Hætta rannsókn á fjármálum Brexit-sinna Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2019 16:59 Arron Banks, umdeildi auðkýfingurinn sem fjármagnaði Leave.EU. Vísir/EPA Breska lögreglan hefur fellt niður sakamálarannsókn á fjármálum Leave.EU, samtaka sem börðust fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Yfirkjörstjórn Bretlands vísaði máli samtakanna áfram vegna gruns um að þau hefðu brotið kosningalög. Í skýrslu til saksóknara segir lögreglan í London að þó að ljóst sé að Leave.EU hafi tæknilega brotið kosningalög varðandi skýrslu sem þau skiluðu um útgjöld sín sé ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að réttlæta frekari sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters. Kjörstjórn Bretlands sektaði Leave.EU um 70.000 pund fyrir að hafa eytt meiru í kosningabaráttuna en leyfilegt var samkvæmt kosningalögum án þess að gefa það upp í maí í fyrra. Sektin jafnaði þá hæstu sem kjörstjórnin hefur lagt á. Arron Banks, auðkýfingurinn sem stýrði Leave.EU, segir hópinn ætla að krefjast rannsóknar á málinu gegn honum og kallaði eftir því að formaður kjörstjórnar segði af sér eftir að rannsókn Londonlögreglunnar var felld niður. Önnur rannsókn stendur enn yfir á meintum brotum Leave.EU hjá Glæpastofnun Bretlands, einni æðstu löggæslustofnun landsins. Þá rannsakar lögreglan í London enn uppgjör tveggja annarra hópa sem skipulögðu kosningabarátt fyrir útgöngu, Vote Leave og BeLeave. Bretland Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Bakhjarl Brexit hitti Rússa oftar en hann hefur viðurkennt Stærsti fjárhagslegi bakhjarl baráttunnar fyrir Brexit hitti rússneskan sendiherrann minnst sjö sinnum oftar en hann hefur viðurkennt fram að þessu. 8. júlí 2018 08:27 Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Breska lögreglan hefur fellt niður sakamálarannsókn á fjármálum Leave.EU, samtaka sem börðust fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Yfirkjörstjórn Bretlands vísaði máli samtakanna áfram vegna gruns um að þau hefðu brotið kosningalög. Í skýrslu til saksóknara segir lögreglan í London að þó að ljóst sé að Leave.EU hafi tæknilega brotið kosningalög varðandi skýrslu sem þau skiluðu um útgjöld sín sé ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að réttlæta frekari sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters. Kjörstjórn Bretlands sektaði Leave.EU um 70.000 pund fyrir að hafa eytt meiru í kosningabaráttuna en leyfilegt var samkvæmt kosningalögum án þess að gefa það upp í maí í fyrra. Sektin jafnaði þá hæstu sem kjörstjórnin hefur lagt á. Arron Banks, auðkýfingurinn sem stýrði Leave.EU, segir hópinn ætla að krefjast rannsóknar á málinu gegn honum og kallaði eftir því að formaður kjörstjórnar segði af sér eftir að rannsókn Londonlögreglunnar var felld niður. Önnur rannsókn stendur enn yfir á meintum brotum Leave.EU hjá Glæpastofnun Bretlands, einni æðstu löggæslustofnun landsins. Þá rannsakar lögreglan í London enn uppgjör tveggja annarra hópa sem skipulögðu kosningabarátt fyrir útgöngu, Vote Leave og BeLeave.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Bakhjarl Brexit hitti Rússa oftar en hann hefur viðurkennt Stærsti fjárhagslegi bakhjarl baráttunnar fyrir Brexit hitti rússneskan sendiherrann minnst sjö sinnum oftar en hann hefur viðurkennt fram að þessu. 8. júlí 2018 08:27 Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00
Bakhjarl Brexit hitti Rússa oftar en hann hefur viðurkennt Stærsti fjárhagslegi bakhjarl baráttunnar fyrir Brexit hitti rússneskan sendiherrann minnst sjö sinnum oftar en hann hefur viðurkennt fram að þessu. 8. júlí 2018 08:27
Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39