Sinnir ekki lögbundnum skyldum vegna manneklu Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2019 07:48 Lagning nýrra raflína krefst umhverfismats. Hér sést raforkuflutningskerfi Landsnets við Hellisheiðarvirkjun í Hverahlíð. Fréttablaðið/GVA Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor. Tafir Skipulagsstofnunar valda því að ekki er hægt að hefjast handa við að styrkja raforkukerfið og tengja Þeistareykjasvæðið við Eyjafjarðarsvæðið með öflugum hætti. Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, segir matið verða birt í dag. Matið hafi verið mikið að umfangi þar sem um stórt verkefni hafi verið að ræða. Einnig hafi verið mikið að gera hjá stofnuninni og mörg mál á hennar borði sem hafi valdið þessum töfum. „Við skiluðum inn matsskýrslu vegna Hólasandslínu 3 í lok mars 2019. Því eru um 24 vikur síðan eða næstum hálft ár. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að skila áliti. Fyrir okkur hjá Landsneti þýðir þetta óvissu með verkefnið, og leiðir til tafa og aukins kostnaðar,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Í raun er það þannig að við getum ekkert eða lítið gert fyrr en álitið liggur fyrir. Það er áhyggjuefni að okkar stærstu framkvæmdir eru allar háðar þessum ferlum og við stöndum frammi fyrir töfum eins og þessum.“ Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu á landinu öllu og auka flutningsgetu á svæðinu. Með lagningu Hólasandslínu 3 er tryggður stöðugleiki flutningskerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Jakob segir það rétt að samkvæmt lögum þurfi að skila mati á umhverfisáhrifum á skemmri tíma. Hann segir að stofnunin geti ekki sinnt þessum lögbundnu skyldum sínum vegna manneklu þar sem mikið sé að gera hjá stofnuninni. Því þurfi að ráða fleira fólk með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. „Við höfum áður vakið athygli á mikilvægi þess að opinberir ferlar séu skilvirkir. Það á ekki síst við um verkefni eins og Hólasandslínu 3, sem fellur að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem markmiðið er að engja lykilsvæði og tryggja afhendingaröryggi, en Eyjafjarðarsvæði er eitt af þremur svæðum sem stjórnvöld hafa sett í forgang að styrkja,“ bætir Steinunn við. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsti á sameiginlegum fundi sínum í gær yfir áhyggjum sínum af þessari miklu töf sem hefur orðið. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor. Tafir Skipulagsstofnunar valda því að ekki er hægt að hefjast handa við að styrkja raforkukerfið og tengja Þeistareykjasvæðið við Eyjafjarðarsvæðið með öflugum hætti. Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, segir matið verða birt í dag. Matið hafi verið mikið að umfangi þar sem um stórt verkefni hafi verið að ræða. Einnig hafi verið mikið að gera hjá stofnuninni og mörg mál á hennar borði sem hafi valdið þessum töfum. „Við skiluðum inn matsskýrslu vegna Hólasandslínu 3 í lok mars 2019. Því eru um 24 vikur síðan eða næstum hálft ár. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að skila áliti. Fyrir okkur hjá Landsneti þýðir þetta óvissu með verkefnið, og leiðir til tafa og aukins kostnaðar,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Í raun er það þannig að við getum ekkert eða lítið gert fyrr en álitið liggur fyrir. Það er áhyggjuefni að okkar stærstu framkvæmdir eru allar háðar þessum ferlum og við stöndum frammi fyrir töfum eins og þessum.“ Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu á landinu öllu og auka flutningsgetu á svæðinu. Með lagningu Hólasandslínu 3 er tryggður stöðugleiki flutningskerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Jakob segir það rétt að samkvæmt lögum þurfi að skila mati á umhverfisáhrifum á skemmri tíma. Hann segir að stofnunin geti ekki sinnt þessum lögbundnu skyldum sínum vegna manneklu þar sem mikið sé að gera hjá stofnuninni. Því þurfi að ráða fleira fólk með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. „Við höfum áður vakið athygli á mikilvægi þess að opinberir ferlar séu skilvirkir. Það á ekki síst við um verkefni eins og Hólasandslínu 3, sem fellur að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem markmiðið er að engja lykilsvæði og tryggja afhendingaröryggi, en Eyjafjarðarsvæði er eitt af þremur svæðum sem stjórnvöld hafa sett í forgang að styrkja,“ bætir Steinunn við. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsti á sameiginlegum fundi sínum í gær yfir áhyggjum sínum af þessari miklu töf sem hefur orðið.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira