John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2019 07:48 McAfee hvarf af sjónarsviðinu í sumar eftir að hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu. Getty/Larry Marano Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, virðist hafa verið í felum á Dalvík. Hann hefur verið á flótta frá 2012 þegar hann var sakaður um að hafa skotið nágranna sinn í Belize til bana. Hann er einnig sakaður um umfangsmikil skattsvik í Bandaríkjunum. McAfee hvarf af sjónarsviðinu í sumar eftir að hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann ásamt öðrum á ferð í snekkju og fundust þar um borð skotvopn, skotfæri og „hergögn“. Eftir að honum var sleppt sagði McAfee á Twitter að hann ætlaði sér að fara huldu höfði um tíma og sagðist hann vera í Litháen.Nú á dögunum kom þó í ljós að McAfee hafi þurft að flytja á nýjan leik og sagði hann á Twitter að það væri vegna þess komið hafi verið upp um felustað hans og eiginkonu hans, eins og sagt var frá á vef Mbl í gærkvöldi..@theemrsmcafee and I have moved. We moved because some a*hole publicly outed our location. Janice and I have settled in to a new safe house in a new country. Weather still sucks but at least our Comm room is fully mobile and will arrive soon. We will miss Gregor's. — John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019 Í ofangreindu tísti nefnir McAfee að hann muni sakna Gregor‘s, sem er matsölustaður á Dalvík. Hann staðfesti svo að hann hafi haldið til þar og sagði það hafa verið mistök að nefnda Gregor‘s.We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH — John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019 Dalvíkurbyggð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, virðist hafa verið í felum á Dalvík. Hann hefur verið á flótta frá 2012 þegar hann var sakaður um að hafa skotið nágranna sinn í Belize til bana. Hann er einnig sakaður um umfangsmikil skattsvik í Bandaríkjunum. McAfee hvarf af sjónarsviðinu í sumar eftir að hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann ásamt öðrum á ferð í snekkju og fundust þar um borð skotvopn, skotfæri og „hergögn“. Eftir að honum var sleppt sagði McAfee á Twitter að hann ætlaði sér að fara huldu höfði um tíma og sagðist hann vera í Litháen.Nú á dögunum kom þó í ljós að McAfee hafi þurft að flytja á nýjan leik og sagði hann á Twitter að það væri vegna þess komið hafi verið upp um felustað hans og eiginkonu hans, eins og sagt var frá á vef Mbl í gærkvöldi..@theemrsmcafee and I have moved. We moved because some a*hole publicly outed our location. Janice and I have settled in to a new safe house in a new country. Weather still sucks but at least our Comm room is fully mobile and will arrive soon. We will miss Gregor's. — John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019 Í ofangreindu tísti nefnir McAfee að hann muni sakna Gregor‘s, sem er matsölustaður á Dalvík. Hann staðfesti svo að hann hafi haldið til þar og sagði það hafa verið mistök að nefnda Gregor‘s.We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH — John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019
Dalvíkurbyggð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira