Tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum upp á skólastyrk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 09:30 Spánverjinn Coque Lopez keppir í rafíþróttum. Getty/Jack Thomas Fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa komist til Bandaríkjanna á skólastyrk í gegnum tíðina vegna færni sinnar í íþróttum eins og fótbolta eða körfubolta. Nú geta öflugir íslenskir tölvuleikjaspilarar átt möguleika á því að fara sömu leið. Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum en það að spila tölvuleiki hefur lengi ekki eiga neitt skylt við íþróttir. Það er hins vegar mikið breytt í dag, bæði hér á landi og erlendis. Íslenskar rafíþróttir eru nú komnar undir einn hatt síðan að Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð. Rafíþróttasamtök Íslands bauð upp á keppni í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur sem var stærsti rafíþróttaviðburður Íslands frá upphafi. En aftur af Bandaríkjunum og ástæðunni fyrir pælingum um mögulega skólastyrki fyrir íslenska tölvuleikjaspilara. Skólastyrkjum fyrir rafíþróttafólk hefur nefnilega fjölgað gríðarlega í bandarískum háskólum eins og sjá má hér fyrir neðan.200 schools now offer esports scholarships, giving gaming students a total of $15 million. https://t.co/hxxpXemBtO — Darren Rovell (@darrenrovell) September 18, 2019Þar kemur fram að tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum skólastyrk og setja samtals alls fimmtán milljónir Bandaríkjadala í þá styrki eða 1,8 milljarði íslenskra króna. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum en fyrir aðeins tveimur árum voru skólarnir 60 og upphæðin fjórar milljónir dollara. Árið 2014, fyrir aðeins fimm árum, var aðeins einn skóli sem bauð upp á skólastyrk fyrir rafíþróttafólk. Robert Morris University steig fyrsta skrefið árið 2014 en árið eftir voru skólarnir orðnir þrír og tveimur árum seinna voru þeir fimmtán. Í ár hefur skólunum síðan fjölgað um 140 eða úr 60 upp í 200. Rafíþróttir eru í miklum vexti í heiminum og vel heppnað heimsmeistaramót í Fortnite tölvuleiknum fyrr á þessu ári er gott dæmi um það. Hinn sextán ára gamli Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí og vann sér inn 3 milljónir Bandaríkjadala eða 372 milljónir íslenskra króna. Það gæti því orðið erfitt fyrir foreldra að halda því fram árið 2019 að börnin þeirra hafi ekkert upp úr tölvuleikjaspili í framtíðinni. Krakkarnir geta nú bæði unnið til stórra peningaverðlauna á rafíþróttamótum og einnig tryggt sér verðmæta skólastyrki.Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí.Getty/Mike Stobe Rafíþróttir Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Sjá meira
Fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa komist til Bandaríkjanna á skólastyrk í gegnum tíðina vegna færni sinnar í íþróttum eins og fótbolta eða körfubolta. Nú geta öflugir íslenskir tölvuleikjaspilarar átt möguleika á því að fara sömu leið. Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum en það að spila tölvuleiki hefur lengi ekki eiga neitt skylt við íþróttir. Það er hins vegar mikið breytt í dag, bæði hér á landi og erlendis. Íslenskar rafíþróttir eru nú komnar undir einn hatt síðan að Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð. Rafíþróttasamtök Íslands bauð upp á keppni í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur sem var stærsti rafíþróttaviðburður Íslands frá upphafi. En aftur af Bandaríkjunum og ástæðunni fyrir pælingum um mögulega skólastyrki fyrir íslenska tölvuleikjaspilara. Skólastyrkjum fyrir rafíþróttafólk hefur nefnilega fjölgað gríðarlega í bandarískum háskólum eins og sjá má hér fyrir neðan.200 schools now offer esports scholarships, giving gaming students a total of $15 million. https://t.co/hxxpXemBtO — Darren Rovell (@darrenrovell) September 18, 2019Þar kemur fram að tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum skólastyrk og setja samtals alls fimmtán milljónir Bandaríkjadala í þá styrki eða 1,8 milljarði íslenskra króna. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum en fyrir aðeins tveimur árum voru skólarnir 60 og upphæðin fjórar milljónir dollara. Árið 2014, fyrir aðeins fimm árum, var aðeins einn skóli sem bauð upp á skólastyrk fyrir rafíþróttafólk. Robert Morris University steig fyrsta skrefið árið 2014 en árið eftir voru skólarnir orðnir þrír og tveimur árum seinna voru þeir fimmtán. Í ár hefur skólunum síðan fjölgað um 140 eða úr 60 upp í 200. Rafíþróttir eru í miklum vexti í heiminum og vel heppnað heimsmeistaramót í Fortnite tölvuleiknum fyrr á þessu ári er gott dæmi um það. Hinn sextán ára gamli Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí og vann sér inn 3 milljónir Bandaríkjadala eða 372 milljónir íslenskra króna. Það gæti því orðið erfitt fyrir foreldra að halda því fram árið 2019 að börnin þeirra hafi ekkert upp úr tölvuleikjaspili í framtíðinni. Krakkarnir geta nú bæði unnið til stórra peningaverðlauna á rafíþróttamótum og einnig tryggt sér verðmæta skólastyrki.Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí.Getty/Mike Stobe
Rafíþróttir Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti