soho sem er bara vinsælt hverfi og heilmikil verslun og þar taldi ég bara á örfáum mínútum 15 auð verslunarrými á besta stað. Þetta er bara þróunin, þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri, þetta er að gerast víða og það er þá mjög sérkennilegt að á meðan við erum að sjá þessa þróun þá sé borgin að fjölga verslunarrýmum.“Neðri hluti Hverfisgötu hefur verið lokaður fyrir bílaumferð. Fréttabladið/Sigtryggur AriHildur segir að tóm verslunarrými skapi leiðinlegt yfirbragð. Þau séu skilaboð um að rekstur og verslun í Miðborginni gangi illa. Það sýni að borgaryfirvöld séu ekki að kynna sér nægilega vel þróunina í öðrum löndum. Borgir þurfi að vera vakandi fyrir breytingum á tímum örra tæknibreytinga. „Ég er miklu hrifnari af þessari þróun inni í hverfum að við fjölgum verslunarrýmum þar og aukum við hverfisverslun og þessa sjálfbærni hverfanna svo þú þurfir ekki alltaf að leita svona langt yfir skammt en ég tel að þetta hafi verið mistök í Miðborginni.“ Annað sem Hildur telur að yrði til bóta í borginni sé að öll stjórnsýsla í kringum rekstur verði gerð fullkomlega rafræn og pappírslaus. „Þar vil ég að verði hægt að nálgast tæmandi tékklista yfir öll þau skilyrði sem þú þarft að uppfylla til þess að hefja rekstur, hvort sem það er veitingarekstur eða verslunarrekstur eða hvað það er því þetta er algjört völundarhús í dag. Það eru engar leiðbeiningar eða engin leið til að átta sig á hvað það er sem þú þarft að uppfylla.“ Hildur segist alltaf vilja standa með borginni og hafa lagt það í vana sinn að tala hana upp frekar en hitt. Borgaryfirvöld verði þó að mæta rekstraraðilum með meiri auðmýkt.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Skipulag Tengdar fréttir Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 62 prósent rekstraraðila í miðbænum enn ósáttur Um helmingur borgarbúa er hlynntur göngugötum í miðborg Reykjavíkur. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu. 14. júní 2019 15:10 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31
62 prósent rekstraraðila í miðbænum enn ósáttur Um helmingur borgarbúa er hlynntur göngugötum í miðborg Reykjavíkur. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu. 14. júní 2019 15:10
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
„Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03