Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2019 19:30 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. Þá sé spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu íslenskra stjórnmála en Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til tveggja funda í Valhöll í dag. Á þeim fyrri var farið yfir þingmál vetrarins en á hinum síðari sem hófst klukkan fimm tilkynnti Bjarni Benediktsson formaður flokksins hver tæki við dómsmálaráðuneytinu. „Já, ég gerði tillögu hér í þingflokknum um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði næsti dómsmálaráðherra og það var afgreitt og samþykkt.”Hvers vegna hún?„Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,” sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Þá væri spennandi að hleypa ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður Andersen sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonarbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson þingflokksformaður. „Það var erfitt að velja á milli þeirra sem komu til greina. Birgir Ármannsson var sannarlega einn þeirra sem kom til greina. Brynjar Níelsson augljóslega og svo framvegis. Ég ætla ekki að fara að nefna hér einhvern tæmandi lista,” segir Bjarni. Sigríður Andersen væri frábær stjórnmálamaður sem nyti fulls traust formannsins. „Þetta er bara niðurstaða í þessu tiltekna máli um að hún komi ekki aftur í dómsmálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki að sinni,” sagði Bjarni og reiknar með að Sigríður taki að sér trúnaðarstörf í þinginu en hún hefur ekki gegnt nefndarstörfum frá því hún lét af embætti ráðherra. Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti en hún verður 29 ára í nóvember. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hún formanninn hafa upplýst sig um að hún yrði næsti dómsmálaráðherra rétt fyrir þingflokksfundinn klukkan fimm. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,” sagði Áslaug Arna sem verður kominn heim frá Finnlandi í tæka tíð á morgun til að sækja ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan fjögur. Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. Þá sé spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu íslenskra stjórnmála en Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til tveggja funda í Valhöll í dag. Á þeim fyrri var farið yfir þingmál vetrarins en á hinum síðari sem hófst klukkan fimm tilkynnti Bjarni Benediktsson formaður flokksins hver tæki við dómsmálaráðuneytinu. „Já, ég gerði tillögu hér í þingflokknum um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði næsti dómsmálaráðherra og það var afgreitt og samþykkt.”Hvers vegna hún?„Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,” sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Þá væri spennandi að hleypa ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður Andersen sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonarbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson þingflokksformaður. „Það var erfitt að velja á milli þeirra sem komu til greina. Birgir Ármannsson var sannarlega einn þeirra sem kom til greina. Brynjar Níelsson augljóslega og svo framvegis. Ég ætla ekki að fara að nefna hér einhvern tæmandi lista,” segir Bjarni. Sigríður Andersen væri frábær stjórnmálamaður sem nyti fulls traust formannsins. „Þetta er bara niðurstaða í þessu tiltekna máli um að hún komi ekki aftur í dómsmálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki að sinni,” sagði Bjarni og reiknar með að Sigríður taki að sér trúnaðarstörf í þinginu en hún hefur ekki gegnt nefndarstörfum frá því hún lét af embætti ráðherra. Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti en hún verður 29 ára í nóvember. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hún formanninn hafa upplýst sig um að hún yrði næsti dómsmálaráðherra rétt fyrir þingflokksfundinn klukkan fimm. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,” sagði Áslaug Arna sem verður kominn heim frá Finnlandi í tæka tíð á morgun til að sækja ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan fjögur.
Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26