Tími og rými Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. september 2019 07:15 Olga og Anna en verk þeirra er sprottið úr reynslu við gerð listaverka fyrir fangelsið á Hólmsheiði. Fréttablaðið/Valli Olga Bergmann og Anna Hallin sýna eftirmynd af fangaklefa á sýningu í Hafnarborg. Fangelsi er innsetning eftir Olgu Bergmann og Önnu Hallin í Sverrissal í Hafnarborg í Hafnarfirði. Verkið er sprottið úr reynslu þeirra við gerð listaverka fyrir fangelsið á Hólmsheiði.Listaverk fyrir fangelsi „Árið 2014 var auglýst samkeppni um listaverk fyrir fangelsið á Hólmsheiði og tillaga okkar Önnu var valin. Fangelsið er á svæði þar sem er bæði mikið fuglalíf og falleg náttúra og sótti tillagan innblástur í umhverfið,“ segir Olga. „Verkið í fangelsinu er þrískipt verk með gegnumgangandi fuglaþema. Í aðkomugarði fangelsisins komum við fyrir trjásafni sem samanstendur af tíu mismunandi trjátegundum. Trjásafnið táknar hóp ólíkra einstaklinga sem saman mynda eins konar samfélag. Í trjásafninu er fuglahótel – fjölbýli fyrir fugla og þaðan er bein útsending inn á bókasafn fangelsisins. Þannig geta fangar, einstaklingar sem eru undir stöðugu eftirliti, haft eftirlit með fuglalífinu. Þetta er öryggisfangelsi þannig að þar eru mörg lög af girðingum og fangar sem horfa út um glugga horfa annaðhvort í gegnum girðingar eða á steypta veggi.“ Þriðji hluti verksins eru línuteikningar af flugi fugla og því hvernig þeir hreyfa sig í loftinu og voru teikningar af flugmynstri sjö fuglategunda síðan fræstar í veggi í útivistargörðum fangelsisins.Fangaklefinn, innsetning listakvennanna í Hafnarborg.Eftirmynd af fangaklefa Hluti af nýrri innsetningu listakvennanna í Hafnarborg er eftirmynd af dæmigerðum fangaklefa á Hólmsheiði. Sýningargestir geta farið þar inn, einn í einu, og verið bak við lokaðar dyr um stund. „Við höfum verið að skoða hugmyndir um lokað samfélag inni í samfélögum, svolítið eins og sögu inni í sögu. Í öllum samfélögum er við lýði sú aðferð að refsa fólki og loka það inni. Við erum einnig að velta fyrir okkur hugmyndum um frelsi og eftirlit. Fangar í öryggisfangelsi búa við strangt eftirlit í lokuðu kerfi en eftirlitskapítalisminn er grasserandi fyrir utan fangelsið, eins og til dæmis á Facebook og víðar,“ segir Olga. „Það er einnig alltaf fylgst með því hvað við, sem erum ekki í fangelsi, erum að gera og við skrásetjum það líka sjálf. Þetta eru hlutir sem við höfum mikið verið að hugsa um,“ segir Anna. Í glugga klefans er vídeó sem var tekið upp á nokkrum stöðum í fangelsinu á Hólmsheiði. „Það er eins og einhver sagði: Í fangelsi er nógur tími en takmarkað pláss. Við erum að reyna að koma því til skila. Kjarninn í þessari innsetningu er tími og rými,“ segir Anna. Auk klefans eru vídeóverk á sýningunni sem meðal annars byggja á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í fuglahóteli fangelsisins. Í tengslum við sýningu þeirra Olgu og Önnu kemur þann 21. september út bók um verkefni þeirra í fangelsinu. Þann dag verður kynning á bókinni og leiðsögn um sýninguna. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Olga Bergmann og Anna Hallin sýna eftirmynd af fangaklefa á sýningu í Hafnarborg. Fangelsi er innsetning eftir Olgu Bergmann og Önnu Hallin í Sverrissal í Hafnarborg í Hafnarfirði. Verkið er sprottið úr reynslu þeirra við gerð listaverka fyrir fangelsið á Hólmsheiði.Listaverk fyrir fangelsi „Árið 2014 var auglýst samkeppni um listaverk fyrir fangelsið á Hólmsheiði og tillaga okkar Önnu var valin. Fangelsið er á svæði þar sem er bæði mikið fuglalíf og falleg náttúra og sótti tillagan innblástur í umhverfið,“ segir Olga. „Verkið í fangelsinu er þrískipt verk með gegnumgangandi fuglaþema. Í aðkomugarði fangelsisins komum við fyrir trjásafni sem samanstendur af tíu mismunandi trjátegundum. Trjásafnið táknar hóp ólíkra einstaklinga sem saman mynda eins konar samfélag. Í trjásafninu er fuglahótel – fjölbýli fyrir fugla og þaðan er bein útsending inn á bókasafn fangelsisins. Þannig geta fangar, einstaklingar sem eru undir stöðugu eftirliti, haft eftirlit með fuglalífinu. Þetta er öryggisfangelsi þannig að þar eru mörg lög af girðingum og fangar sem horfa út um glugga horfa annaðhvort í gegnum girðingar eða á steypta veggi.“ Þriðji hluti verksins eru línuteikningar af flugi fugla og því hvernig þeir hreyfa sig í loftinu og voru teikningar af flugmynstri sjö fuglategunda síðan fræstar í veggi í útivistargörðum fangelsisins.Fangaklefinn, innsetning listakvennanna í Hafnarborg.Eftirmynd af fangaklefa Hluti af nýrri innsetningu listakvennanna í Hafnarborg er eftirmynd af dæmigerðum fangaklefa á Hólmsheiði. Sýningargestir geta farið þar inn, einn í einu, og verið bak við lokaðar dyr um stund. „Við höfum verið að skoða hugmyndir um lokað samfélag inni í samfélögum, svolítið eins og sögu inni í sögu. Í öllum samfélögum er við lýði sú aðferð að refsa fólki og loka það inni. Við erum einnig að velta fyrir okkur hugmyndum um frelsi og eftirlit. Fangar í öryggisfangelsi búa við strangt eftirlit í lokuðu kerfi en eftirlitskapítalisminn er grasserandi fyrir utan fangelsið, eins og til dæmis á Facebook og víðar,“ segir Olga. „Það er einnig alltaf fylgst með því hvað við, sem erum ekki í fangelsi, erum að gera og við skrásetjum það líka sjálf. Þetta eru hlutir sem við höfum mikið verið að hugsa um,“ segir Anna. Í glugga klefans er vídeó sem var tekið upp á nokkrum stöðum í fangelsinu á Hólmsheiði. „Það er eins og einhver sagði: Í fangelsi er nógur tími en takmarkað pláss. Við erum að reyna að koma því til skila. Kjarninn í þessari innsetningu er tími og rými,“ segir Anna. Auk klefans eru vídeóverk á sýningunni sem meðal annars byggja á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í fuglahóteli fangelsisins. Í tengslum við sýningu þeirra Olgu og Önnu kemur þann 21. september út bók um verkefni þeirra í fangelsinu. Þann dag verður kynning á bókinni og leiðsögn um sýninguna.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið