Lýstu áhyggjum af meðferð skattamála við þingfestingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. september 2019 07:15 Sækjandi, verjandi og dómari ræddu skattamálin vítt og breitt við þingsetningu í héraðsdómi. Fréttablaðið/Stefán Þingfesting í máli Andrésar Kristins Konráðssonar, sem ákærður er fyrir skattalagabrot, tók óvænta stefnu þegar til frjálslegra skoðanaskipta kom milli sækjanda, verjanda og dómara um stöðu rannsókna- og ákærumeðferða skattalagabrota. Við upphaf þinghalds lét sækjandi málsins þess getið að nýlegur úrskurður ríkisskattstjóra gæti haft áhrif á fjárhæðir í ákæru, ákærða til hagsbóta og til þess gæti komið að gefa þyrfti út aðra ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Andrésar, sagði ljóst að gerður yrði ágreiningur um þennan nýja úrskurð. „Hann verður til meðferðar hjá yfirskattanefnd í 12 mánuði og á sama tíma er málið til meðferðar fyrir dómstólum,“ sagði Gestur og lét fylgja þá skoðun sína að það væri allt komið í vitleysu í meðferð þessara skattamála. Vísaði Gestur þar til nýlegra dóma sem fallið hafa gegn Íslandi í Mannréttindadómstól Evrópu um brot gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um bann við endurtekinni refsingu fyrir sama brot. Dómarinn, Guðjón St. Marteinsson, lét þess getið að það fari orðið allir fram á frávísun í þessum málum. Farið hefði verið fram á frávísun í fjórum slíkum málum í vikunni og fimm mál sem biðu þingfestingar lyktuðu af frávísunarkröfum. Gestur upplýsti að enn eitt málið væri komið til efnismeðferðar hjá MDE og fullyrti að ríkislögmanni hefði nýverið borist bréf frá MDE þar sem því væri beint til stjórnvalda að reyna að ná sáttum í máli Braga Kristjánssonar. Lýsti Gestur því viðhorfi að stjórnvöld yrðu að fara að bregðast við með einhverri línu í þessum málum. Dómarinn tók að nokkru undir áhyggjur verjandans af stöðunni. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón. Sigríður Árnadóttir, sem sótti þing fyrir ákæruvaldið, sagðist þá hafa heimildir fyrir því að tíðinda væri að vænta frá stjórnvöldum alveg á allra næstu dögum og vísaði til nefndar sem skipuð var skömmu eftir að þriðji áfellisdómurinn kom frá MDE í vor. Dómarinn sagði slík tíðindi hafa verið flutt fyrir löngu og vísaði til nefndar sem skilaði skýrslu árið 2013 þar sem allir helstu embættismenn málaflokksins sammæltust um að breytingar væru óumflýjanlegar og þyldu ekki bið. Meðal þeirra sem skrifuðu undir þá skýrslu var Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um starf þeirrar nefndar sem skipuð var í vor hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Aðspurður segist Ragnar H. Hall, lögmaður Braga Kristjánssonar, bundinn trúnaði um stöðu máls Braga hjá MDE, samkvæmt reglum hjá dómstólnum sem gilda meðan þess er freistað að ná sáttum.Snúið að ná sáttum við Braga Bragi Kristjánsson var sakfelldur fyrir meiriháttar skattalagabrot, fyrst í héraði árið 2016 eftir að málinu hafði ítrekað verið frestað að beiðni ákærða meðan beðið var niðurstöðu mála sem voru til meðferðar hjá MDE. Málið var að lokum flutt og dæmt þrátt fyrir að niðurstaða væri ekki komin ytra. Dómurinn var svo staðfestur af fullskipuðum sjö manna dómi í Hæstarétti í september 2017. Dómur Hæstaréttar féll nokkrum mánuðum eftir að MDE kvað upp dóm í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. Taldi Hæstiréttur málin ekki sambærileg og sakfelldi Braga. Með vísan til þess að fjölskipaður Hæstiréttur sakfelldi Braga kann ríkislögmanni reynast örðugt að ná sáttum við hann í Strassborg. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þingfesting í máli Andrésar Kristins Konráðssonar, sem ákærður er fyrir skattalagabrot, tók óvænta stefnu þegar til frjálslegra skoðanaskipta kom milli sækjanda, verjanda og dómara um stöðu rannsókna- og ákærumeðferða skattalagabrota. Við upphaf þinghalds lét sækjandi málsins þess getið að nýlegur úrskurður ríkisskattstjóra gæti haft áhrif á fjárhæðir í ákæru, ákærða til hagsbóta og til þess gæti komið að gefa þyrfti út aðra ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Andrésar, sagði ljóst að gerður yrði ágreiningur um þennan nýja úrskurð. „Hann verður til meðferðar hjá yfirskattanefnd í 12 mánuði og á sama tíma er málið til meðferðar fyrir dómstólum,“ sagði Gestur og lét fylgja þá skoðun sína að það væri allt komið í vitleysu í meðferð þessara skattamála. Vísaði Gestur þar til nýlegra dóma sem fallið hafa gegn Íslandi í Mannréttindadómstól Evrópu um brot gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um bann við endurtekinni refsingu fyrir sama brot. Dómarinn, Guðjón St. Marteinsson, lét þess getið að það fari orðið allir fram á frávísun í þessum málum. Farið hefði verið fram á frávísun í fjórum slíkum málum í vikunni og fimm mál sem biðu þingfestingar lyktuðu af frávísunarkröfum. Gestur upplýsti að enn eitt málið væri komið til efnismeðferðar hjá MDE og fullyrti að ríkislögmanni hefði nýverið borist bréf frá MDE þar sem því væri beint til stjórnvalda að reyna að ná sáttum í máli Braga Kristjánssonar. Lýsti Gestur því viðhorfi að stjórnvöld yrðu að fara að bregðast við með einhverri línu í þessum málum. Dómarinn tók að nokkru undir áhyggjur verjandans af stöðunni. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón. Sigríður Árnadóttir, sem sótti þing fyrir ákæruvaldið, sagðist þá hafa heimildir fyrir því að tíðinda væri að vænta frá stjórnvöldum alveg á allra næstu dögum og vísaði til nefndar sem skipuð var skömmu eftir að þriðji áfellisdómurinn kom frá MDE í vor. Dómarinn sagði slík tíðindi hafa verið flutt fyrir löngu og vísaði til nefndar sem skilaði skýrslu árið 2013 þar sem allir helstu embættismenn málaflokksins sammæltust um að breytingar væru óumflýjanlegar og þyldu ekki bið. Meðal þeirra sem skrifuðu undir þá skýrslu var Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um starf þeirrar nefndar sem skipuð var í vor hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Aðspurður segist Ragnar H. Hall, lögmaður Braga Kristjánssonar, bundinn trúnaði um stöðu máls Braga hjá MDE, samkvæmt reglum hjá dómstólnum sem gilda meðan þess er freistað að ná sáttum.Snúið að ná sáttum við Braga Bragi Kristjánsson var sakfelldur fyrir meiriháttar skattalagabrot, fyrst í héraði árið 2016 eftir að málinu hafði ítrekað verið frestað að beiðni ákærða meðan beðið var niðurstöðu mála sem voru til meðferðar hjá MDE. Málið var að lokum flutt og dæmt þrátt fyrir að niðurstaða væri ekki komin ytra. Dómurinn var svo staðfestur af fullskipuðum sjö manna dómi í Hæstarétti í september 2017. Dómur Hæstaréttar féll nokkrum mánuðum eftir að MDE kvað upp dóm í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. Taldi Hæstiréttur málin ekki sambærileg og sakfelldi Braga. Með vísan til þess að fjölskipaður Hæstiréttur sakfelldi Braga kann ríkislögmanni reynast örðugt að ná sáttum við hann í Strassborg.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira