Óttast að stór sylla geti fallið ofan í Reynisfjöru Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2019 21:40 Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ennþá er talin hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls og verður austasta hluta Reynisfjöru áfram haldið lokuðum um sinn. Fjölfarnasti hluti þessarar vinsælu fjöru verður þó áfram opinn ferðamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð austur eftir Reynisfjöru að skriðunni. Sjá má gula lokunarborðann strengdan þvert yfir fjöruna sem markar bannsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lögreglan á Suðurlandi mætti með vaska sveit í Reynisfjöru í dag til að taka út aðstæður og funda um framhald mála með sérfræðingum frá Veðurstofu og Vegagerð, en einnig fulltrúum Mýrdalshrepps, landeigenda og rekstraraðila veitingahússins við fjöruna. Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu Svörtu fjörunni.Stöð 2/KMU.Þrír dagar eru frá því skriðan féll og hefur austasti hluti fjörunnar síðan verið lokaður með gulum lögregluborða. Niðurstaða fundarins var að halda þessum hluta fjörunnar áfram lokuðum enda er talin hætta á frekara berghruni. „Já, við metum hættu á því,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi.Skriðan er talin vera um eitthundrað metra breið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það lítur þannig út núna, þegar við horfum þarna upp eftir, og skoðum þarna fyrir ofan, að það sé töluvert laust, og það hefur hrunið undan ansi stórri syllu sem er þarna fyrir ofan, sem við höfum ákveðnar áhyggjur af að geti farið af stað líka.“Vestasti og vinsælasti hluti Reynisfjöru er áfram opinn. Sjá má gula borðann neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestari hluti fjörunnar, og sá vinsælasti, verður áfram opinn ferðamönnum. Svæðið verður vaktað og farið í vinnu við uppfærslu og samræmingu aðvörunarskilta.Ferðamenn við lögregluborðann í Reynisfjöru í dag. Engin fótspor sáust í sandinum handan við borðann.Stöð 2/KMU.Ekki var annað að sjá en að ferðamenn virtu lokunina og þannig sáust engin fótspor í sandinum handan við gula borðann. „Já, ég held að fólk virði hann, nánast undantekningarlaust,“ segir Björn.Bílastæðið við Reynisfjöru þéttsetið rútum og fólksbílum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það sýnir sig bara á bílastæðinu við veitingahúsið Svörtu fjöruna að þetta er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands. Áætlað er að milli þrjú- og fimmþúsund manns heimsæki staðinn á degi hverjum. „Þetta er geipilega vinsæll ferðamannastaður enda geipilega falleg náttúra að skoða. Þannig að við þurfum að standa vel að merkingum og fræðslu á aðstæðum,“ segir verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Ennþá er talin hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls og verður austasta hluta Reynisfjöru áfram haldið lokuðum um sinn. Fjölfarnasti hluti þessarar vinsælu fjöru verður þó áfram opinn ferðamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð austur eftir Reynisfjöru að skriðunni. Sjá má gula lokunarborðann strengdan þvert yfir fjöruna sem markar bannsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lögreglan á Suðurlandi mætti með vaska sveit í Reynisfjöru í dag til að taka út aðstæður og funda um framhald mála með sérfræðingum frá Veðurstofu og Vegagerð, en einnig fulltrúum Mýrdalshrepps, landeigenda og rekstraraðila veitingahússins við fjöruna. Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu Svörtu fjörunni.Stöð 2/KMU.Þrír dagar eru frá því skriðan féll og hefur austasti hluti fjörunnar síðan verið lokaður með gulum lögregluborða. Niðurstaða fundarins var að halda þessum hluta fjörunnar áfram lokuðum enda er talin hætta á frekara berghruni. „Já, við metum hættu á því,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi.Skriðan er talin vera um eitthundrað metra breið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það lítur þannig út núna, þegar við horfum þarna upp eftir, og skoðum þarna fyrir ofan, að það sé töluvert laust, og það hefur hrunið undan ansi stórri syllu sem er þarna fyrir ofan, sem við höfum ákveðnar áhyggjur af að geti farið af stað líka.“Vestasti og vinsælasti hluti Reynisfjöru er áfram opinn. Sjá má gula borðann neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestari hluti fjörunnar, og sá vinsælasti, verður áfram opinn ferðamönnum. Svæðið verður vaktað og farið í vinnu við uppfærslu og samræmingu aðvörunarskilta.Ferðamenn við lögregluborðann í Reynisfjöru í dag. Engin fótspor sáust í sandinum handan við borðann.Stöð 2/KMU.Ekki var annað að sjá en að ferðamenn virtu lokunina og þannig sáust engin fótspor í sandinum handan við gula borðann. „Já, ég held að fólk virði hann, nánast undantekningarlaust,“ segir Björn.Bílastæðið við Reynisfjöru þéttsetið rútum og fólksbílum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það sýnir sig bara á bílastæðinu við veitingahúsið Svörtu fjöruna að þetta er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands. Áætlað er að milli þrjú- og fimmþúsund manns heimsæki staðinn á degi hverjum. „Þetta er geipilega vinsæll ferðamannastaður enda geipilega falleg náttúra að skoða. Þannig að við þurfum að standa vel að merkingum og fræðslu á aðstæðum,“ segir verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20
Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44
Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30