Bílaumboðin í stakk búin til að takast á við niðursveiflu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. september 2019 06:15 Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, er bjartsýnn á sölu bíla árin 2020-2022. Fréttablaðið/Eyþór Afkoma fimm stóru bílaumboðanna var nokkuð ólík í fyrra. Rekstur BL og Toyota gekk vel en harðara var í ári hjá Brimborg, Heklu og Öskju, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Umtalsverður samdráttur er á milli áranna 2017 og 2018 enda var met slegið í bílasölu árið 2017. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílasala á fyrri hluta árs 2018 hafi gengið afar vel. Aftur á móti hafi skarpur samdráttur orðið á seinni helmingi ársins. Hann megi rekja til þess að fólk hélt að sér höndum því verkalýðsforystan krafðist umtalsverðra launahækkana en kjarasamningar voru lausir. Það skapaðist því mikil óvissa um framvindu mála í efnahagslífinu og sömuleiðis hafi ríkti óvissa um hvort rekstri WOW air yrði haldið áfram. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að samdrátturinn hafi hafist í febrúar 2018, hann hafi aukist um sumarið og svo kom dýfa í september. Á þeim tíma hafi gengi krónu sömuleiðis veikst sem dragi almennt úr bílasölu. Í 18 mánuði af síðustu 19 hafi bílasala dregist saman.Brimborg tapaði 368 milljónum króna árið 2018 og gekk reksturinn verst af bílaumboðunum fimm sem umfjöllunin nær til. Egill segir að árið hafi verið strembið. Hann rekur tapið til erfiðleika í bílasölu, mikilla fjárfestinga við opnun nýrra höfuðstöðva Veltis í Hádegismóum, sem er atvinnutækjasvið fyrirtækisins, og kostnaðar við flutningana, fækkunar í flota bílaleigu fyrirtækisins og ríkulegra fjárfestinga í tölvukerfum og sjálfvirknivæðingu. Hann segir að reksturinn í ár gangi betur. Tekjur atvinnutækjasviðsins hafi vaxið mikið eftir að flutt var í hentugra húsnæði og viðsnúningur sé hjá bílaleigunni. Velta bílaleigunnar sé hin sama og í fyrra þrátt fyrir að bílum í flotanum hafi fækkað um 30 prósent og starfsmönnum fækkað. Engu að síður sé þjónustustigið jafn gott og áður sem þakka megi sjálfvirknivæðingu. Jón Trausti segist vera ánægður með að Askja hafi verið rekin með 12 milljóna króna hagnaði árið 2018 í ljósi markaðsaðstæðna. „Reksturinn í ár er sömuleiðis krefjandi. Það er áframhaldandi samdráttur í bílasölu á þessu ári. Reikna má með að hann muni nema 35 til 40 prósentum. Ég er hins vegar nokkuð bjartsýnn á árin 2020 til 2022. Það er mikil þörf á endurnýjun bíla og það verður kominn betri taktur í efnahagslífið þegar ýmissi óvissu varðandi ferðaþjónustuna hefur létt.“ Hann segir að bílasala hafi gengið afar vel á árunum 2015-2017. Bílaumboðin hafi á þeim árum hagað rekstrinum með þeim hætti að safnast hafi upp sterkt eigið fé. Fyrirtækin standi því traustum fótum og geti því mætt þeirri ágjöf sem fylgir minni bílasölu. „Það hafa alltaf verið miklar sveiflur í bílasölu, þær eru hluti af okkar veruleika.“ Jón Trausti vekur athygli á að Askja hafi aldrei greitt arð heldur fjárfest fyrir hagnaðinn í innviðum til að geta þjónustað viðskiptavini betur. Fyrirtækið hafi til dæmis nýlega byggt tvö fullbúin bílaverkstæði á Krókhálsi sem og nýjan sýningarsal fyrir KIA sem var opnaður í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Efnahagsmál Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Afkoma fimm stóru bílaumboðanna var nokkuð ólík í fyrra. Rekstur BL og Toyota gekk vel en harðara var í ári hjá Brimborg, Heklu og Öskju, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Umtalsverður samdráttur er á milli áranna 2017 og 2018 enda var met slegið í bílasölu árið 2017. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílasala á fyrri hluta árs 2018 hafi gengið afar vel. Aftur á móti hafi skarpur samdráttur orðið á seinni helmingi ársins. Hann megi rekja til þess að fólk hélt að sér höndum því verkalýðsforystan krafðist umtalsverðra launahækkana en kjarasamningar voru lausir. Það skapaðist því mikil óvissa um framvindu mála í efnahagslífinu og sömuleiðis hafi ríkti óvissa um hvort rekstri WOW air yrði haldið áfram. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að samdrátturinn hafi hafist í febrúar 2018, hann hafi aukist um sumarið og svo kom dýfa í september. Á þeim tíma hafi gengi krónu sömuleiðis veikst sem dragi almennt úr bílasölu. Í 18 mánuði af síðustu 19 hafi bílasala dregist saman.Brimborg tapaði 368 milljónum króna árið 2018 og gekk reksturinn verst af bílaumboðunum fimm sem umfjöllunin nær til. Egill segir að árið hafi verið strembið. Hann rekur tapið til erfiðleika í bílasölu, mikilla fjárfestinga við opnun nýrra höfuðstöðva Veltis í Hádegismóum, sem er atvinnutækjasvið fyrirtækisins, og kostnaðar við flutningana, fækkunar í flota bílaleigu fyrirtækisins og ríkulegra fjárfestinga í tölvukerfum og sjálfvirknivæðingu. Hann segir að reksturinn í ár gangi betur. Tekjur atvinnutækjasviðsins hafi vaxið mikið eftir að flutt var í hentugra húsnæði og viðsnúningur sé hjá bílaleigunni. Velta bílaleigunnar sé hin sama og í fyrra þrátt fyrir að bílum í flotanum hafi fækkað um 30 prósent og starfsmönnum fækkað. Engu að síður sé þjónustustigið jafn gott og áður sem þakka megi sjálfvirknivæðingu. Jón Trausti segist vera ánægður með að Askja hafi verið rekin með 12 milljóna króna hagnaði árið 2018 í ljósi markaðsaðstæðna. „Reksturinn í ár er sömuleiðis krefjandi. Það er áframhaldandi samdráttur í bílasölu á þessu ári. Reikna má með að hann muni nema 35 til 40 prósentum. Ég er hins vegar nokkuð bjartsýnn á árin 2020 til 2022. Það er mikil þörf á endurnýjun bíla og það verður kominn betri taktur í efnahagslífið þegar ýmissi óvissu varðandi ferðaþjónustuna hefur létt.“ Hann segir að bílasala hafi gengið afar vel á árunum 2015-2017. Bílaumboðin hafi á þeim árum hagað rekstrinum með þeim hætti að safnast hafi upp sterkt eigið fé. Fyrirtækin standi því traustum fótum og geti því mætt þeirri ágjöf sem fylgir minni bílasölu. „Það hafa alltaf verið miklar sveiflur í bílasölu, þær eru hluti af okkar veruleika.“ Jón Trausti vekur athygli á að Askja hafi aldrei greitt arð heldur fjárfest fyrir hagnaðinn í innviðum til að geta þjónustað viðskiptavini betur. Fyrirtækið hafi til dæmis nýlega byggt tvö fullbúin bílaverkstæði á Krókhálsi sem og nýjan sýningarsal fyrir KIA sem var opnaður í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Efnahagsmál Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira