Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. september 2019 16:41 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur valið nýjan dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun kynna nýjan dómsmálaráðherra til leiks á fundi sem hann hefur boðað til klukkan 17 í Valhöll. Vísir hefur fjallað ítarlega um fyrirhugaðar hrókeringar í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var uppi sú kenning að hann færi í víðtækari breytingar en þær að kynna nýjan ráðherra í dómsmálaráðuneytið. Fyrir lá að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gegndi því embætti aðeins til bráðabirgða eftir að Sigríður Á. Andersen hrökklaðist þaðan í kjölfar Landsréttarmálsins.Sjá einnig:Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinuÝmsir eru kallaðir enda togast ýmis sjónarmið á; staða forystunnar gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu annars vegar og á hinn bóginn gagnvart óánægðum hópi innan flokksins sem hefur látið ófriðlega meðal annars í Orkupakkamálinu og reyndar fleiri málum. Þá takast á kynjasjónarmið andspænis sjónarmiðum sem snúa að kjördæmafyrirkomulagi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið nefnd en hún þykir hafa það á móti sér að vera ritari flokksins sem myndi þá þýða að öll forystan; formaður, varaformaður og ritari væru komin í ríkisstjórn. Hún er auk þess ekki vinsæl meðal hinna ósáttu í flokknum. Þannig eru ýmis sjónarmið sem Bjarni þarf að líta til. Brynjar Níelsson hefur verið nefndur sem mögulegur ráðherra, Páll Magnússon oddviti á Suðurlandi, Haraldur Benediksson, Birgir Ármannsson og þá hefur Vísir einnig heyrt því fleygt að Bryndís Haraldsdóttir komi til greina. Auk þess er ekki hægt að líta fram hjá því að Sigríður Á. Andersen kemur til greina en Bjarni hefur sagt að hún eigi að afturkvæmt. Samkvæmt heimildum Vísis mun nokkur órói vera í röðum Vinstri grænna, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, en það yrði túlkað sem ögrun við Katrínu Jakobsdóttur sem taldi á sínum tíma ekki stætt á því að Sigríði væri sætt. Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 14:54 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun kynna nýjan dómsmálaráðherra til leiks á fundi sem hann hefur boðað til klukkan 17 í Valhöll. Vísir hefur fjallað ítarlega um fyrirhugaðar hrókeringar í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var uppi sú kenning að hann færi í víðtækari breytingar en þær að kynna nýjan ráðherra í dómsmálaráðuneytið. Fyrir lá að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gegndi því embætti aðeins til bráðabirgða eftir að Sigríður Á. Andersen hrökklaðist þaðan í kjölfar Landsréttarmálsins.Sjá einnig:Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinuÝmsir eru kallaðir enda togast ýmis sjónarmið á; staða forystunnar gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu annars vegar og á hinn bóginn gagnvart óánægðum hópi innan flokksins sem hefur látið ófriðlega meðal annars í Orkupakkamálinu og reyndar fleiri málum. Þá takast á kynjasjónarmið andspænis sjónarmiðum sem snúa að kjördæmafyrirkomulagi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið nefnd en hún þykir hafa það á móti sér að vera ritari flokksins sem myndi þá þýða að öll forystan; formaður, varaformaður og ritari væru komin í ríkisstjórn. Hún er auk þess ekki vinsæl meðal hinna ósáttu í flokknum. Þannig eru ýmis sjónarmið sem Bjarni þarf að líta til. Brynjar Níelsson hefur verið nefndur sem mögulegur ráðherra, Páll Magnússon oddviti á Suðurlandi, Haraldur Benediksson, Birgir Ármannsson og þá hefur Vísir einnig heyrt því fleygt að Bryndís Haraldsdóttir komi til greina. Auk þess er ekki hægt að líta fram hjá því að Sigríður Á. Andersen kemur til greina en Bjarni hefur sagt að hún eigi að afturkvæmt. Samkvæmt heimildum Vísis mun nokkur órói vera í röðum Vinstri grænna, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, en það yrði túlkað sem ögrun við Katrínu Jakobsdóttur sem taldi á sínum tíma ekki stætt á því að Sigríði væri sætt.
Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 14:54 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 14:54
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent