Annar handtekinn í tengslum við morðið á Karolin Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 16:29 Karolin Hakim var skotin til bana í Malmö þann 26. ágúst síðastliðinn. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í dag, grunaður um aðild að morðinu á Karolin Hakim. Maðurinn var yfirheyrður nú sídegis en hann neitar sök. Morðið á Hakim hefur vakið mikla athygli, en hún var skotin til bana í hverfinu Ribergsborg í Malmö í lok ágúst. Maður gekk upp að henni, þar sem hún hélt á ungbarni sínu, og skaut hana í höfuðið. Haft er eftir saksóknaranum Pär Andersson á vef sænska ríkisútvarpsins að skipulagning ódæðisins hafi tekið sex daga. Lögregluyfirvöld telja að barnsfaðir Karolin hafi verið skotmark árásarinnar, en hann hefur áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Maðurinn sem handtekinn var í dag er 23 ára gamall og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Að sögn saksóknara er talið líklegt að maðurinn muni reyna að koma sönnunargögnum undan sem geti torveldað rannsókn málsins. Hann er sem fyrr segir grunaður um aðild að morðinu, sem og gróft vopnalagabrot á tímabilinu 21. til 26. ágúst - daginn sem Karolin Hakim var skotin til bana.Sjá einnig: Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Sænska ríkisútvarpið segir manninn búsettan í Malmö og hafa tíu sinnum komist í kast við lögin, oftast fyrir umferðarlagabrot en einnig fyrir líkamsárás og brot á skilorði. Aukinheldur á hann að hafa verið starfsmaður skóla í Malmö undanfarin ár, auk þess sem hann á að hafa leikið knattspyrnu með einu af liðum borgarinnar. Nítján ára karlmanni var sleppt úr haldi í upphafi mánaðarins, en hann hafði verið handtekinn í tengslum við morðið á Karolin. Hann var handtekinn því hann er skráður eigandi bílsins sem morðinginn notaði til að flýja af vettvangi. Bíllinn fannst nokkru frá morðstaðnum þar sem búið var að kveikja í honum. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39 Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24 Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í dag, grunaður um aðild að morðinu á Karolin Hakim. Maðurinn var yfirheyrður nú sídegis en hann neitar sök. Morðið á Hakim hefur vakið mikla athygli, en hún var skotin til bana í hverfinu Ribergsborg í Malmö í lok ágúst. Maður gekk upp að henni, þar sem hún hélt á ungbarni sínu, og skaut hana í höfuðið. Haft er eftir saksóknaranum Pär Andersson á vef sænska ríkisútvarpsins að skipulagning ódæðisins hafi tekið sex daga. Lögregluyfirvöld telja að barnsfaðir Karolin hafi verið skotmark árásarinnar, en hann hefur áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Maðurinn sem handtekinn var í dag er 23 ára gamall og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Að sögn saksóknara er talið líklegt að maðurinn muni reyna að koma sönnunargögnum undan sem geti torveldað rannsókn málsins. Hann er sem fyrr segir grunaður um aðild að morðinu, sem og gróft vopnalagabrot á tímabilinu 21. til 26. ágúst - daginn sem Karolin Hakim var skotin til bana.Sjá einnig: Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Sænska ríkisútvarpið segir manninn búsettan í Malmö og hafa tíu sinnum komist í kast við lögin, oftast fyrir umferðarlagabrot en einnig fyrir líkamsárás og brot á skilorði. Aukinheldur á hann að hafa verið starfsmaður skóla í Malmö undanfarin ár, auk þess sem hann á að hafa leikið knattspyrnu með einu af liðum borgarinnar. Nítján ára karlmanni var sleppt úr haldi í upphafi mánaðarins, en hann hafði verið handtekinn í tengslum við morðið á Karolin. Hann var handtekinn því hann er skráður eigandi bílsins sem morðinginn notaði til að flýja af vettvangi. Bíllinn fannst nokkru frá morðstaðnum þar sem búið var að kveikja í honum.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39 Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24 Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39
Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24
Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15