Óskar þjarmar óþyrmilega að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins Jakob Bjarnar skrifar 20. ágúst 2019 14:25 Ásmundur, Birgir og Guðlaugur Þór áttu í vök að verjast á fundi sem haldinn var á Hellu. Óskar gaf þeim engin grið. Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá ólgar og kraumar innan Sjálfstæðisflokksins vegna orkupakkamálsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipulagt fundarherferð um landið þar sem þingmenn ríða um héruð og vilja tala menn inná stefnu flokksins og ríkisstjórnarinnar í málinu. Og að þeir láti að einarðri andstöðu. Málið er óþægilegt Sjálfstæðisflokknum svo vægt sé til orða tekið en til stendur að afgreiða það nú í haust eftir að efnt hefur verið til svokallaðs „stubbs“, sérþings að kröfu Miðflokksins þar sem málið verður rætt áfram enn og aftur. Ef marka má hitafund sem haldinn var á Hellu nú á föstudag er málið ekki í rénun nema síður sé. Sem þýðir þá að vandi Sjálfstæðisflokksins er verulegur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var þar á fundi ásamt þingmönnum flokksins þeim Birgi Ármannssyni og Ásmundi Friðrikssyni. Samkvæmt heimildum Vísis áttu þeir mjög undir högg að sækja á fundinum og var Óskar Magnússon bóndi, rithöfundur og athafnamaður nefndur sérstaklega til sögunnar en hann á að sögn að hafa lagt þá þingmenn á kné sér og veitt þeim ráðningu.Menn lamdir í hausinn með hafnarboltakylfu Vísir heyrði í Óskari vegna fundarins og hann segir það rétt að mikill hiti sé í þessu orkupakkamáli. „Við sveitamenn sem erum ekki miklir ESB-menn. Við mættum þarna án þess að það væri nein sérstök smölun og var fullt hús 50 manns,“ segir Óskar sem kvaddi sér umsvifalaust hljóðs og dró þingmenn sundur og saman samblandi af háði og skömmum. „Ég fór bara yfir þetta. Ég er ekki mikill stjórnmálamaður. Ég er fótgönguliði. En mér og fleirum hefur blöskrað,“ segir Óskar og vísar til þess hvernig flokksforystan hefur haldið á málum. Hann segir það einkum tvennt sem stendur í mönnum. „Annars vegar er maður með ágreining við þessa ágætu menn sem er orkupakkinn, það er lögfræðin í því,“ segir Óskar og tekur fram að hann geti ekki fullyrt með hundrað prósenta vissu að hans áhyggjur séu réttmætar. En, það geti þeir hins vegar ekki heldur, að þeirra skoðun á málinu sé sú eina rétta sem standist upp á punkt og prik.Óskar segir bændur almennt ekki mikla ESB-menn. En, þingmenn fengu það óþvegið á fundi á Hellu nú skömmu fyrir síðustu helgi. Óskar sá um að þjarma að þeim.visir/eyþór„Þarna er djúpstæður ágreiningur milli fræðimenna og ég vil að menn „aksepteri“ það. Ekkert er skrítið að við aðstæður sem þessar að þá skiptist flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn í fylkingar. Sama hvert málefnið er en það er þá hlutverk forystumanna flokksins, með sínu umburðarlyndi, lagni og stjórnvisku að sætta þessi sjónarmið. En ekki berja menn í hausinn með hafnarboltakylfu, eins og ég sagði á fundinum.“Ekki hálmstrá rétt út til sátta Óskar kvartar undan því að ekki votti fyrir neinu sem túlka megi sem vísi að sáttarhönd í þessu máli. „Menn munu þiggja frá sínum góða flokki nánast hvert hálmstrá sem getur orðið til að menn haldi áfram sínum stuðningi.“ Málið er þannig í hnút. Á fundinum gat Óskar ekki stillt sig um að atast í þingmönnunum með að hæðast að því að Dr. Carl Baudenbacher, erlendur aðili sem fenginn var til verksins hafi fengið 8,4 milljónir fyrir sína ráðgjöf í málinu. „Guðlaugur Þór segist hafa eytt þessu í þennan fína, gráhærða og feita karl sem birtist með stærsta vasaklút sem sést hefur í nokkrum jakkafatavasa,“ segir Óskar en fundarmenn hlógu eins og vitleysingar að þessum lýsingum hans á því hvernig að þessu var staðið: „Hvað er að marka álit utan úr heimi sem borgaðar eru aðrar eins upphæðir fyrir?“ Góð fundarsókn til marks um mikinn hita Á fundinum voru að sögn Óskars allskonar menn, bændur úr Rangárþingi sem mættu og sátu í tvo og hálfan tíma, í glampandi sól yfir hábjargræðistímann. Það megi vera til marks um hitann í málinu. Og flestir ef ekki allir voru þeir afar ósáttir við þróun mála. Hálft hundrað manna. Og þeir eru sárir með fylgi flokksins sem nú mælist enn á ný um 19 prósent; það vilja menn rekja beint til þessa máls. „Þetta sem góðir og gegnir Sjálfstæðismenn sem eru í sárum yfir þessu. En, þeim er ekki viðbjargandi blessuðum forystumönnunum,“ segir Óskar og vísar enn til þess að ekkert komi frá forystunni sem menn geta sætt sig við. Og það þyrfti ekki að vera mikið.Ásmundur var meðal fundamanna og á tímabili töldu fundarmenn að hann væri kominn á þeirra band, en hann snéri sér, að sögn Óskars, þá að því að vilja klappa fyrir Guðlaugi Þór.visir/vilhelm„Jájá, ég er enn í flokknum og hef ekkert í hyggju að segja mig úr honum. Ég hef sagt frá því að að ég byrjaði sex ára í flokknum og var þá að ydda blýanta á flokksskrifstofunni. En, það er ekki víst að það verði gaman í flokknum,“ segir Óskar ef þeir einir verða eftir sem eru af slíku bergi brotnir.Þingmennirnir vildu fara í aðra sálma Óskar telur ekki að um fjöldaflótta sé að ræða úr flokknum. Ekki að sinni. „Ég held ekki. Líklegra að hver og einn muni með sjálfum sér sleppa því að þessu sinni að setja x við D í kjörklefanum án þess að tala um það. Þetta er það langhættulegasta og við erum að sjá vísbendingar um slíkt í skoðanakönnunum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur Bolli Kristinsson athafnamaður, sem hefur í gegnum tíðina leikið stórt hlutverk í fjáröflunarstarfi flokksins og fleiri menn sagt sig úr flokknum. Óskar telur að þeir vilji gjarnan koma til baka en það verði að vera fær leið heim.Óskar er þakklátur Morgunblaðinu að hafa tekið einarða afstöðu gegn orkupakkanum en telur þó að þar hafi menn ferið fram úr sér og gert illt verra.Óskar segir þingmennina ekki hafa haft neitt fram að færa í þeim efnum á fundinum. Þeir hafi farið yfir víðan völl en eins og oft sé á fundum þegar erfið mál eru undir, þá vilji menn tala um eitthvað allt annað. Það hafi verið þarna.Mogginn gerir illt verra Vísir hefur einnig greint frá einörðum skoðunum sem birst hafa í leiðaraskrifum Morgunblaðsins, en Óskar Magnússon var einmitt stjórnarformaður Árvakurs útgáfufélags blaðsins og réði Davíð Oddsson hinn harðorða ritstjóra til starfa. Helst er á Óskari að skilja að honum þyki skrif blaðsins ekki verið til að bæta úr skák. „Morgunblaðið sem er andstæðingur orkupakka 3, en blaðið hefur samt farið fram úr sér. og gengið fram af okkur sumum. Mönnum þykir nóg um, þeir vilja ekki láta rassskella formann flokksins opinberlega með orðbragði. Þó við kunnum að meta það að Morgunblaðið styðji málið er slíkt ekki gott og hjálpar ekki andstæðingum orkupakkans.“ Óskar telur einsýnt að forystan muni keyra málið í gegn. Þeir muni líklega klastra einhverju þjóðaratkvæðaákvæði inn í málið um lagningu sæstrengs í von um að það verði til að lægja öldur. En, Óskar telur lítið hald í slíku. Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá ólgar og kraumar innan Sjálfstæðisflokksins vegna orkupakkamálsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipulagt fundarherferð um landið þar sem þingmenn ríða um héruð og vilja tala menn inná stefnu flokksins og ríkisstjórnarinnar í málinu. Og að þeir láti að einarðri andstöðu. Málið er óþægilegt Sjálfstæðisflokknum svo vægt sé til orða tekið en til stendur að afgreiða það nú í haust eftir að efnt hefur verið til svokallaðs „stubbs“, sérþings að kröfu Miðflokksins þar sem málið verður rætt áfram enn og aftur. Ef marka má hitafund sem haldinn var á Hellu nú á föstudag er málið ekki í rénun nema síður sé. Sem þýðir þá að vandi Sjálfstæðisflokksins er verulegur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var þar á fundi ásamt þingmönnum flokksins þeim Birgi Ármannssyni og Ásmundi Friðrikssyni. Samkvæmt heimildum Vísis áttu þeir mjög undir högg að sækja á fundinum og var Óskar Magnússon bóndi, rithöfundur og athafnamaður nefndur sérstaklega til sögunnar en hann á að sögn að hafa lagt þá þingmenn á kné sér og veitt þeim ráðningu.Menn lamdir í hausinn með hafnarboltakylfu Vísir heyrði í Óskari vegna fundarins og hann segir það rétt að mikill hiti sé í þessu orkupakkamáli. „Við sveitamenn sem erum ekki miklir ESB-menn. Við mættum þarna án þess að það væri nein sérstök smölun og var fullt hús 50 manns,“ segir Óskar sem kvaddi sér umsvifalaust hljóðs og dró þingmenn sundur og saman samblandi af háði og skömmum. „Ég fór bara yfir þetta. Ég er ekki mikill stjórnmálamaður. Ég er fótgönguliði. En mér og fleirum hefur blöskrað,“ segir Óskar og vísar til þess hvernig flokksforystan hefur haldið á málum. Hann segir það einkum tvennt sem stendur í mönnum. „Annars vegar er maður með ágreining við þessa ágætu menn sem er orkupakkinn, það er lögfræðin í því,“ segir Óskar og tekur fram að hann geti ekki fullyrt með hundrað prósenta vissu að hans áhyggjur séu réttmætar. En, það geti þeir hins vegar ekki heldur, að þeirra skoðun á málinu sé sú eina rétta sem standist upp á punkt og prik.Óskar segir bændur almennt ekki mikla ESB-menn. En, þingmenn fengu það óþvegið á fundi á Hellu nú skömmu fyrir síðustu helgi. Óskar sá um að þjarma að þeim.visir/eyþór„Þarna er djúpstæður ágreiningur milli fræðimenna og ég vil að menn „aksepteri“ það. Ekkert er skrítið að við aðstæður sem þessar að þá skiptist flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn í fylkingar. Sama hvert málefnið er en það er þá hlutverk forystumanna flokksins, með sínu umburðarlyndi, lagni og stjórnvisku að sætta þessi sjónarmið. En ekki berja menn í hausinn með hafnarboltakylfu, eins og ég sagði á fundinum.“Ekki hálmstrá rétt út til sátta Óskar kvartar undan því að ekki votti fyrir neinu sem túlka megi sem vísi að sáttarhönd í þessu máli. „Menn munu þiggja frá sínum góða flokki nánast hvert hálmstrá sem getur orðið til að menn haldi áfram sínum stuðningi.“ Málið er þannig í hnút. Á fundinum gat Óskar ekki stillt sig um að atast í þingmönnunum með að hæðast að því að Dr. Carl Baudenbacher, erlendur aðili sem fenginn var til verksins hafi fengið 8,4 milljónir fyrir sína ráðgjöf í málinu. „Guðlaugur Þór segist hafa eytt þessu í þennan fína, gráhærða og feita karl sem birtist með stærsta vasaklút sem sést hefur í nokkrum jakkafatavasa,“ segir Óskar en fundarmenn hlógu eins og vitleysingar að þessum lýsingum hans á því hvernig að þessu var staðið: „Hvað er að marka álit utan úr heimi sem borgaðar eru aðrar eins upphæðir fyrir?“ Góð fundarsókn til marks um mikinn hita Á fundinum voru að sögn Óskars allskonar menn, bændur úr Rangárþingi sem mættu og sátu í tvo og hálfan tíma, í glampandi sól yfir hábjargræðistímann. Það megi vera til marks um hitann í málinu. Og flestir ef ekki allir voru þeir afar ósáttir við þróun mála. Hálft hundrað manna. Og þeir eru sárir með fylgi flokksins sem nú mælist enn á ný um 19 prósent; það vilja menn rekja beint til þessa máls. „Þetta sem góðir og gegnir Sjálfstæðismenn sem eru í sárum yfir þessu. En, þeim er ekki viðbjargandi blessuðum forystumönnunum,“ segir Óskar og vísar enn til þess að ekkert komi frá forystunni sem menn geta sætt sig við. Og það þyrfti ekki að vera mikið.Ásmundur var meðal fundamanna og á tímabili töldu fundarmenn að hann væri kominn á þeirra band, en hann snéri sér, að sögn Óskars, þá að því að vilja klappa fyrir Guðlaugi Þór.visir/vilhelm„Jájá, ég er enn í flokknum og hef ekkert í hyggju að segja mig úr honum. Ég hef sagt frá því að að ég byrjaði sex ára í flokknum og var þá að ydda blýanta á flokksskrifstofunni. En, það er ekki víst að það verði gaman í flokknum,“ segir Óskar ef þeir einir verða eftir sem eru af slíku bergi brotnir.Þingmennirnir vildu fara í aðra sálma Óskar telur ekki að um fjöldaflótta sé að ræða úr flokknum. Ekki að sinni. „Ég held ekki. Líklegra að hver og einn muni með sjálfum sér sleppa því að þessu sinni að setja x við D í kjörklefanum án þess að tala um það. Þetta er það langhættulegasta og við erum að sjá vísbendingar um slíkt í skoðanakönnunum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur Bolli Kristinsson athafnamaður, sem hefur í gegnum tíðina leikið stórt hlutverk í fjáröflunarstarfi flokksins og fleiri menn sagt sig úr flokknum. Óskar telur að þeir vilji gjarnan koma til baka en það verði að vera fær leið heim.Óskar er þakklátur Morgunblaðinu að hafa tekið einarða afstöðu gegn orkupakkanum en telur þó að þar hafi menn ferið fram úr sér og gert illt verra.Óskar segir þingmennina ekki hafa haft neitt fram að færa í þeim efnum á fundinum. Þeir hafi farið yfir víðan völl en eins og oft sé á fundum þegar erfið mál eru undir, þá vilji menn tala um eitthvað allt annað. Það hafi verið þarna.Mogginn gerir illt verra Vísir hefur einnig greint frá einörðum skoðunum sem birst hafa í leiðaraskrifum Morgunblaðsins, en Óskar Magnússon var einmitt stjórnarformaður Árvakurs útgáfufélags blaðsins og réði Davíð Oddsson hinn harðorða ritstjóra til starfa. Helst er á Óskari að skilja að honum þyki skrif blaðsins ekki verið til að bæta úr skák. „Morgunblaðið sem er andstæðingur orkupakka 3, en blaðið hefur samt farið fram úr sér. og gengið fram af okkur sumum. Mönnum þykir nóg um, þeir vilja ekki láta rassskella formann flokksins opinberlega með orðbragði. Þó við kunnum að meta það að Morgunblaðið styðji málið er slíkt ekki gott og hjálpar ekki andstæðingum orkupakkans.“ Óskar telur einsýnt að forystan muni keyra málið í gegn. Þeir muni líklega klastra einhverju þjóðaratkvæðaákvæði inn í málið um lagningu sæstrengs í von um að það verði til að lægja öldur. En, Óskar telur lítið hald í slíku.
Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32