Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2019 12:38 Lyklaskipti munu fara fram í dómsmálaráðuneytinu að loknum ríkisráðsfundi að Bessastöðum. Á ljósmyndinni hér að neðan, sem tekin er árið 2017, sjást vinkonurnar og samherjarnir Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún. FBL/Eyþór Árnason Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag. Hún segir að það sé of snemmt að segja til um það hvort áherslubreytingar verði með hana í brúnni en Áslaug Arna er þó sannfærð um að hún muni setja sitt mark á embættið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti fjölmiðlum að loknum þingflokksfundi í gær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir væri næsti dómsmálaráðherra. Það er stór dagur framundan hjá Áslaugu Örnu en ríkisráð kemur saman að Bessastöðum klukkan fjögur en þar mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, formlega láta af embætti. Að loknum ríkisráðsfundi halda þær Þórdís og Áslaug Arna halda upp í dómsmálaráðuneyti þar sem lyklaskipti fara fram. „Ég er mjög spennt fyrir þessum komandi verkefnum sem bíða mín og að starfa með þessu góða fólki í þessu ráðuneyti að öllum þessum fjölmörgu verkefnum.“ Aðspurð hvort hún muni gera miklar breytingar í ráðuneytinu segir Áslaug Arna að of snemmt sé að segja til um það. „Ég er að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og við vinum eftir ákveðnum sáttmála en ég mun alveg setja mitt mark á embættið eins og flestir ráðherrar gera og það verður auðvitað að koma í ljós. Þetta bar mjög brátt að. Ég er auðvitað bara að taka við núna á eftir.“ Hún segist þó hafa sínar hugmyndir og mikinn metnað fyrir embættinu. „Já, þetta eru auðvitað margir málaflokkar sem fara þarna undir. Og ég hef mikinn áhuga á þeim. Ég starfaði sem lögreglumaður og þekki svona þá hlið vel og er auðvitað menntaður lögfræðingur líka. Ég er auðvitað bara spennt að takast á við þær ýmsu áskoranir sem eru þarna undir.“ Nú velta margir fyrir sér hvort hin nýja skipan muni þýða stefnubreyting í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. „Bara eins og ég sagði áðan þá er ég auðvitað að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og svo verð ég bara að fá tíma til að koma mér inn í málaflokkana og ráðuneytið og svo kemur það bara í ljós,“ segir Áslaug Arna sem tekur við embættinu í dag. Það kemur í ljós á þriðjudag hvort efri deild mannréttindadómstóls Evrópu taki fyrir Landsréttarmálið. Áslaug Arna segir að ríkisstjórnin sé viðbúin niðurstöðunni. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag. Hún segir að það sé of snemmt að segja til um það hvort áherslubreytingar verði með hana í brúnni en Áslaug Arna er þó sannfærð um að hún muni setja sitt mark á embættið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti fjölmiðlum að loknum þingflokksfundi í gær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir væri næsti dómsmálaráðherra. Það er stór dagur framundan hjá Áslaugu Örnu en ríkisráð kemur saman að Bessastöðum klukkan fjögur en þar mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, formlega láta af embætti. Að loknum ríkisráðsfundi halda þær Þórdís og Áslaug Arna halda upp í dómsmálaráðuneyti þar sem lyklaskipti fara fram. „Ég er mjög spennt fyrir þessum komandi verkefnum sem bíða mín og að starfa með þessu góða fólki í þessu ráðuneyti að öllum þessum fjölmörgu verkefnum.“ Aðspurð hvort hún muni gera miklar breytingar í ráðuneytinu segir Áslaug Arna að of snemmt sé að segja til um það. „Ég er að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og við vinum eftir ákveðnum sáttmála en ég mun alveg setja mitt mark á embættið eins og flestir ráðherrar gera og það verður auðvitað að koma í ljós. Þetta bar mjög brátt að. Ég er auðvitað bara að taka við núna á eftir.“ Hún segist þó hafa sínar hugmyndir og mikinn metnað fyrir embættinu. „Já, þetta eru auðvitað margir málaflokkar sem fara þarna undir. Og ég hef mikinn áhuga á þeim. Ég starfaði sem lögreglumaður og þekki svona þá hlið vel og er auðvitað menntaður lögfræðingur líka. Ég er auðvitað bara spennt að takast á við þær ýmsu áskoranir sem eru þarna undir.“ Nú velta margir fyrir sér hvort hin nýja skipan muni þýða stefnubreyting í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. „Bara eins og ég sagði áðan þá er ég auðvitað að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og svo verð ég bara að fá tíma til að koma mér inn í málaflokkana og ráðuneytið og svo kemur það bara í ljós,“ segir Áslaug Arna sem tekur við embættinu í dag. Það kemur í ljós á þriðjudag hvort efri deild mannréttindadómstóls Evrópu taki fyrir Landsréttarmálið. Áslaug Arna segir að ríkisstjórnin sé viðbúin niðurstöðunni.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19
Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26