Stofnandi Twitter, Jack Dorsey, varð fyrir barðinu á netþrjótum í dag en aðgangur hans að samfélagsmiðlinum sem hann skapaði var hakkaður. BBC greinir frá.
Hópur sem kallar sig „The Chuckling Squad“ hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en hatursfullum skilaboðum var dreift í gegnum aðgang Dorsey, @jack.
Ýmist var skrifað beint inn á aðganginn eða að skilaboðum hafi verið endurtíst. Skilaboðin voru skrifuð á um 15 mínútna tímabili.
Twitter hefur viðurkennt að öryggiskerfi sitt hafi brugðist en talið er að þrjótarnir hafi komist inn á aðganginn í gegnum smáforritið Cloudhopper sem Twitter keypti árið 2010.
Brotist inn á Twitter aðgang stofnanda Twitter

Tengdar fréttir

Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff
Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars.

Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig.

Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar
Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær