Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2019 22:46 Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni Skjáskot/The Guardian Óeirðalögregla í Hong Kong sást í dag elta mótmælendur á neðanjarðarlestarstöð og berja þá ítrekað með kylfum. Atvikið er enn eitt dæmið um harðnandi átök lögreglu og mótmælenda í borginni, sem hafa nú haldið mótmælafundi þrettán helgar í röð. „Þeir héldu áfram að færa sig [um vagninn] og börðu alla í lestarvagninum. Ég byrjaði þá að hlaupa. Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu, í samtali við fréttamiðilinn The Guardian. Myndefni náðist af því þegar lögregla notaði kylfur og beitti táragasi á mótmælendur inn í lestarvagninum, sem og þegar mótmælendur voru eltir uppi á lestarpallinum og handeknir. Einnig sést blæða úr höfði eins manns á myndbandinu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Hong Kong segir að lögreglumenn hafi farið inn á lestarstöðina eftir að mótmælendur höfðu framið þar skemmdarverk og ráðist á almenning. Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni sem hefur steypt sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í alvarlegustu stjórnarkrísu sem sést hefur þar í áratugi. Stjórnvöld í Hong Kong hafa með stuðningi stjórnvalda á meginlandi Kína tekið á mótmælunum með sífellt meiri hörku. Á sama tíma hefur hluti mótmælenda gripið til sífellt alvarlegri aðgerða, þar á meðal að kasta múrsteinum og bensínsprengjum. Upphaflega var blásið til mótmæla í byrjun júní vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal íbúa til Kína. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.Hér má sjá myndbandið sem um ræðir en varað er við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Óeirðalögregla í Hong Kong sást í dag elta mótmælendur á neðanjarðarlestarstöð og berja þá ítrekað með kylfum. Atvikið er enn eitt dæmið um harðnandi átök lögreglu og mótmælenda í borginni, sem hafa nú haldið mótmælafundi þrettán helgar í röð. „Þeir héldu áfram að færa sig [um vagninn] og börðu alla í lestarvagninum. Ég byrjaði þá að hlaupa. Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu, í samtali við fréttamiðilinn The Guardian. Myndefni náðist af því þegar lögregla notaði kylfur og beitti táragasi á mótmælendur inn í lestarvagninum, sem og þegar mótmælendur voru eltir uppi á lestarpallinum og handeknir. Einnig sést blæða úr höfði eins manns á myndbandinu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Hong Kong segir að lögreglumenn hafi farið inn á lestarstöðina eftir að mótmælendur höfðu framið þar skemmdarverk og ráðist á almenning. Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni sem hefur steypt sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í alvarlegustu stjórnarkrísu sem sést hefur þar í áratugi. Stjórnvöld í Hong Kong hafa með stuðningi stjórnvalda á meginlandi Kína tekið á mótmælunum með sífellt meiri hörku. Á sama tíma hefur hluti mótmælenda gripið til sífellt alvarlegri aðgerða, þar á meðal að kasta múrsteinum og bensínsprengjum. Upphaflega var blásið til mótmæla í byrjun júní vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal íbúa til Kína. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.Hér má sjá myndbandið sem um ræðir en varað er við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16
Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33