Danska liðið GOG fer vel af stað í Meistaradeild Evrópu í handbolta en liðið hafði betur gegn Kristianstad í Svíþjóð í dag, 33-24.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir GOG en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson leikur einnig með liðinu. Arnar Freyr Arnarsson spilaði líka með GOG í dag en náði ekki að skora.
Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk fyrir Kristianstad og var markahæstur í sænska liðinu. Ólafur Guðmundsson spilaði ekki með Kristianstad í dag vegna meiðsla.
Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað þegar Kiel og Kielce gerðu jafntefli, 30-30, í spennandi leik í B-riðli. Kielce var marki yfir í hálfleik, 15-14, en þýska liðið var með frumkvæðið undir lokin. Það dugði þó ekki til og Kielce tryggði sér gott stig í Þýskalandi.
Nikola Bilyk var markahæstur í liði Kiel með sjö mörk.
GOG byrjar á sigri í Meistaradeildinni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn
