Samtalið hafið um hvort Tinni og Tobbi snúi aftur til Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2019 12:30 Tinni kom til Akureyrar í bókinni um Dularfullu stjörnuna. Vísir/Tryggvi. Samtal er komið á á milli Akureyrastofu og þeirra sem fara með leyfismál belgíska teiknimyndahöfundarins Hergé um hugmyndir að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Akureyri.Líkt og við sögðum frá í vetur hefur Akureyrarstofa verið að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að vekja athygli á tengingu Tinna við Akureyri, en hann leit þar við ásamt félögum sínum í Tinnabókinni Dularfulla stjarnan. Upp kom sú humynd að reisa styttu og eru viðræður við leyfishafa Hergé, höfund bókanna, hafnar. „Við erum komin með tengingu þar og erum að ræða við þá sem eru með einkaréttinn á Tinna og vorum að ræða aðeins útfærslur, hvaða möguleiki væri á að setja upp styttu og hvernig styttu og kostnað og hvaða kröfur þeir eru með varðandi uppsetningu á styttum,“ segir María Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu.Hafa þeir farið fram á að fá ítarlegar upplýsingar um umhverfið í kringum Torfunefsbryggju, þar sem styttan mun koma til að vera, verði hugmyndin að veruleika. „Þetta eru býsna flóknar kröfur. Þeir viilja í raun og veru vita nákvæmlega hvar styttan verður, í hvernig umhverfi og umgjörð hún kemur. Vilja vera hreinlega koma á staðinn líka og vera viðstaddir þannig að þetta er eitthvað sem þarf að vinnast mjög náið með þeim,“ segir María.Í minnisblaði um stöðu verkefnis segir að leyfishafar Hergé telji að kostnaðurinn muni vera um tvær milljónir. Leyfishafarnir eru með listamenn á sínum snærum sem útfæra verkin en Akureyrastofa getir komið með óskir um hvað verkin sýni. „Það er þannig að nú er bara komið að vinna nánar í okkar heimavinnu. Við þurfum að fara í að klára hönnun á Torfunesbryggju, skoða hvar við myndum staðsetja styttuna og líka bara hvort við viljum fara út í þetta verkefni.“ Akureyri Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Samtal er komið á á milli Akureyrastofu og þeirra sem fara með leyfismál belgíska teiknimyndahöfundarins Hergé um hugmyndir að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Akureyri.Líkt og við sögðum frá í vetur hefur Akureyrarstofa verið að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að vekja athygli á tengingu Tinna við Akureyri, en hann leit þar við ásamt félögum sínum í Tinnabókinni Dularfulla stjarnan. Upp kom sú humynd að reisa styttu og eru viðræður við leyfishafa Hergé, höfund bókanna, hafnar. „Við erum komin með tengingu þar og erum að ræða við þá sem eru með einkaréttinn á Tinna og vorum að ræða aðeins útfærslur, hvaða möguleiki væri á að setja upp styttu og hvernig styttu og kostnað og hvaða kröfur þeir eru með varðandi uppsetningu á styttum,“ segir María Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu.Hafa þeir farið fram á að fá ítarlegar upplýsingar um umhverfið í kringum Torfunefsbryggju, þar sem styttan mun koma til að vera, verði hugmyndin að veruleika. „Þetta eru býsna flóknar kröfur. Þeir viilja í raun og veru vita nákvæmlega hvar styttan verður, í hvernig umhverfi og umgjörð hún kemur. Vilja vera hreinlega koma á staðinn líka og vera viðstaddir þannig að þetta er eitthvað sem þarf að vinnast mjög náið með þeim,“ segir María.Í minnisblaði um stöðu verkefnis segir að leyfishafar Hergé telji að kostnaðurinn muni vera um tvær milljónir. Leyfishafarnir eru með listamenn á sínum snærum sem útfæra verkin en Akureyrastofa getir komið með óskir um hvað verkin sýni. „Það er þannig að nú er bara komið að vinna nánar í okkar heimavinnu. Við þurfum að fara í að klára hönnun á Torfunesbryggju, skoða hvar við myndum staðsetja styttuna og líka bara hvort við viljum fara út í þetta verkefni.“
Akureyri Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30