Bergþór líklega kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2019 14:30 Bergþór Ólason á leið til fundarins í dag. vísir/vilhelm Líklegt er að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verði kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar með tveimur atkvæðum flokksins í nefndinni en fulltrúar allra annarra flokka sitji hjá. Ekki tókst að ganga frá kjöri Bergþórs á fundi nefndarinnar í gær þar sem Jón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi eftir að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu Björns Leví Gunnarssonar áheyrnarfulltrúa Pírata um að Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins yrði kjörinn. Eftir fundinn í gær lýsti Karl því yfir að hann sæktist ekki eftir embættinu. Nefndin kemur aftur saman til fundar klukkan þrjú í dag. „Það er í fyrsta erfitt fyrir mig að spá nokkuð fyrir um framgang málsins á fundinum. En ég get sagt að út frá mínum bæjardyrum og bæjardyrum Viðreisnar að það var alltaf ljóst að formennska Jóns Gunnarssonar í nefndinni væri tímabundin,“ segir Hanna Katrín. Hann hafi tekið við formennskunni eftir klausturmálin sem hafi farið fyrir siðanefnd Alþingis sem komist hafi að niðurstöðu í sumar. Svo varð ekki. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu „Ég vonaði auðvitað að niðurstaðan myndi leiða til þess að þingflokkur Miðflokksins myndi tilnefna annan fulltrúa sinn í þessa formennsku. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu á Miðflokkurinn þessa formennsku. Þannig að ef þetta er fulltrúi þeirra á fundinum í dag mun ég ekki greiða atkvæði gegn honum,“ segir Hanna Katrín. Hún muni því sitja hjá við tillögu um Bergþór. Hefð er fyrir því að flokkar skipti sér ekki af vali annarra flokka á fulltrúum í nefndir og formennsku í þeim. Stjórnarflokkarnir hafa lýst yfir að skipan í formennsku í þremur nefndum þingsins sé algerlega í höndum stjórnarandstöðuflokkanna og því munu fulltrúar þeirra væntanlega sitja hjá einnig við kjörið í dag komi til þess.Gæti jafnvel farið svo að Bergþór yrði kjörinn eingöngu með sínu eigin atkvæði og atkvæði Karls Gauta? „Það gæti farið svo já. Það gæti gert það.“Að allir sitji í raun hjá nema Miðflokkurinn?„Eins og ég segi, ég get bara talað út frá mér. En þetta gæti orðið möguleg niðurstaða,“ segir Hanna Katrín Friðriksson. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15 Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18 Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Líklegt er að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verði kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar með tveimur atkvæðum flokksins í nefndinni en fulltrúar allra annarra flokka sitji hjá. Ekki tókst að ganga frá kjöri Bergþórs á fundi nefndarinnar í gær þar sem Jón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi eftir að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu Björns Leví Gunnarssonar áheyrnarfulltrúa Pírata um að Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins yrði kjörinn. Eftir fundinn í gær lýsti Karl því yfir að hann sæktist ekki eftir embættinu. Nefndin kemur aftur saman til fundar klukkan þrjú í dag. „Það er í fyrsta erfitt fyrir mig að spá nokkuð fyrir um framgang málsins á fundinum. En ég get sagt að út frá mínum bæjardyrum og bæjardyrum Viðreisnar að það var alltaf ljóst að formennska Jóns Gunnarssonar í nefndinni væri tímabundin,“ segir Hanna Katrín. Hann hafi tekið við formennskunni eftir klausturmálin sem hafi farið fyrir siðanefnd Alþingis sem komist hafi að niðurstöðu í sumar. Svo varð ekki. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu „Ég vonaði auðvitað að niðurstaðan myndi leiða til þess að þingflokkur Miðflokksins myndi tilnefna annan fulltrúa sinn í þessa formennsku. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu á Miðflokkurinn þessa formennsku. Þannig að ef þetta er fulltrúi þeirra á fundinum í dag mun ég ekki greiða atkvæði gegn honum,“ segir Hanna Katrín. Hún muni því sitja hjá við tillögu um Bergþór. Hefð er fyrir því að flokkar skipti sér ekki af vali annarra flokka á fulltrúum í nefndir og formennsku í þeim. Stjórnarflokkarnir hafa lýst yfir að skipan í formennsku í þremur nefndum þingsins sé algerlega í höndum stjórnarandstöðuflokkanna og því munu fulltrúar þeirra væntanlega sitja hjá einnig við kjörið í dag komi til þess.Gæti jafnvel farið svo að Bergþór yrði kjörinn eingöngu með sínu eigin atkvæði og atkvæði Karls Gauta? „Það gæti farið svo já. Það gæti gert það.“Að allir sitji í raun hjá nema Miðflokkurinn?„Eins og ég segi, ég get bara talað út frá mér. En þetta gæti orðið möguleg niðurstaða,“ segir Hanna Katrín Friðriksson.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15 Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18 Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15
Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18
Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16