„Myndi ekki líka vel við hann þótt hann myndi bjóða mér fimm milljarða dollara“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. ágúst 2019 11:00 Nasri og Frimpong í orðaskaki eftir bikarleikinn umtalaða. vísir/getty Hinn skrautlegi fyrrum miðjumaður Arsenal, Emmanuel Frimpong, segir að hann og Samir Nasri hafi aldrei átt samleið hjá félaginu eftir atvik sem átti sér stað í deildarleik gegn Liverpool árið 2011. Arsenal tapaði leiknum en þetta var einungis annar leikur Frimpong fyrir Arsenal. Hann fékk rauða spjaldið á 70. mínútu en þá var staðan markalaus. Lokatölur urðu 2-0 sigur Liverpool. Eftir leikinn gerðist atvik í búningsherbergi Arsenal sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér. „Það þurfti enginn að segja mér að það sem gerðist var heimskulegt. Eftir leikinn komu allir inn í búningsherbergið og Wenger var hljóður. Svo stóð Nasri upp fyrir framan alla og sagði að tapið hefði verið mér að kenna.“ „Ég get skilið það en ég hugsaði afhverju myndi einhver, sérstaklega þegar ég er að spila minn annan leik, gera svona við ungan leikmann á þessu augnabliki?“'Even if he gives me five billion dollars, I will still not like him' Emmanuel Frimpong reveals his disdain for Samir Nasri and the full story behind his bust-ups with former Arsenal team-matehttps://t.co/qSp5t004Oo — MailOnline Sport (@MailSport) August 21, 2019Fjörinu milli þeirra var ekki lokið. Þegar Nasri gekk í raðir Manchester City nokkrum mánuðum eftir tapið gegn Liverpool óskaði Jack Wilshere Frakkanum góðs gengis á Twitter. Frimpong og Wilshere voru þá samherjar hjá Arsenal og hann svaraði tísti Wilshere: „Pfff, láttu ekki svona Jack.“ Það fór ekki vel í Nasri sem hringdi í Alex Song, leikmann Arsenal, á þeim tímapunkti og bað hann um að fá að tala við Frimpong eftir eina æfingu Arsenal. „Ég tók símann af Alex og þetta var Nasri að hóta mér. Hann sagði að þegar hann sæi mig þá myndi hitt og þetta gerast. Ég sagði við hann að ég væri ekki hræddur við hann. Ef við vildum leysa þetta eins og menn, þá myndum við gerum það.“ „Ég sagði við hann að mér líkaði ekki vel við hann, ég virti hann ekki og ég myndi aldrei virða hann sem atvinnumann,“ sagði grjótharður Frimpong.Það var rosalegur hiti í deildarbikarleiknum milli Frimpong og Nasri.vísir/gettyStríð þeirra náði hæstum hæðum er Arsenal mætti Manchester City í deildarbikarnum árið 2011. Frimpong og Nasri spiluðu báðir þann leik og þar sauð allt upp úr. „Á meðan leiknum stóð sagði hann að hann gæti keypt mig. Svo heimskur er þessi gaur. Hann gat það líklega því þá átti hann milljónir en þetta er enginn virðing.“ „Þetta er það sem gerðist. Hann lagði mig í einelti. Hann vissi ekki hvernig átti að taka ábyrgðinni sem aðalleikmaður og hjálpa ungum leikmönnum. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir eldri leikmönnunum.“ „Þú getur spurt Aaron Ramsey og Jack Wilshere. Ég bar alltaf virðingu fyrir þeim en sannleikurinn er sá að mér líkaði aldrei við Nasri og mér mun aldrei líka vel við hann. Þótt að hann gefi mér fimm milljarða dollara mun mér ekki líka vel við hann,“ sagði Frimpong að lokum. Frimpong er nú án félags einungis 27 ára gamall en hann lék síðast með Ermis Aradippou á Kýpur. Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Hinn skrautlegi fyrrum miðjumaður Arsenal, Emmanuel Frimpong, segir að hann og Samir Nasri hafi aldrei átt samleið hjá félaginu eftir atvik sem átti sér stað í deildarleik gegn Liverpool árið 2011. Arsenal tapaði leiknum en þetta var einungis annar leikur Frimpong fyrir Arsenal. Hann fékk rauða spjaldið á 70. mínútu en þá var staðan markalaus. Lokatölur urðu 2-0 sigur Liverpool. Eftir leikinn gerðist atvik í búningsherbergi Arsenal sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér. „Það þurfti enginn að segja mér að það sem gerðist var heimskulegt. Eftir leikinn komu allir inn í búningsherbergið og Wenger var hljóður. Svo stóð Nasri upp fyrir framan alla og sagði að tapið hefði verið mér að kenna.“ „Ég get skilið það en ég hugsaði afhverju myndi einhver, sérstaklega þegar ég er að spila minn annan leik, gera svona við ungan leikmann á þessu augnabliki?“'Even if he gives me five billion dollars, I will still not like him' Emmanuel Frimpong reveals his disdain for Samir Nasri and the full story behind his bust-ups with former Arsenal team-matehttps://t.co/qSp5t004Oo — MailOnline Sport (@MailSport) August 21, 2019Fjörinu milli þeirra var ekki lokið. Þegar Nasri gekk í raðir Manchester City nokkrum mánuðum eftir tapið gegn Liverpool óskaði Jack Wilshere Frakkanum góðs gengis á Twitter. Frimpong og Wilshere voru þá samherjar hjá Arsenal og hann svaraði tísti Wilshere: „Pfff, láttu ekki svona Jack.“ Það fór ekki vel í Nasri sem hringdi í Alex Song, leikmann Arsenal, á þeim tímapunkti og bað hann um að fá að tala við Frimpong eftir eina æfingu Arsenal. „Ég tók símann af Alex og þetta var Nasri að hóta mér. Hann sagði að þegar hann sæi mig þá myndi hitt og þetta gerast. Ég sagði við hann að ég væri ekki hræddur við hann. Ef við vildum leysa þetta eins og menn, þá myndum við gerum það.“ „Ég sagði við hann að mér líkaði ekki vel við hann, ég virti hann ekki og ég myndi aldrei virða hann sem atvinnumann,“ sagði grjótharður Frimpong.Það var rosalegur hiti í deildarbikarleiknum milli Frimpong og Nasri.vísir/gettyStríð þeirra náði hæstum hæðum er Arsenal mætti Manchester City í deildarbikarnum árið 2011. Frimpong og Nasri spiluðu báðir þann leik og þar sauð allt upp úr. „Á meðan leiknum stóð sagði hann að hann gæti keypt mig. Svo heimskur er þessi gaur. Hann gat það líklega því þá átti hann milljónir en þetta er enginn virðing.“ „Þetta er það sem gerðist. Hann lagði mig í einelti. Hann vissi ekki hvernig átti að taka ábyrgðinni sem aðalleikmaður og hjálpa ungum leikmönnum. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir eldri leikmönnunum.“ „Þú getur spurt Aaron Ramsey og Jack Wilshere. Ég bar alltaf virðingu fyrir þeim en sannleikurinn er sá að mér líkaði aldrei við Nasri og mér mun aldrei líka vel við hann. Þótt að hann gefi mér fimm milljarða dollara mun mér ekki líka vel við hann,“ sagði Frimpong að lokum. Frimpong er nú án félags einungis 27 ára gamall en hann lék síðast með Ermis Aradippou á Kýpur.
Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira