Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 22:26 Sigríður Á. Andersen. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen mun taka við af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Þetta var ákveðið á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í kvöld. Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins en þingflokkurinn kom saman í kvöld til að ákveða hver tæki við embættum Áslaugar Örnu eftir að hún tók við stöðu dómsmálaráðherra. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Vilhjálmur Árnason tekur við varaformennsku þingflokksins sem Áslaug Arna gegndi sömuleiðis. Sigríður hefur ekki gegnt neinum nefndarstörfum eftir að hún sagði af sér embætti dómsmálaráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins vegna skipan dómara við Landsrétt. Áslaug Arna mun sömuleiðis hætta sem ritari flokksins og eru nokkrir áhugasamir um að fylla í hennar skarð. Þeirra á meðal þingmaðurinn Jón Gunnarsson og borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir. Ákvörðunin verður tekin á flokksráðsfundi þann 14. september. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38 Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Sigríður Á. Andersen mun taka við af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Þetta var ákveðið á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í kvöld. Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins en þingflokkurinn kom saman í kvöld til að ákveða hver tæki við embættum Áslaugar Örnu eftir að hún tók við stöðu dómsmálaráðherra. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Vilhjálmur Árnason tekur við varaformennsku þingflokksins sem Áslaug Arna gegndi sömuleiðis. Sigríður hefur ekki gegnt neinum nefndarstörfum eftir að hún sagði af sér embætti dómsmálaráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins vegna skipan dómara við Landsrétt. Áslaug Arna mun sömuleiðis hætta sem ritari flokksins og eru nokkrir áhugasamir um að fylla í hennar skarð. Þeirra á meðal þingmaðurinn Jón Gunnarsson og borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir. Ákvörðunin verður tekin á flokksráðsfundi þann 14. september.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38 Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30
Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00
Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38
Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35